Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar 28. júní 2025 08:31 Í nýlegri bókun meirihluta Reykjanesbæjar kemur þetta fram svart á hvítu: „Reykjanesbær sem sveitarfélag sem gætir að fjármunum skattgreiðenda sinna greiðir ekki dráttarvexti.“ Það má velta því fyrir sér á hvaða lagagrundvelli þessi yfirlýsing byggir. Ekki er vísað í neina lagaheimild eða undanþáguheimild. Þetta virðist einfaldlega lýsing á verklagi: við gerum þetta ekki – punktur. En má það? Samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu ber að greiða dráttarvexti þegar skuld er ekki greidd á gjalddaga og krafa hefur verið sett fram. Þessi skylda nær einnig til viðskipta milli fyrirtækja og opinberra aðila. Sveitarfélög eru ekki undanþegin. Það sem gerir þetta alvarlegra er að lítil fyrirtæki og sjálfstæðir verktakar sem vinna fyrir sveitarfélagið hafa ekki kost á sambærilegu “úrræði”. Þau geta ekki ákveðið einhliða að sleppa dráttavöxtum, seinka greiðslum eða víkja frá skyldum sínum gagnvart hinu opinbera. Ef fyrirtæki eða einyrki greiðir útsvar of seint, þá reiknast dagsektir og dráttarvextir sjálfkrafa – án miskunnar. Ef fyrirtæki skilar ekki virðisaukaskatti á réttum tíma, fylgja lagalegar afleiðingar. En þegar sveitarfélag greiðir of seint – þá „borgar það ekki vexti“. Það er erfitt að kalla slíkt annað en misræmi í leikreglum. Enn alvarlegra er þó að þeir sem verða fyrir þessu – t.d smærri verktakar, þjónustuaðilar og birgjar – treysta sér oft ekki til að mótmæla. Þeir lifa í þeirri óskráðu óvissu að það að krefjast vaxta, eða jafnvel einungis minna á eindaga, geti valdið því að þeir verði ekki teknir inn í næsta verkefni eða næstu verðkönnun. Þeir þegja – ekki vegna samkomulags, heldur af ótta við að missa tekjustoð sem þeir treysta á. Þetta bendir jafnframt til annars dýpri vanda: að lausafjárstýring sveitarfélagsins sé veik. Þegar reikningar dragast, þegar engar verklagsreglur tryggja jafnræði og þegar afsökunin er einfaldlega „þannig gerum við þetta“, þá er ekki um að ræða ábyrga fjármálastjórnun heldur kerfisbundinn ójöfnuð. Það á vissulega að vera metnaður sveitarfélagsins að greiða ekki dráttarvexti en sá metnaður á að birtast í skilvirku innkaupaferli, markvissri lausafjárstýringu og ábyrgri fjármálastjórn. Það er ekki metnaður að neita að greiða lögbundna vexti – heldur að forðast þá með því að greiða reikninga á réttum tíma. Ef opinberir aðilar hafa áður haft einhverja hefð um að sleppa vöxtum þá ætti sá tími að ljúka núna. Það sem á að gilda fyrir litla aðila, á líka að gilda fyrir stóra – og það á sérstaklega að gilda fyrir þá sem stjórna! Við stöndum því frammi fyrir eðlilegri spurningu sem sveitarfélagið verður að svara: Er sveitarfélag sem lýsir því yfir að það greiði ekki dráttarvexti að brjóta lög? Og ef það er ekki að brjóta lög – hvað getur sá sem á kröfu á sveitarfélagið treyst á í reynd? Höfundur er framkvæmdastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Rekstur hins opinbera Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri bókun meirihluta Reykjanesbæjar kemur þetta fram svart á hvítu: „Reykjanesbær sem sveitarfélag sem gætir að fjármunum skattgreiðenda sinna greiðir ekki dráttarvexti.“ Það má velta því fyrir sér á hvaða lagagrundvelli þessi yfirlýsing byggir. Ekki er vísað í neina lagaheimild eða undanþáguheimild. Þetta virðist einfaldlega lýsing á verklagi: við gerum þetta ekki – punktur. En má það? Samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu ber að greiða dráttarvexti þegar skuld er ekki greidd á gjalddaga og krafa hefur verið sett fram. Þessi skylda nær einnig til viðskipta milli fyrirtækja og opinberra aðila. Sveitarfélög eru ekki undanþegin. Það sem gerir þetta alvarlegra er að lítil fyrirtæki og sjálfstæðir verktakar sem vinna fyrir sveitarfélagið hafa ekki kost á sambærilegu “úrræði”. Þau geta ekki ákveðið einhliða að sleppa dráttavöxtum, seinka greiðslum eða víkja frá skyldum sínum gagnvart hinu opinbera. Ef fyrirtæki eða einyrki greiðir útsvar of seint, þá reiknast dagsektir og dráttarvextir sjálfkrafa – án miskunnar. Ef fyrirtæki skilar ekki virðisaukaskatti á réttum tíma, fylgja lagalegar afleiðingar. En þegar sveitarfélag greiðir of seint – þá „borgar það ekki vexti“. Það er erfitt að kalla slíkt annað en misræmi í leikreglum. Enn alvarlegra er þó að þeir sem verða fyrir þessu – t.d smærri verktakar, þjónustuaðilar og birgjar – treysta sér oft ekki til að mótmæla. Þeir lifa í þeirri óskráðu óvissu að það að krefjast vaxta, eða jafnvel einungis minna á eindaga, geti valdið því að þeir verði ekki teknir inn í næsta verkefni eða næstu verðkönnun. Þeir þegja – ekki vegna samkomulags, heldur af ótta við að missa tekjustoð sem þeir treysta á. Þetta bendir jafnframt til annars dýpri vanda: að lausafjárstýring sveitarfélagsins sé veik. Þegar reikningar dragast, þegar engar verklagsreglur tryggja jafnræði og þegar afsökunin er einfaldlega „þannig gerum við þetta“, þá er ekki um að ræða ábyrga fjármálastjórnun heldur kerfisbundinn ójöfnuð. Það á vissulega að vera metnaður sveitarfélagsins að greiða ekki dráttarvexti en sá metnaður á að birtast í skilvirku innkaupaferli, markvissri lausafjárstýringu og ábyrgri fjármálastjórn. Það er ekki metnaður að neita að greiða lögbundna vexti – heldur að forðast þá með því að greiða reikninga á réttum tíma. Ef opinberir aðilar hafa áður haft einhverja hefð um að sleppa vöxtum þá ætti sá tími að ljúka núna. Það sem á að gilda fyrir litla aðila, á líka að gilda fyrir stóra – og það á sérstaklega að gilda fyrir þá sem stjórna! Við stöndum því frammi fyrir eðlilegri spurningu sem sveitarfélagið verður að svara: Er sveitarfélag sem lýsir því yfir að það greiði ekki dráttarvexti að brjóta lög? Og ef það er ekki að brjóta lög – hvað getur sá sem á kröfu á sveitarfélagið treyst á í reynd? Höfundur er framkvæmdastjóri
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun