Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. júní 2025 12:19 Marius Borg Høiby er í klandri. EPA/VEGARD WIVESTAD GROTT Sonur norsku krónprinsessunnar er grunaður um nauðganir, ofbeldi og líkamsárásir auk fjölda annarra brota. Málið fer nú til ríkissaksóknara en konungsfjölskyldan hefur ekki viljað tjá sig um málið Marius Borg Høiby er sonur Mette-Marit, norsku krónprinsessunnar, úr fyrra sambandi og þar af leiðandi stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi. Á blaðamannafundi lögreglu í dag greindi lögfræðingur lögreglu frá öllum brotum Høiby sem hann er grunaður um. Høiby hefur áður verið sakaður um tvær nauðganir en nú er hann grunaður um mun fleiri brot. Rannsókn lögreglu er lokið en er málið nú á borði ríkissaksóknara. Hann er nú grunaður um eina nauðgun þar sem samfarir áttu sér stað og tvær nauðganir án samfara. Þá er hann talinn hafa fjórum sinnum hagað sér á óviðeigandi kynferðislegan hátt, beitt ofbeldi í nánu sambandi, framið tvær líkamsárásir og skemmdarverk. Høiby er einnig grunaður um að hafa brotið fimm sinnum gegn nálgunarbanni, fimm umferðarlagabrot og fyrir að hafa áreitt lögreglu. Samkvæmt umfjöllun NRK eru fórnarlömbin í málinu á milli fimmtán og tuttugu manns. Þeirra á meðal eru fyrrverandi kærustur Høiby. Málið er nú komið á borð ríkissaksóknara í Osló. Ríkissaksóknari tekur síðan ákvörðun hvort Høiby verði kærður í málunum. Hann hefur neitað sök í flestum málunum en játar að hafa framkvæmt eignaspjöll og beitt konu ofbeldi á meðan hann var undir áhrif áfengis og kókaíns. Hann hefur verið yfirheyrður fjórtán sinnum af lögreglu. „Hann tekur þessu mjög alvarlega og hefur unnið vel með lögreglunni,“ segir Petar Sekulic, einn lögmanna Høiby. Í ágúst var Høiby handtekinn þrisvar sinnum, fyrir ýmis konar brot, þar á meðal grunaður um nauðgun og ofbeldi gegn konu. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í nóvember vegna rannsóknar á ofbeldisbrotum sem hann á að hafa framið. Nokkur mál felld niður Ákveðið hefur verið að ákæra ekki í nokkrum málum, þar á meðal máli Julianne Snekkestad, fyrirsætu og fyrrverandi kærustu Høiby. Það sé vegna þess að ekki liggi fyrir næg sönnunargögn. Þá segir Helga Salomon, lögfræðingur fjögurra fórnarlambanna, að mál þriggja þeirra voru felld niður. Þar á meðal eru tvær nauðganir og óviðeigandi kynferðisleg hegðun. Eitt þeirra ætlar að áfrýja ákvörðuninni. Málin voru felld niður annars vegar vegna fyrningar og hins vegar vegna skorts á sönnunargögnum. Mikill fjöldi hefur verið yfirheyrður í tengslum við málið en enginn úr konungsfjölskyldunni. „Málið er í farvegi í dómskerfinu og fylgir venjulegum verklagsreglum. Við höfum engu við að bæta,“ segir í yfirlýsingu konungsfjölskyldunnar. Mál Mariusar Borg Høiby Noregur Kóngafólk Erlend sakamál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Marius Borg Høiby er sonur Mette-Marit, norsku krónprinsessunnar, úr fyrra sambandi og þar af leiðandi stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi. Á blaðamannafundi lögreglu í dag greindi lögfræðingur lögreglu frá öllum brotum Høiby sem hann er grunaður um. Høiby hefur áður verið sakaður um tvær nauðganir en nú er hann grunaður um mun fleiri brot. Rannsókn lögreglu er lokið en er málið nú á borði ríkissaksóknara. Hann er nú grunaður um eina nauðgun þar sem samfarir áttu sér stað og tvær nauðganir án samfara. Þá er hann talinn hafa fjórum sinnum hagað sér á óviðeigandi kynferðislegan hátt, beitt ofbeldi í nánu sambandi, framið tvær líkamsárásir og skemmdarverk. Høiby er einnig grunaður um að hafa brotið fimm sinnum gegn nálgunarbanni, fimm umferðarlagabrot og fyrir að hafa áreitt lögreglu. Samkvæmt umfjöllun NRK eru fórnarlömbin í málinu á milli fimmtán og tuttugu manns. Þeirra á meðal eru fyrrverandi kærustur Høiby. Málið er nú komið á borð ríkissaksóknara í Osló. Ríkissaksóknari tekur síðan ákvörðun hvort Høiby verði kærður í málunum. Hann hefur neitað sök í flestum málunum en játar að hafa framkvæmt eignaspjöll og beitt konu ofbeldi á meðan hann var undir áhrif áfengis og kókaíns. Hann hefur verið yfirheyrður fjórtán sinnum af lögreglu. „Hann tekur þessu mjög alvarlega og hefur unnið vel með lögreglunni,“ segir Petar Sekulic, einn lögmanna Høiby. Í ágúst var Høiby handtekinn þrisvar sinnum, fyrir ýmis konar brot, þar á meðal grunaður um nauðgun og ofbeldi gegn konu. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í nóvember vegna rannsóknar á ofbeldisbrotum sem hann á að hafa framið. Nokkur mál felld niður Ákveðið hefur verið að ákæra ekki í nokkrum málum, þar á meðal máli Julianne Snekkestad, fyrirsætu og fyrrverandi kærustu Høiby. Það sé vegna þess að ekki liggi fyrir næg sönnunargögn. Þá segir Helga Salomon, lögfræðingur fjögurra fórnarlambanna, að mál þriggja þeirra voru felld niður. Þar á meðal eru tvær nauðganir og óviðeigandi kynferðisleg hegðun. Eitt þeirra ætlar að áfrýja ákvörðuninni. Málin voru felld niður annars vegar vegna fyrningar og hins vegar vegna skorts á sönnunargögnum. Mikill fjöldi hefur verið yfirheyrður í tengslum við málið en enginn úr konungsfjölskyldunni. „Málið er í farvegi í dómskerfinu og fylgir venjulegum verklagsreglum. Við höfum engu við að bæta,“ segir í yfirlýsingu konungsfjölskyldunnar.
Mál Mariusar Borg Høiby Noregur Kóngafólk Erlend sakamál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira