„Eftir höfðinu dansa limirnir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2025 13:48 Guðmundur Björgvin Helgason ríkiendurskoðandi. vísir/Lýður Valberg Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. Ríkisendurskoðandi kynnti ítarlega skýrslu undir nafninu, Landspítali - mönnun og flæði sjúklinga, fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Þar eru helstu vandamálin sem steðja að Landspítalanum og heilbrigðisþjónustu sundurliðuð og má þar helst nefna mönnunarvanda, skort á hjúkrunarheimilum og fráflæðisvanda. Mikilvægt að bretta upp ermar Skýrslunni var vel tekið af nefndarmönnum meirihlutans en nefndarmenn stjórnarandstöðunnar sóttu ekki fundinn. „Fyrir það fyrsta þá er þetta afar vönduð skýrsla. Og það er hægt að byggja á henni inn í framtíðina. Fráflæðisvandinn er dálítið sígildur í okkar viðfangsefni hvað heilbrigðisþjónustuna varðar og sömuleiðis þörfin á hjúkrunarheimilum. Það er hægt að leysa þetta og það er til peningur til að leysa þetta. Við þurfum bara að bretta upp ermar,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, nefndarmaður Samfylkingarinnar að fundi loknum. Fyrst og síðast að tala um ráðuneytið Guðmundur Björgvin Helgason ríkiendurskoðandi segir skorta að nálgast heilbrigðismálin með skipulögðum hætti og heildarstefnu. „Fyrst og síðast finnst mér skýrslan vera að fjalla um veikleika varðandi yfirstjórn heilbrigðismála. Þá er ég kannski fyrst og síðast að tala um ráðuneytið. Þar þarf að vera styrkari sýn og styrkari hönd. Eftir höfðinu dansa limirnir er sagt.“ Að mati Guðmundar er skýrslan gömul saga og ný. Um sé að ræða þekkt vandamál sem hafi verið uppi í fjölmörg ár. Mikilvægt sé að setja skýrari markmið og aðgerðaráætlanir. „Það þarf mun meira afl í stjórnsýsluna okkar. Það vantar meiri dýpt og sérfræðiþekkingu. Fólk fær hérna á Íslandi er með alveg gríðarlega víðtæka reynslu en við sköpum ekki sama sérfræðigrunn fyrir fólkið okkar og aðrir. Vandamálin sem blasa við okkur í dag eru svo mikið á dýptina.“ Komið gott af starfshópum, verkefnastjónum og spretthópum Í skýrslunni er tekið fram að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála við áskorunum tengd mönnun og afkastagetu Landspítalans og heilbrigðisþjónustunnar í heild. „Þetta er gamall vandi og stjórnsýslan í kringum hann á það til að einkennast af krísustjórnun. Það eru settir á laggirnar, starfshópar, verkefnastjórnir og spretthópar. En það gerist kannski ekkert voðalega mikið við grunn vandamálsins.“ Svandís Svavarsdóttir úr Vinstri grænum (t.v.) og Willum Þór Þórsson úr Framsóknarflokknum (t.h.) voru heilbrigðisráðherrar á þeim árum sem úttekt Ríkisendurskoðunar nær til.vísir Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Ríkisendurskoðandi kynnti ítarlega skýrslu undir nafninu, Landspítali - mönnun og flæði sjúklinga, fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Þar eru helstu vandamálin sem steðja að Landspítalanum og heilbrigðisþjónustu sundurliðuð og má þar helst nefna mönnunarvanda, skort á hjúkrunarheimilum og fráflæðisvanda. Mikilvægt að bretta upp ermar Skýrslunni var vel tekið af nefndarmönnum meirihlutans en nefndarmenn stjórnarandstöðunnar sóttu ekki fundinn. „Fyrir það fyrsta þá er þetta afar vönduð skýrsla. Og það er hægt að byggja á henni inn í framtíðina. Fráflæðisvandinn er dálítið sígildur í okkar viðfangsefni hvað heilbrigðisþjónustuna varðar og sömuleiðis þörfin á hjúkrunarheimilum. Það er hægt að leysa þetta og það er til peningur til að leysa þetta. Við þurfum bara að bretta upp ermar,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, nefndarmaður Samfylkingarinnar að fundi loknum. Fyrst og síðast að tala um ráðuneytið Guðmundur Björgvin Helgason ríkiendurskoðandi segir skorta að nálgast heilbrigðismálin með skipulögðum hætti og heildarstefnu. „Fyrst og síðast finnst mér skýrslan vera að fjalla um veikleika varðandi yfirstjórn heilbrigðismála. Þá er ég kannski fyrst og síðast að tala um ráðuneytið. Þar þarf að vera styrkari sýn og styrkari hönd. Eftir höfðinu dansa limirnir er sagt.“ Að mati Guðmundar er skýrslan gömul saga og ný. Um sé að ræða þekkt vandamál sem hafi verið uppi í fjölmörg ár. Mikilvægt sé að setja skýrari markmið og aðgerðaráætlanir. „Það þarf mun meira afl í stjórnsýsluna okkar. Það vantar meiri dýpt og sérfræðiþekkingu. Fólk fær hérna á Íslandi er með alveg gríðarlega víðtæka reynslu en við sköpum ekki sama sérfræðigrunn fyrir fólkið okkar og aðrir. Vandamálin sem blasa við okkur í dag eru svo mikið á dýptina.“ Komið gott af starfshópum, verkefnastjónum og spretthópum Í skýrslunni er tekið fram að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála við áskorunum tengd mönnun og afkastagetu Landspítalans og heilbrigðisþjónustunnar í heild. „Þetta er gamall vandi og stjórnsýslan í kringum hann á það til að einkennast af krísustjórnun. Það eru settir á laggirnar, starfshópar, verkefnastjórnir og spretthópar. En það gerist kannski ekkert voðalega mikið við grunn vandamálsins.“ Svandís Svavarsdóttir úr Vinstri grænum (t.v.) og Willum Þór Þórsson úr Framsóknarflokknum (t.h.) voru heilbrigðisráðherrar á þeim árum sem úttekt Ríkisendurskoðunar nær til.vísir
Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira