Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2025 19:58 Jóhanna Vigdís hefur trú á fréttastofu sinni og þjóðinni. Skjáskot/Sýn Kaflaskil í fjölmiðlasögunni eiga sér stað í kvöld þegar síðasti tíufréttatíminn fer í loftið hjá Ríkisútvarpinu. Tíufréttir hafa verið í loftinu í einni eða annarri mynd frá árinu 1988. Tilfinningar landsmanna eru, líkt og við allar breytingar, blendnar en Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttakona segist ekki halda að samfélagið fari á hliðina. Hvers vegna þessar breytingar? „Ég veit það hljómar svolítið öfugsnúið en við erum að gera þetta til þess að bæta þjónustuna við okkar hlustendur, áhorfendur og lesendur á vefnum. Við ætlum síðar á þessu ári síðan að færa aðalfréttatímann til klukkan átta og búa til feitari pakka. Svo ætlum við að auka þjónustuna á vefnum. Við verðum víðar fyrir allra vegna þess að við erum jú almannaútvarp fyrir alla,“ segir hún en hún les síðustu tíufréttirnar í kvöld. Hún segir skrítið að kveðja myndverið. „Þetta stúdíó er búið að vera heimavöllur minn í þrjátíu ár núna en ég er svo bjartsýn á það sem er framundan hjá okkur og við erum öll svo samtaka í þessu á fréttastofunni og hér á RÚV. Þannig að það er í raun bara tilhlökkun sem ræður yfir hér,“ segir Jóhanna Vigdís. Jóhanna rifjar þá upp þegar núverandi fyrirkomulag á fréttatímanum var innleitt árið 1999. „Þá fór samfélagið á hliðina. Ég held að það gerist ekki núna og ég vona að þegar fram líða stundir að þá muni allir sjá hver voru okkar meginmarkmið og hver tilgangurinn var með þessu,“ segir hún. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Tilfinningar landsmanna eru, líkt og við allar breytingar, blendnar en Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttakona segist ekki halda að samfélagið fari á hliðina. Hvers vegna þessar breytingar? „Ég veit það hljómar svolítið öfugsnúið en við erum að gera þetta til þess að bæta þjónustuna við okkar hlustendur, áhorfendur og lesendur á vefnum. Við ætlum síðar á þessu ári síðan að færa aðalfréttatímann til klukkan átta og búa til feitari pakka. Svo ætlum við að auka þjónustuna á vefnum. Við verðum víðar fyrir allra vegna þess að við erum jú almannaútvarp fyrir alla,“ segir hún en hún les síðustu tíufréttirnar í kvöld. Hún segir skrítið að kveðja myndverið. „Þetta stúdíó er búið að vera heimavöllur minn í þrjátíu ár núna en ég er svo bjartsýn á það sem er framundan hjá okkur og við erum öll svo samtaka í þessu á fréttastofunni og hér á RÚV. Þannig að það er í raun bara tilhlökkun sem ræður yfir hér,“ segir Jóhanna Vigdís. Jóhanna rifjar þá upp þegar núverandi fyrirkomulag á fréttatímanum var innleitt árið 1999. „Þá fór samfélagið á hliðina. Ég held að það gerist ekki núna og ég vona að þegar fram líða stundir að þá muni allir sjá hver voru okkar meginmarkmið og hver tilgangurinn var með þessu,“ segir hún.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira