Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júní 2025 20:32 Alma Möller heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að tryggja eftirlit með Sjúkratryggingum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðun gerir fjölmargar og alvarlegar athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna í nýrri stjórnsýsluútttekt þar sem segir að samningarnir geti falið í sér hvata til að veita þjónustu óháð raunverulegri þörf. Skrifað var undir samningana fyrir tveimur árum en Ríkisendurskoðun segir að engar kostnaðar- og þarfagreiningar hafi verið gerðar og ekki er nægjanlegt eftirlit með innheimtu. Heilbrigðisráðherra segir að frá því lög hafi verið sett um sjúkratryggingar árið 2007 hafi stofnuninni aldrei verið gert kleift að sinna hlutverki sínu sem skyldi. „Það skortir afl er varðar þarfa- og kostnaðargreiningar, er varðar samningagerð og eftirlit. Þannig það er mjög mikilvægt að bæta úr. Þessir samningar sem hafa verið gerðir, við sérgreinalækna, kemur til greina að endurskoða þá? Það er auðvitað samstarfsnefnd þar sem hefur ýmis tækifæri, auðvitað þarf að nýta það en fyrst og síðast þarf að horfa til þeirra samninga sem á eftir koma.“ Þegar hafi verið veittar sextíu milljónir í að styrkja stofnunina, meira þurfi þó til, efla þurfi tækjakost og endurskoða lög um sjúkratryggingar og heimildir stofnunarinnar til að afla gagna.„Síðan þurfum við að skoða hvernig ráðuneytið getur haft betra eftirlit með stofnuninni og svona ýmsa aðra þætti sem ég mun fá utanaðkomandi ráðgjafa til að ráða mér heilt um.“ Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild. 25. júní 2025 23:01 Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu Ríkisendurkoðunar þar sem samningur Sjúkratrygginga við sérgreinalækna sem gerður var á dögunum er gagnrýndur. 25. júní 2025 11:41 Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar fagna ábendingum Ríkisendurskoðunar og segjast í meginatriðum vera sammála áherslum og ábendingum sem fram koma í nýrri stjórnsýsluúttekt þar sem gerðar eru athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og fleira. 25. júní 2025 11:33 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
Ríkisendurskoðun gerir fjölmargar og alvarlegar athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna í nýrri stjórnsýsluútttekt þar sem segir að samningarnir geti falið í sér hvata til að veita þjónustu óháð raunverulegri þörf. Skrifað var undir samningana fyrir tveimur árum en Ríkisendurskoðun segir að engar kostnaðar- og þarfagreiningar hafi verið gerðar og ekki er nægjanlegt eftirlit með innheimtu. Heilbrigðisráðherra segir að frá því lög hafi verið sett um sjúkratryggingar árið 2007 hafi stofnuninni aldrei verið gert kleift að sinna hlutverki sínu sem skyldi. „Það skortir afl er varðar þarfa- og kostnaðargreiningar, er varðar samningagerð og eftirlit. Þannig það er mjög mikilvægt að bæta úr. Þessir samningar sem hafa verið gerðir, við sérgreinalækna, kemur til greina að endurskoða þá? Það er auðvitað samstarfsnefnd þar sem hefur ýmis tækifæri, auðvitað þarf að nýta það en fyrst og síðast þarf að horfa til þeirra samninga sem á eftir koma.“ Þegar hafi verið veittar sextíu milljónir í að styrkja stofnunina, meira þurfi þó til, efla þurfi tækjakost og endurskoða lög um sjúkratryggingar og heimildir stofnunarinnar til að afla gagna.„Síðan þurfum við að skoða hvernig ráðuneytið getur haft betra eftirlit með stofnuninni og svona ýmsa aðra þætti sem ég mun fá utanaðkomandi ráðgjafa til að ráða mér heilt um.“
Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild. 25. júní 2025 23:01 Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu Ríkisendurkoðunar þar sem samningur Sjúkratrygginga við sérgreinalækna sem gerður var á dögunum er gagnrýndur. 25. júní 2025 11:41 Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar fagna ábendingum Ríkisendurskoðunar og segjast í meginatriðum vera sammála áherslum og ábendingum sem fram koma í nýrri stjórnsýsluúttekt þar sem gerðar eru athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og fleira. 25. júní 2025 11:33 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild. 25. júní 2025 23:01
Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu Ríkisendurkoðunar þar sem samningur Sjúkratrygginga við sérgreinalækna sem gerður var á dögunum er gagnrýndur. 25. júní 2025 11:41
Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar fagna ábendingum Ríkisendurskoðunar og segjast í meginatriðum vera sammála áherslum og ábendingum sem fram koma í nýrri stjórnsýsluúttekt þar sem gerðar eru athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og fleira. 25. júní 2025 11:33