Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2025 16:06 Alma Möller heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Heilbrigðisráðherra mun styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð í Öræfum árið um kring. Starfshópur verður skipaður um verkefnið til að móta fyrirkomulag þess og á hann að skila tillögum til ráðherra í lok október. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Síðastliðin tvö sumur hefur verið haldið úti bráðaviðbragði í Öræfasveit sem felst í stöðugri viðveru sjúkrabíls og reynds sjúkraflutningamanns sem sinnir bráðaþjónustu í samstarfi við björgunarsveitina Kára. Heilbrigðisstofnun Suðurlands skipulagði í vor að beiðni ráðherra samskonar viðbragð fyrir þetta sumar. Ráðherra hefur samkvæmt tilkynningu jafnframt ákveðið að framlengja núverandi fyrirkomulag bráðaviðbragðs í Öræfum til loka þessa árs. Sameiginlegt mat Þar kemur fram að Alma Möller, heilbrigðisráðherra, byggi þessa ákvörðun á sameiginlegu mati forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) og sveitarstjórnar Hornafjarðar um nauðsyn þess. Þótt fjöldi ferðamanna sé mestur yfir sumarmánuðina reynist mesta álagið vegna alvarlegra útkalla á svæðinu vera á tímabilinu desember til mars „Ég tel einboðið að ráðast í þetta verkefni til að auka öryggi íbúa og þeirra sem leið eiga um þetta strjálbýla en fjölfarna svæði. Ég mun einnig ræða við innviðaráðuneytið um hvernig auka megi umferðaröryggi á svæðinu og að skoðaðir verði möguleikar þess að byggja upp viðurkenndan sjúkraflugvöll á svæðinu,“ segir Alma D. Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningunni. Þar segir einnig að markmiðið með þessu sé að tryggja skjót viðbrögð, svo sem ef meta þarf áverka eftir slys, bregðast við bráðaveikindum, veita fyrstu hjálp og undirbúa flutning á sjúkrastofnun ef þarf. Þetta hafi verið talið nauðsynlegt vegna öryggis íbúa og ferðamanna á svæðinu þar sem sækja þarf heilbrigðisþjónustu um langan veg. 200 kílómetrar á milli heilsugæsla Næstu heilsugæslur eru á Kirkjubæjarklaustri í vestri og Höfn í austri en þar á milli eru um 200 kílómetrar. Það er því, samkvæmt tilkynningunni, samdóma mat heilbrigðisráðuneytisins og HSU að þörf sé á að styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð á þessu dreifbýla svæði. „Horft verður til leiða sem styrkja samþætt og staðbundið bráða- og heilsugæsluviðbragð árið um kring sem nýtist íbúum í Öræfum og öðrum sem leið eiga um svæðið. Verkefni starfshóps sem heilbrigðisráðherra mun skipa með aðkomu þjónustuveitenda og helstu hagaðila verður að gera tillögur til ráðherra um fyrirkomulag þjónustunnar,“ segir að lokum. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Heilbrigðismál Ferðaþjónusta Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Síðastliðin tvö sumur hefur verið haldið úti bráðaviðbragði í Öræfasveit sem felst í stöðugri viðveru sjúkrabíls og reynds sjúkraflutningamanns sem sinnir bráðaþjónustu í samstarfi við björgunarsveitina Kára. Heilbrigðisstofnun Suðurlands skipulagði í vor að beiðni ráðherra samskonar viðbragð fyrir þetta sumar. Ráðherra hefur samkvæmt tilkynningu jafnframt ákveðið að framlengja núverandi fyrirkomulag bráðaviðbragðs í Öræfum til loka þessa árs. Sameiginlegt mat Þar kemur fram að Alma Möller, heilbrigðisráðherra, byggi þessa ákvörðun á sameiginlegu mati forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) og sveitarstjórnar Hornafjarðar um nauðsyn þess. Þótt fjöldi ferðamanna sé mestur yfir sumarmánuðina reynist mesta álagið vegna alvarlegra útkalla á svæðinu vera á tímabilinu desember til mars „Ég tel einboðið að ráðast í þetta verkefni til að auka öryggi íbúa og þeirra sem leið eiga um þetta strjálbýla en fjölfarna svæði. Ég mun einnig ræða við innviðaráðuneytið um hvernig auka megi umferðaröryggi á svæðinu og að skoðaðir verði möguleikar þess að byggja upp viðurkenndan sjúkraflugvöll á svæðinu,“ segir Alma D. Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningunni. Þar segir einnig að markmiðið með þessu sé að tryggja skjót viðbrögð, svo sem ef meta þarf áverka eftir slys, bregðast við bráðaveikindum, veita fyrstu hjálp og undirbúa flutning á sjúkrastofnun ef þarf. Þetta hafi verið talið nauðsynlegt vegna öryggis íbúa og ferðamanna á svæðinu þar sem sækja þarf heilbrigðisþjónustu um langan veg. 200 kílómetrar á milli heilsugæsla Næstu heilsugæslur eru á Kirkjubæjarklaustri í vestri og Höfn í austri en þar á milli eru um 200 kílómetrar. Það er því, samkvæmt tilkynningunni, samdóma mat heilbrigðisráðuneytisins og HSU að þörf sé á að styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð á þessu dreifbýla svæði. „Horft verður til leiða sem styrkja samþætt og staðbundið bráða- og heilsugæsluviðbragð árið um kring sem nýtist íbúum í Öræfum og öðrum sem leið eiga um svæðið. Verkefni starfshóps sem heilbrigðisráðherra mun skipa með aðkomu þjónustuveitenda og helstu hagaðila verður að gera tillögur til ráðherra um fyrirkomulag þjónustunnar,“ segir að lokum.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Heilbrigðismál Ferðaþjónusta Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira