Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2025 11:29 Dómsmálaráðherra óskaði svara eftir að í ljós kom að fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara hefðu viðkvæm gögn undir höndum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að fyrrverandi starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafi afritað gögn er vörðuðu símhleranir á tímabilinu 2009 til fyrri hluta árs 2012. Hann segir að á þeim tíma hafi fáum málum sem embættið hafði með höndum verið endanlega lokið og gögnunum þess vegna ekki verið eytt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum Ólafs Þórs við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins en fjölmiðlar greindu frá því á vormánuðum að Jón Óttar Ólafsson lögreglumaður og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, báðir fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara, hefðu haft á brott með sér gögn þegar þeir hættu. Þeir stofnuðu í kjölfarið njósnafyrirtækið PPP sf. sem er meðal annars sagt hafa stundað njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson, í tengslum við mál fyrrverandi hlutahafa Landsbankans gegn auðmanninum. Meintur stuldur Jóns Óttars og Guðmundar Hauks á gögnunum var kærður árið 2012 en málið fellt niður af ríkissaksóknara. Í svörum Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins rekur hann meðal annars stofnun embættis sérstaks saksóknara, sem var komið á laggirnar í kjölfar bankahrunsins 2008 og lagt niður 2015. Þá er fjallað um tölvukerfi embættisins, verklag við símhleranir og varðveislu gagna. Almennt var verklagið þannig að sérstakur saksóknari lagði símhlerunarkröfu fyrir héraðsdóm og að henni samþykktri var viðkomandi símanúmer tengt í hlerun af tölvu- og rafeindadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Allar upptökurnar fóru inn á hlustunardrif sem aðeins fáir höfðu aðgang að. Hlustað var á upptökurnar eftir á og skráð hver hlustaði, hvort umrætt símtal hafði þýðingu fyrir rannsókn mála og hvort að varðveita ætti það eða eyða. Öllum símtölum milli viðkomandi og verjenda bar að eyða strax en aðrar upptökur voru geymdar, fyrst samkvæmt íslenskum lögum og síðar samkvæmt dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2009, í málinu Natunen gegn Finnlandi, að yfirvöldum bæri að geyma allar símtalaupptökur þar til umræddum málum væri lokið á öllum dómstigum. Í svörum sínum ítrekar Ólafur Þór að aðgangur að hlustunardrifinu hafi verið afmarkaður við rannsakendur sem unnu að rannsókn viðkomandi máls. Aðgengi hafi verið stjórnað með aðgangsstýringu og frá áramótunum 2011 til 2012 hafi verið hægt að rekja rafræn spor starfsmanna. Þá var settur upp læsingarhugbúnaður sem virkjaðist þegar gögn voru afrituð á minniskubba. Hér má finna svör héraðssaksóknara við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins. Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum Ólafs Þórs við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins en fjölmiðlar greindu frá því á vormánuðum að Jón Óttar Ólafsson lögreglumaður og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, báðir fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara, hefðu haft á brott með sér gögn þegar þeir hættu. Þeir stofnuðu í kjölfarið njósnafyrirtækið PPP sf. sem er meðal annars sagt hafa stundað njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson, í tengslum við mál fyrrverandi hlutahafa Landsbankans gegn auðmanninum. Meintur stuldur Jóns Óttars og Guðmundar Hauks á gögnunum var kærður árið 2012 en málið fellt niður af ríkissaksóknara. Í svörum Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins rekur hann meðal annars stofnun embættis sérstaks saksóknara, sem var komið á laggirnar í kjölfar bankahrunsins 2008 og lagt niður 2015. Þá er fjallað um tölvukerfi embættisins, verklag við símhleranir og varðveislu gagna. Almennt var verklagið þannig að sérstakur saksóknari lagði símhlerunarkröfu fyrir héraðsdóm og að henni samþykktri var viðkomandi símanúmer tengt í hlerun af tölvu- og rafeindadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Allar upptökurnar fóru inn á hlustunardrif sem aðeins fáir höfðu aðgang að. Hlustað var á upptökurnar eftir á og skráð hver hlustaði, hvort umrætt símtal hafði þýðingu fyrir rannsókn mála og hvort að varðveita ætti það eða eyða. Öllum símtölum milli viðkomandi og verjenda bar að eyða strax en aðrar upptökur voru geymdar, fyrst samkvæmt íslenskum lögum og síðar samkvæmt dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2009, í málinu Natunen gegn Finnlandi, að yfirvöldum bæri að geyma allar símtalaupptökur þar til umræddum málum væri lokið á öllum dómstigum. Í svörum sínum ítrekar Ólafur Þór að aðgangur að hlustunardrifinu hafi verið afmarkaður við rannsakendur sem unnu að rannsókn viðkomandi máls. Aðgengi hafi verið stjórnað með aðgangsstýringu og frá áramótunum 2011 til 2012 hafi verið hægt að rekja rafræn spor starfsmanna. Þá var settur upp læsingarhugbúnaður sem virkjaðist þegar gögn voru afrituð á minniskubba. Hér má finna svör héraðssaksóknara við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins.
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent