Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2025 23:15 Kristófer Ingi Kristinsson fagnar þriðja marki sínu í kvöld en hann fagnaði mörkum sínum hóflega enda að spila á móti uppeldisfélaginu sínu. Sýn Sport Kristófer Ingi Kristinsson átti án efa eftirminnilegustu innkomuna í Bestu deild karla í sumar í Garðabænum í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu þegar Breiðablik var 1-0 undir á móti Stjörnunni. Sautján mínútum síðar var Kristófer búinn að skora þrennu og tryggja Blikum gríðarlega mikilvægan sigur. Þetta gerði Kristófer í fjarveru fyrirliðans Höskuldar Gunnlaugssonar og aðalmarkaskorarans Tobias Thomsen sem voru báðir í banni. Þessi þrjú stig þýddu að Blikar eru búnir að ná toppliði Víkings að stigum. Þetta er samt ekki eina ótrúlega endurkoma Kristófers á þessu ári. Hann lenti illa í því eftir ökklaaðgerð í byrjun ársins. Ekki mátti miklu muna að knattspyrnuferill Kristófers Inga yrði að engu eftir að hann fékk blóðsýkingu í ökkla í kjölfar aðgerðar. Aron Guðmundsson ræddi í maí við Kristófer um aðgerðina og eftirmála hennar. „Það átti sér stað smá bakslag eftir aðgerðina, reyndar ekki tengt aðgerðinni sjálfri. Í janúar síðastliðnum lenti ég í því að fá blóðsýkingu, fékk í rauninni streptókokka sýkingu í gegnum ökklann. Lá inni á spítala í tæpa viku sökum þess og svo hófst endurhæfingar ferlið. Ég var í raun bara mjög heppinn með það hvernig það endaði,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það að fá blóðsýkingu er ekkert grín en Kristófer sagði að eftir áhyggja hefði það kannski reynst happ hans að vita ekki hvað slík sýking gæti haft í för með sér. „Ég var í raun sjálfur ekki meðvitaður um það hvað blóðsýking væri. Ég gæti í raun sagt að ég hafi verið heppinn að vera ekki alveg fullmeðvitaður um hversu alvarlegt það getur verið. Á meðan að ég stóð, sérstaklega á spítalanum, var ég mjög jákvæður gagnvart þessu og með það hugarfar að það gæti ekkert komið fyrir mann. Sem betur fer fyrir mig þá var raunin sú að ég fór tímanlega upp á spítala og sýklalyfin náðu að vinna vel úr þessu,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Besta deild karla Stjarnan Breiðablik Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu þegar Breiðablik var 1-0 undir á móti Stjörnunni. Sautján mínútum síðar var Kristófer búinn að skora þrennu og tryggja Blikum gríðarlega mikilvægan sigur. Þetta gerði Kristófer í fjarveru fyrirliðans Höskuldar Gunnlaugssonar og aðalmarkaskorarans Tobias Thomsen sem voru báðir í banni. Þessi þrjú stig þýddu að Blikar eru búnir að ná toppliði Víkings að stigum. Þetta er samt ekki eina ótrúlega endurkoma Kristófers á þessu ári. Hann lenti illa í því eftir ökklaaðgerð í byrjun ársins. Ekki mátti miklu muna að knattspyrnuferill Kristófers Inga yrði að engu eftir að hann fékk blóðsýkingu í ökkla í kjölfar aðgerðar. Aron Guðmundsson ræddi í maí við Kristófer um aðgerðina og eftirmála hennar. „Það átti sér stað smá bakslag eftir aðgerðina, reyndar ekki tengt aðgerðinni sjálfri. Í janúar síðastliðnum lenti ég í því að fá blóðsýkingu, fékk í rauninni streptókokka sýkingu í gegnum ökklann. Lá inni á spítala í tæpa viku sökum þess og svo hófst endurhæfingar ferlið. Ég var í raun bara mjög heppinn með það hvernig það endaði,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það að fá blóðsýkingu er ekkert grín en Kristófer sagði að eftir áhyggja hefði það kannski reynst happ hans að vita ekki hvað slík sýking gæti haft í för með sér. „Ég var í raun sjálfur ekki meðvitaður um það hvað blóðsýking væri. Ég gæti í raun sagt að ég hafi verið heppinn að vera ekki alveg fullmeðvitaður um hversu alvarlegt það getur verið. Á meðan að ég stóð, sérstaklega á spítalanum, var ég mjög jákvæður gagnvart þessu og með það hugarfar að það gæti ekkert komið fyrir mann. Sem betur fer fyrir mig þá var raunin sú að ég fór tímanlega upp á spítala og sýklalyfin náðu að vinna vel úr þessu,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Besta deild karla Stjarnan Breiðablik Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira