Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2025 16:06 Alma Möller heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Heilbrigðisráðherra mun styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð í Öræfum árið um kring. Starfshópur verður skipaður um verkefnið til að móta fyrirkomulag þess og á hann að skila tillögum til ráðherra í lok október. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Síðastliðin tvö sumur hefur verið haldið úti bráðaviðbragði í Öræfasveit sem felst í stöðugri viðveru sjúkrabíls og reynds sjúkraflutningamanns sem sinnir bráðaþjónustu í samstarfi við björgunarsveitina Kára. Heilbrigðisstofnun Suðurlands skipulagði í vor að beiðni ráðherra samskonar viðbragð fyrir þetta sumar. Ráðherra hefur samkvæmt tilkynningu jafnframt ákveðið að framlengja núverandi fyrirkomulag bráðaviðbragðs í Öræfum til loka þessa árs. Sameiginlegt mat Þar kemur fram að Alma Möller, heilbrigðisráðherra, byggi þessa ákvörðun á sameiginlegu mati forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) og sveitarstjórnar Hornafjarðar um nauðsyn þess. Þótt fjöldi ferðamanna sé mestur yfir sumarmánuðina reynist mesta álagið vegna alvarlegra útkalla á svæðinu vera á tímabilinu desember til mars „Ég tel einboðið að ráðast í þetta verkefni til að auka öryggi íbúa og þeirra sem leið eiga um þetta strjálbýla en fjölfarna svæði. Ég mun einnig ræða við innviðaráðuneytið um hvernig auka megi umferðaröryggi á svæðinu og að skoðaðir verði möguleikar þess að byggja upp viðurkenndan sjúkraflugvöll á svæðinu,“ segir Alma D. Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningunni. Þar segir einnig að markmiðið með þessu sé að tryggja skjót viðbrögð, svo sem ef meta þarf áverka eftir slys, bregðast við bráðaveikindum, veita fyrstu hjálp og undirbúa flutning á sjúkrastofnun ef þarf. Þetta hafi verið talið nauðsynlegt vegna öryggis íbúa og ferðamanna á svæðinu þar sem sækja þarf heilbrigðisþjónustu um langan veg. 200 kílómetrar á milli heilsugæsla Næstu heilsugæslur eru á Kirkjubæjarklaustri í vestri og Höfn í austri en þar á milli eru um 200 kílómetrar. Það er því, samkvæmt tilkynningunni, samdóma mat heilbrigðisráðuneytisins og HSU að þörf sé á að styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð á þessu dreifbýla svæði. „Horft verður til leiða sem styrkja samþætt og staðbundið bráða- og heilsugæsluviðbragð árið um kring sem nýtist íbúum í Öræfum og öðrum sem leið eiga um svæðið. Verkefni starfshóps sem heilbrigðisráðherra mun skipa með aðkomu þjónustuveitenda og helstu hagaðila verður að gera tillögur til ráðherra um fyrirkomulag þjónustunnar,“ segir að lokum. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Heilbrigðismál Ferðaþjónusta Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Síðastliðin tvö sumur hefur verið haldið úti bráðaviðbragði í Öræfasveit sem felst í stöðugri viðveru sjúkrabíls og reynds sjúkraflutningamanns sem sinnir bráðaþjónustu í samstarfi við björgunarsveitina Kára. Heilbrigðisstofnun Suðurlands skipulagði í vor að beiðni ráðherra samskonar viðbragð fyrir þetta sumar. Ráðherra hefur samkvæmt tilkynningu jafnframt ákveðið að framlengja núverandi fyrirkomulag bráðaviðbragðs í Öræfum til loka þessa árs. Sameiginlegt mat Þar kemur fram að Alma Möller, heilbrigðisráðherra, byggi þessa ákvörðun á sameiginlegu mati forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) og sveitarstjórnar Hornafjarðar um nauðsyn þess. Þótt fjöldi ferðamanna sé mestur yfir sumarmánuðina reynist mesta álagið vegna alvarlegra útkalla á svæðinu vera á tímabilinu desember til mars „Ég tel einboðið að ráðast í þetta verkefni til að auka öryggi íbúa og þeirra sem leið eiga um þetta strjálbýla en fjölfarna svæði. Ég mun einnig ræða við innviðaráðuneytið um hvernig auka megi umferðaröryggi á svæðinu og að skoðaðir verði möguleikar þess að byggja upp viðurkenndan sjúkraflugvöll á svæðinu,“ segir Alma D. Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningunni. Þar segir einnig að markmiðið með þessu sé að tryggja skjót viðbrögð, svo sem ef meta þarf áverka eftir slys, bregðast við bráðaveikindum, veita fyrstu hjálp og undirbúa flutning á sjúkrastofnun ef þarf. Þetta hafi verið talið nauðsynlegt vegna öryggis íbúa og ferðamanna á svæðinu þar sem sækja þarf heilbrigðisþjónustu um langan veg. 200 kílómetrar á milli heilsugæsla Næstu heilsugæslur eru á Kirkjubæjarklaustri í vestri og Höfn í austri en þar á milli eru um 200 kílómetrar. Það er því, samkvæmt tilkynningunni, samdóma mat heilbrigðisráðuneytisins og HSU að þörf sé á að styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð á þessu dreifbýla svæði. „Horft verður til leiða sem styrkja samþætt og staðbundið bráða- og heilsugæsluviðbragð árið um kring sem nýtist íbúum í Öræfum og öðrum sem leið eiga um svæðið. Verkefni starfshóps sem heilbrigðisráðherra mun skipa með aðkomu þjónustuveitenda og helstu hagaðila verður að gera tillögur til ráðherra um fyrirkomulag þjónustunnar,“ segir að lokum.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Heilbrigðismál Ferðaþjónusta Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira