Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júní 2025 20:32 Alma Möller heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að tryggja eftirlit með Sjúkratryggingum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðun gerir fjölmargar og alvarlegar athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna í nýrri stjórnsýsluútttekt þar sem segir að samningarnir geti falið í sér hvata til að veita þjónustu óháð raunverulegri þörf. Skrifað var undir samningana fyrir tveimur árum en Ríkisendurskoðun segir að engar kostnaðar- og þarfagreiningar hafi verið gerðar og ekki er nægjanlegt eftirlit með innheimtu. Heilbrigðisráðherra segir að frá því lög hafi verið sett um sjúkratryggingar árið 2007 hafi stofnuninni aldrei verið gert kleift að sinna hlutverki sínu sem skyldi. „Það skortir afl er varðar þarfa- og kostnaðargreiningar, er varðar samningagerð og eftirlit. Þannig það er mjög mikilvægt að bæta úr. Þessir samningar sem hafa verið gerðir, við sérgreinalækna, kemur til greina að endurskoða þá? Það er auðvitað samstarfsnefnd þar sem hefur ýmis tækifæri, auðvitað þarf að nýta það en fyrst og síðast þarf að horfa til þeirra samninga sem á eftir koma.“ Þegar hafi verið veittar sextíu milljónir í að styrkja stofnunina, meira þurfi þó til, efla þurfi tækjakost og endurskoða lög um sjúkratryggingar og heimildir stofnunarinnar til að afla gagna.„Síðan þurfum við að skoða hvernig ráðuneytið getur haft betra eftirlit með stofnuninni og svona ýmsa aðra þætti sem ég mun fá utanaðkomandi ráðgjafa til að ráða mér heilt um.“ Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild. 25. júní 2025 23:01 Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu Ríkisendurkoðunar þar sem samningur Sjúkratrygginga við sérgreinalækna sem gerður var á dögunum er gagnrýndur. 25. júní 2025 11:41 Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar fagna ábendingum Ríkisendurskoðunar og segjast í meginatriðum vera sammála áherslum og ábendingum sem fram koma í nýrri stjórnsýsluúttekt þar sem gerðar eru athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og fleira. 25. júní 2025 11:33 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Ríkisendurskoðun gerir fjölmargar og alvarlegar athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna í nýrri stjórnsýsluútttekt þar sem segir að samningarnir geti falið í sér hvata til að veita þjónustu óháð raunverulegri þörf. Skrifað var undir samningana fyrir tveimur árum en Ríkisendurskoðun segir að engar kostnaðar- og þarfagreiningar hafi verið gerðar og ekki er nægjanlegt eftirlit með innheimtu. Heilbrigðisráðherra segir að frá því lög hafi verið sett um sjúkratryggingar árið 2007 hafi stofnuninni aldrei verið gert kleift að sinna hlutverki sínu sem skyldi. „Það skortir afl er varðar þarfa- og kostnaðargreiningar, er varðar samningagerð og eftirlit. Þannig það er mjög mikilvægt að bæta úr. Þessir samningar sem hafa verið gerðir, við sérgreinalækna, kemur til greina að endurskoða þá? Það er auðvitað samstarfsnefnd þar sem hefur ýmis tækifæri, auðvitað þarf að nýta það en fyrst og síðast þarf að horfa til þeirra samninga sem á eftir koma.“ Þegar hafi verið veittar sextíu milljónir í að styrkja stofnunina, meira þurfi þó til, efla þurfi tækjakost og endurskoða lög um sjúkratryggingar og heimildir stofnunarinnar til að afla gagna.„Síðan þurfum við að skoða hvernig ráðuneytið getur haft betra eftirlit með stofnuninni og svona ýmsa aðra þætti sem ég mun fá utanaðkomandi ráðgjafa til að ráða mér heilt um.“
Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild. 25. júní 2025 23:01 Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu Ríkisendurkoðunar þar sem samningur Sjúkratrygginga við sérgreinalækna sem gerður var á dögunum er gagnrýndur. 25. júní 2025 11:41 Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar fagna ábendingum Ríkisendurskoðunar og segjast í meginatriðum vera sammála áherslum og ábendingum sem fram koma í nýrri stjórnsýsluúttekt þar sem gerðar eru athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og fleira. 25. júní 2025 11:33 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild. 25. júní 2025 23:01
Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu Ríkisendurkoðunar þar sem samningur Sjúkratrygginga við sérgreinalækna sem gerður var á dögunum er gagnrýndur. 25. júní 2025 11:41
Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar fagna ábendingum Ríkisendurskoðunar og segjast í meginatriðum vera sammála áherslum og ábendingum sem fram koma í nýrri stjórnsýsluúttekt þar sem gerðar eru athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og fleira. 25. júní 2025 11:33