Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júlí 2025 06:50 Musk gaf 300 milljónir dollara í kosningasjóði Repúblikana í fyrra. Nú kann svo að fara að auðjöfurinn muni beita fjármunum sínum gegn flokknum í næstu kosningum. Getty Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. Trump hefur gert þinginu að samþykkja frumvarpið fyrir 4. júlí, þegar Bandaríkin fagna sjálfstæði sínu, en óvissa er uppi um hvort nægur fjöldi þingmanna Repúblikanaflokksins muni styðja það yfir höfuð. Atkvæðagreiðslur hafa staðið yfir vegna fjölda viðaukatillaga sem lagðar hafa verið fram í tengslum við málið. Áhyggjur eru þegar uppi um að frumvarpið hafi breyst svo mikið í meðförum öldungadeildarinnar að það muni ekki ná í gegn þegar það fer aftur til neðri deildarinnar. The Senate version of the One Big Beautiful bill contains significant changes to Medicaid that would be devastating to North Carolina, and I cannot support it. The Senate should go back to the House’s commonsense approach to Medicaid reform to enact work requirements while… pic.twitter.com/eFIc31R0sQ— Senator Thom Tillis (@SenThomTillis) June 28, 2025 Fulltrúadeildin samþykkti sína eigin útgáfu af frumvarpinu með aðeins eins atkvæðis meirihluta. Tveir öldungadeildaþingmenn Repúblikanaflokksins, Thom Tillis og Rand Paul, hafa þegar tilkynnt að þeir muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu og aðeins tvo til viðbótar þarf til að koma í veg fyrir samþykkt þess. Nokkrir þingmenn hafa lýst því yfir að frumvarpið gangi ekki nógu langt í því að skera niður stuðning ríkisins við ýmis úrræði á borð við Medicaid og þá vill þingmaðurinn Susan Collins frá Maine að auknar álögur verði settar á efnuðustu einstaklinga landsins. VOX POPULIVOX DEI80% voted for a new party https://t.co/JkeOlG7Kl4— Elon Musk (@elonmusk) July 1, 2025 Elon Musk, efnaðasti maður heims, hefur einnig blandað sér í umræðuna á ný eftir nokkuð hlé og heitir því nú að stofna nýjan stjórnmálaflokk ef frumvarpið verður samþykkt. Hann hefur verið harðlega gagnrýnin á hið „stóra og fallega“ frumvarp, þar sem það mun auka skuldir ríkisins þrátt fyrir niðurskurð á ýmsum sviðum. Musk sagðist einnig í gær myndu beita öllu sínu valdi til að tryggja að þeir þingmenn Repúblikanaflokksins sem samþykktu frumvarpið myndu tapa sætunum sínum í næstu kosningum. Ef Musk stendur við stóru orðin má segja að eitt stærsta vopn Repúblikanaflokksins í kosningunum í fyrra verði notað gegn flokknum á næstu árum. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Trump hefur gert þinginu að samþykkja frumvarpið fyrir 4. júlí, þegar Bandaríkin fagna sjálfstæði sínu, en óvissa er uppi um hvort nægur fjöldi þingmanna Repúblikanaflokksins muni styðja það yfir höfuð. Atkvæðagreiðslur hafa staðið yfir vegna fjölda viðaukatillaga sem lagðar hafa verið fram í tengslum við málið. Áhyggjur eru þegar uppi um að frumvarpið hafi breyst svo mikið í meðförum öldungadeildarinnar að það muni ekki ná í gegn þegar það fer aftur til neðri deildarinnar. The Senate version of the One Big Beautiful bill contains significant changes to Medicaid that would be devastating to North Carolina, and I cannot support it. The Senate should go back to the House’s commonsense approach to Medicaid reform to enact work requirements while… pic.twitter.com/eFIc31R0sQ— Senator Thom Tillis (@SenThomTillis) June 28, 2025 Fulltrúadeildin samþykkti sína eigin útgáfu af frumvarpinu með aðeins eins atkvæðis meirihluta. Tveir öldungadeildaþingmenn Repúblikanaflokksins, Thom Tillis og Rand Paul, hafa þegar tilkynnt að þeir muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu og aðeins tvo til viðbótar þarf til að koma í veg fyrir samþykkt þess. Nokkrir þingmenn hafa lýst því yfir að frumvarpið gangi ekki nógu langt í því að skera niður stuðning ríkisins við ýmis úrræði á borð við Medicaid og þá vill þingmaðurinn Susan Collins frá Maine að auknar álögur verði settar á efnuðustu einstaklinga landsins. VOX POPULIVOX DEI80% voted for a new party https://t.co/JkeOlG7Kl4— Elon Musk (@elonmusk) July 1, 2025 Elon Musk, efnaðasti maður heims, hefur einnig blandað sér í umræðuna á ný eftir nokkuð hlé og heitir því nú að stofna nýjan stjórnmálaflokk ef frumvarpið verður samþykkt. Hann hefur verið harðlega gagnrýnin á hið „stóra og fallega“ frumvarp, þar sem það mun auka skuldir ríkisins þrátt fyrir niðurskurð á ýmsum sviðum. Musk sagðist einnig í gær myndu beita öllu sínu valdi til að tryggja að þeir þingmenn Repúblikanaflokksins sem samþykktu frumvarpið myndu tapa sætunum sínum í næstu kosningum. Ef Musk stendur við stóru orðin má segja að eitt stærsta vopn Repúblikanaflokksins í kosningunum í fyrra verði notað gegn flokknum á næstu árum.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira