Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar 28. júní 2025 15:01 Eitt af þingmálunum sem liggja fyrir Alþingi nú er breyting á raforkulögum þar sem innleiða á hátternisreglur í raforkuviðskiptum, sjá https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html. Tilgangur slíkra reglna er að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif aðila á markaði á verðmyndun raforku. Í því samhengi er áhugavert að beina sjónum að þeim verðmuni sem er á raforkuverði til stórnotenda og til almenns markaðar. Raforkumarkaður á Íslandi skiptist í tvennt, annars vegar í stórnotendur og hins vegar í almennan markað. Á þessum mörkuðum er bæði ólíkt verðlag og mismunandi viðskiptaumhverfi. Stórnotendur nota um 80% af allri raforku sem framleidd er á Íslandi, sem er um 16 TWst á ári. Samningar á þessum markaði eru tvíhliða og eru oftast langtímasamningar í erlendri mynt. Erlend fyrirtæki sækja hingað í samninga sem tryggir þeim raforku með ákveðnum fyrirsjáanleika á raforkuverði. Í einhverjum tilvikum er raforkuverð í samningum tengt verði á hrávörum eins og áli eða verði á raforkumörkuðum eins og Nord Pool. Oftast eru þessir samningar trúnaðarmál og raforkuverð ekki gefið upp. Almennur markaður, þ.e. heimili og önnur fyrirtæki en stórnotendur, notar um 4 TWst. Á þessum markaði hefur verið útbúinn viðskiptavettvangur með raforku frá árinu 2024, með tilkomu söluvettvanga Vonarskarðs og Elmu. Landsvirkjun, ON og HS-Orka framleiða stærsta hluta raforkunnar á þessum markaði. Síðan eru níu fyrirtæki sem selja raforkuna til almennings. Umræddar lagabreytingar tengjast viðskiptum á þessum markaði. Samningar á þessum markaði eru oftast innan ársins eða til nokkurra ára, t.d. áttu sér stað viðskipti á söluvettvangi Vonarskarðs nú í júní með raforku fyrir árið 2028. Verð á almennum markaði eru hærri en verð til stórnotenda. Þrátt fyrir það virðast vinnslufyrirtæki ekki endilega sjá hag sinn í því að sinna almennum markaði. Það hefur leitt til þess að rætt hefur verið um að breyta raforkulögum þannig að almenningi verði tryggð næg raforka á sanngjörnu verði. Í núverandi raforkulögum ber enginn ábyrgð á að tryggja nægjanlega raforku til að anna eftirspurn almenna markaðarins, það er að reisa nýjar virkjanir. EFLA hefur undanfarna áratugi safnað upplýsingum um raforkuverð og gefið þær út í skýrslu, „Raforkuverð á Íslandi“. Sú nýjasta kom út í byrjun maí, sjá https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi. Þar er birt verð raforku til stórnotenda og heildsöluverð til almenns markaðar frá árinu 1969 til 2024. Á mynd 1 má sjá hlutfallslegan verðmun á milli þessara markaða. Verðmunurinn var meiri á fyrstu árum stórnotenda, mestur var hlutfallslegi munurinn um 4,7 á árinu 1975. Það þýðir að verð í heildsölu til heimila og fyrirtækja var 4,7 sinnum hærra en verð til stórnotenda árið 1975. Það hefur dregið úr þessum verðmun á undanförnum áratugum og nú er hann um það bil 1,5, það er að heildsöluverð raforku á almennum markaði er 1,5 sinnum hærra en meðalraforkuverð til stórnotenda. Minnstur var verðmunurinn á árinu 2022, þegar meðalverð á þessum mörkuðum var nánast það sama. Það skýrist af háu raforkuverði í Evrópu sem hafði þau áhrif að meðalverð til stórnotenda hækkaði verulega. Aukin samkeppni um raforkuna, bæði frá stórnotendum og almennum markaði, og takmarkað framboð af raforku ætti að hafa þau áhrif að þessi verðmunur haldi áfram að dragast saman. Þá fer að skapast grundvöllur fyrir því að stórnotendamarkaður og almennur markaður sameinist að hluta, það er að stórnotendur kaupi hluta af sinni raforkuþörf á núverandi viðskiptavettvangi. Raforkumarkaðurinn hefur verið að breytast og mun halda áfram að þróast, bæði með breytingum á lagaumhverfi og vaxandi samþættingu markaða. Í því samhengi er mikilvægt að ákvarðanataka stjórnvalda byggist á traustum gögnum og greiningum sem endurspegla raunverulega stöðu markaðarins. Mynd 1. Hlutfall = Verð raforku til almenns markaðar / Verð raforku til stórnotenda. Hlutfall reiknast á meðalverð Landsvirkjunar á verðlagi ársins 2024 með flutningskostnaði. Hér er ekki tekið tillit til dreifikostnaðar. Heimild: Ársskýrslur Landsvirkjunar og EFLA. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur starfar hjá EFLU í teymi Orkumálaráðgjafar og endurnýjanlegrar orku. Tenglar: Skýrsla EFLU, Raforkuverð á Íslandi: https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (raforkuviðskipti): https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Eitt af þingmálunum sem liggja fyrir Alþingi nú er breyting á raforkulögum þar sem innleiða á hátternisreglur í raforkuviðskiptum, sjá https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html. Tilgangur slíkra reglna er að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif aðila á markaði á verðmyndun raforku. Í því samhengi er áhugavert að beina sjónum að þeim verðmuni sem er á raforkuverði til stórnotenda og til almenns markaðar. Raforkumarkaður á Íslandi skiptist í tvennt, annars vegar í stórnotendur og hins vegar í almennan markað. Á þessum mörkuðum er bæði ólíkt verðlag og mismunandi viðskiptaumhverfi. Stórnotendur nota um 80% af allri raforku sem framleidd er á Íslandi, sem er um 16 TWst á ári. Samningar á þessum markaði eru tvíhliða og eru oftast langtímasamningar í erlendri mynt. Erlend fyrirtæki sækja hingað í samninga sem tryggir þeim raforku með ákveðnum fyrirsjáanleika á raforkuverði. Í einhverjum tilvikum er raforkuverð í samningum tengt verði á hrávörum eins og áli eða verði á raforkumörkuðum eins og Nord Pool. Oftast eru þessir samningar trúnaðarmál og raforkuverð ekki gefið upp. Almennur markaður, þ.e. heimili og önnur fyrirtæki en stórnotendur, notar um 4 TWst. Á þessum markaði hefur verið útbúinn viðskiptavettvangur með raforku frá árinu 2024, með tilkomu söluvettvanga Vonarskarðs og Elmu. Landsvirkjun, ON og HS-Orka framleiða stærsta hluta raforkunnar á þessum markaði. Síðan eru níu fyrirtæki sem selja raforkuna til almennings. Umræddar lagabreytingar tengjast viðskiptum á þessum markaði. Samningar á þessum markaði eru oftast innan ársins eða til nokkurra ára, t.d. áttu sér stað viðskipti á söluvettvangi Vonarskarðs nú í júní með raforku fyrir árið 2028. Verð á almennum markaði eru hærri en verð til stórnotenda. Þrátt fyrir það virðast vinnslufyrirtæki ekki endilega sjá hag sinn í því að sinna almennum markaði. Það hefur leitt til þess að rætt hefur verið um að breyta raforkulögum þannig að almenningi verði tryggð næg raforka á sanngjörnu verði. Í núverandi raforkulögum ber enginn ábyrgð á að tryggja nægjanlega raforku til að anna eftirspurn almenna markaðarins, það er að reisa nýjar virkjanir. EFLA hefur undanfarna áratugi safnað upplýsingum um raforkuverð og gefið þær út í skýrslu, „Raforkuverð á Íslandi“. Sú nýjasta kom út í byrjun maí, sjá https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi. Þar er birt verð raforku til stórnotenda og heildsöluverð til almenns markaðar frá árinu 1969 til 2024. Á mynd 1 má sjá hlutfallslegan verðmun á milli þessara markaða. Verðmunurinn var meiri á fyrstu árum stórnotenda, mestur var hlutfallslegi munurinn um 4,7 á árinu 1975. Það þýðir að verð í heildsölu til heimila og fyrirtækja var 4,7 sinnum hærra en verð til stórnotenda árið 1975. Það hefur dregið úr þessum verðmun á undanförnum áratugum og nú er hann um það bil 1,5, það er að heildsöluverð raforku á almennum markaði er 1,5 sinnum hærra en meðalraforkuverð til stórnotenda. Minnstur var verðmunurinn á árinu 2022, þegar meðalverð á þessum mörkuðum var nánast það sama. Það skýrist af háu raforkuverði í Evrópu sem hafði þau áhrif að meðalverð til stórnotenda hækkaði verulega. Aukin samkeppni um raforkuna, bæði frá stórnotendum og almennum markaði, og takmarkað framboð af raforku ætti að hafa þau áhrif að þessi verðmunur haldi áfram að dragast saman. Þá fer að skapast grundvöllur fyrir því að stórnotendamarkaður og almennur markaður sameinist að hluta, það er að stórnotendur kaupi hluta af sinni raforkuþörf á núverandi viðskiptavettvangi. Raforkumarkaðurinn hefur verið að breytast og mun halda áfram að þróast, bæði með breytingum á lagaumhverfi og vaxandi samþættingu markaða. Í því samhengi er mikilvægt að ákvarðanataka stjórnvalda byggist á traustum gögnum og greiningum sem endurspegla raunverulega stöðu markaðarins. Mynd 1. Hlutfall = Verð raforku til almenns markaðar / Verð raforku til stórnotenda. Hlutfall reiknast á meðalverð Landsvirkjunar á verðlagi ársins 2024 með flutningskostnaði. Hér er ekki tekið tillit til dreifikostnaðar. Heimild: Ársskýrslur Landsvirkjunar og EFLA. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur starfar hjá EFLU í teymi Orkumálaráðgjafar og endurnýjanlegrar orku. Tenglar: Skýrsla EFLU, Raforkuverð á Íslandi: https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (raforkuviðskipti): https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun