Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Árni Sæberg skrifar 30. júní 2025 13:32 Ingunn Björnsdóttir varð fyrir fólskulegri árás á skrifstofu sinni í Óslóarháskóla. Vísir/Steingrímur Dúi Norski nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Óslóarháskóla, nítján sinnum í fólskulegri árás á skrifstofu hennar hefur ákveðið að áfrýja 7,5 ára fangelsisdómi sem hann hefur hlotið fyrir árásina. Hann áfrýjar dóminum aðallega hvað varðar réttarúrræði sem að óbreyttu mun heimila yfirvöldum að halda honum á bak við lás og slá eftir að hann afplánar dóminn. Nemandinn var upphaflega dæmdur í 7,5 ára fangelsi í september í fyrra og hlaut einnig svokallaðan „forvaringsdom“ eða „öryggisvistun“ sem er sérstök tegund refsivistar þar sem dómþoli er settur í fangelsi án fyrirframákveðins lokadags. Tilgreindur árafjöldi gildir einungis svari viðkomandi meðferð og iðrist. Þeir sem hljóta slíkan dóm eru ekki látnir lausir nema að undangengnu mati á hættunni sem stafar af þeim og geta því setið í lífstíðarfangelsi. Hann áfrýjaði þeim dómi og aðalmeðferð fór fram í lögmannsréttinum í Borgarþingi í Ósló í lok maí. Fyrir lögmannsréttinum sagði stúdentinn, sem ekki hefur verið nafngreindur, að stunguárásin hafi verið „eina undankomuleiðin.“ Hann hafði lengi haft óbeit á Ingunni. Kennslan og viðmót hennar eftir að hann hafði skrópað í próf og endurtökupróf í fagi sem Ingunn kenndi fóru fyrir brjóstið á honum. „Ég var hræddur um að Ingunn yrði þarna í margar annir í viðbót. Það fór ekki gott orð af henni, líka meðal samnemenda sem ég spjallaði við, og mér fannst ég ekki geta leyft þessu að halda áfram,“ sagði hann. Í byrjun júní var dómur lægra dómstigs staðfestur. Norski miðillinn Khrono hefur eftir Petar Sekulic, verjanda nemandans, að nemandinn hefði ákveðið að áfrýja dómi lögmannsréttarins til Hæstaréttar Noregs. Það er að segja þeim hluta dómsins sem snýr að öryggisvistuninni. Sama fyrirkomulag er í Noregi og hér á landi hvað áfrýjanir til hæstaréttar varðar. Því er ekki öruggt að nemandinn fái áheyrn réttarins, sem tekur ákvörðun um það hvort áfrýjunarleyfi verði veitt. Því má bæta við að Petar Sekulic, verjandi nemandans, er annar af tveimur verjendum Marius Borg Høiby, sonar Mette-Marit krónprinsessu Noregs, sem sakaður er um nauðganir, ofbeldi og líkamsárásir auk fleiri brota. Noregur Íslendingar erlendis Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47 Nemandinn sem stakk Ingunni áfrýjar dómi Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. 26. september 2024 18:37 Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Ingunn Björnsdóttir, dósent við Óslóarháskóla og brotaþoli fólskulegrar hnífstunguárás í sama skóla, segir íslenskt réttarkerfi ráðþrota þegar kemur að alvarlegum ofbeldismálum. Sá sem stakk hana sætir svokölluðu „forvaring“, refsiúrræði í Noregi sem heimilar yfirvöldum að halda afbrotamönnum í vistun eftir afplánun fangelsisdóms. Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sætir sama úrræði. 9. nóvember 2024 11:19 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Nemandinn var upphaflega dæmdur í 7,5 ára fangelsi í september í fyrra og hlaut einnig svokallaðan „forvaringsdom“ eða „öryggisvistun“ sem er sérstök tegund refsivistar þar sem dómþoli er settur í fangelsi án fyrirframákveðins lokadags. Tilgreindur árafjöldi gildir einungis svari viðkomandi meðferð og iðrist. Þeir sem hljóta slíkan dóm eru ekki látnir lausir nema að undangengnu mati á hættunni sem stafar af þeim og geta því setið í lífstíðarfangelsi. Hann áfrýjaði þeim dómi og aðalmeðferð fór fram í lögmannsréttinum í Borgarþingi í Ósló í lok maí. Fyrir lögmannsréttinum sagði stúdentinn, sem ekki hefur verið nafngreindur, að stunguárásin hafi verið „eina undankomuleiðin.“ Hann hafði lengi haft óbeit á Ingunni. Kennslan og viðmót hennar eftir að hann hafði skrópað í próf og endurtökupróf í fagi sem Ingunn kenndi fóru fyrir brjóstið á honum. „Ég var hræddur um að Ingunn yrði þarna í margar annir í viðbót. Það fór ekki gott orð af henni, líka meðal samnemenda sem ég spjallaði við, og mér fannst ég ekki geta leyft þessu að halda áfram,“ sagði hann. Í byrjun júní var dómur lægra dómstigs staðfestur. Norski miðillinn Khrono hefur eftir Petar Sekulic, verjanda nemandans, að nemandinn hefði ákveðið að áfrýja dómi lögmannsréttarins til Hæstaréttar Noregs. Það er að segja þeim hluta dómsins sem snýr að öryggisvistuninni. Sama fyrirkomulag er í Noregi og hér á landi hvað áfrýjanir til hæstaréttar varðar. Því er ekki öruggt að nemandinn fái áheyrn réttarins, sem tekur ákvörðun um það hvort áfrýjunarleyfi verði veitt. Því má bæta við að Petar Sekulic, verjandi nemandans, er annar af tveimur verjendum Marius Borg Høiby, sonar Mette-Marit krónprinsessu Noregs, sem sakaður er um nauðganir, ofbeldi og líkamsárásir auk fleiri brota.
Noregur Íslendingar erlendis Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47 Nemandinn sem stakk Ingunni áfrýjar dómi Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. 26. september 2024 18:37 Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Ingunn Björnsdóttir, dósent við Óslóarháskóla og brotaþoli fólskulegrar hnífstunguárás í sama skóla, segir íslenskt réttarkerfi ráðþrota þegar kemur að alvarlegum ofbeldismálum. Sá sem stakk hana sætir svokölluðu „forvaring“, refsiúrræði í Noregi sem heimilar yfirvöldum að halda afbrotamönnum í vistun eftir afplánun fangelsisdóms. Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sætir sama úrræði. 9. nóvember 2024 11:19 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47
Nemandinn sem stakk Ingunni áfrýjar dómi Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. 26. september 2024 18:37
Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Ingunn Björnsdóttir, dósent við Óslóarháskóla og brotaþoli fólskulegrar hnífstunguárás í sama skóla, segir íslenskt réttarkerfi ráðþrota þegar kemur að alvarlegum ofbeldismálum. Sá sem stakk hana sætir svokölluðu „forvaring“, refsiúrræði í Noregi sem heimilar yfirvöldum að halda afbrotamönnum í vistun eftir afplánun fangelsisdóms. Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sætir sama úrræði. 9. nóvember 2024 11:19