Lægri gjöld, fleiri tækifæri Bragi Bjarnason skrifar 27. júní 2025 11:32 Sveitarfélagið Árborg er lifandi sveitarfélag í alfaraleið. Uppbygging hefur verið veruleg á undanförnum árum og bæði íbúða- og atvinnuuppbygging hefur sett sterkan svip á bæjarbraginn. Ný íbúðahverfi hafa risið hratt og íbúum fjölgað um 53 prósent frá 2016. Samhliða því hafa ný fyrirtæki hafið rekstur, önnur stækkað við sig og nýr miðbær risið á Selfossi. Allt hefur þetta gjörbreytt allri ásýnd bæjarins. Sveitarfélagið Árborg er þekkt sem þjónustusvæði og óumdeilt að Selfoss er þar í lykilhlutverki sem höfuðstaður verslunar og þjónustu. Ég vil þó með pistli þessum benda á ný tækifæri á Selfossi og í sveitarfélaginu fyrir starfsemi fyrirtækja. Nýjar atvinnulóðir á besta stað Bæjarstjórn Árborgar hefur unnið að því að fjölga atvinnulóðum til úthlutunar og eru hátt í tuttugu atvinnulóðir tilbúnar, eða að verða tilbúnar til úthlutunar. Lóðirnar eru mismunandi að stærð og eru staðsettar við innkomuna á Selfoss (utan ár) við Suðurlandsveg og í Víkurheiði sem liggur meðfram Eyrarbakkavegi. Á myndunum má sjá fjölbreyttar og vel staðsettar lóðir undir atvinnustarfsemi.Aðsend Margir spennandi kostir eru í sveitarfélaginu og nú þegar ný brú yfir Ölfusár er í smíðum skapast enn frekari tækifæri á svæðinu utan ár, næst nýja Suðurlandsveginum. Svæði undir iðnað og aðra atvinnustarfsemi suður af Selfossi og nær Eyrarbakka og Stokkseyri er kjörið fyrir atvinnurekstur sem þarf að vera í grennd við inn- og útflutningshöfn eins og Þorlákshöfn. Framundan er að klára deiliskipulag á nýju atvinnusvæði við Eyrarbakkaveg þar sem í boði verða stærri lóðir undir atvinnustarfsemi sem þarfnast aukins rýmis. Lægri gatnagerðargjöld Fjölbreytt atvinnustarfsemi eykur verðmætasköpun og bætir hag íbúanna. Það er mikilvægt að opinberir aðilar styðji við uppbyggingu atvinnulífs með hóflegri gjaldtöku og nægu lóðaframboði. Bæjaryfirvöld í Árborg vilja með nýsamþykktri atvinnustefnu stuðla að slíkri þróun á svæðinu enda styrkir það samfélagið í heild. Í því ljósi hafa verið gerðar breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalda fyrir atvinnulóðir. Þar er um að ræða fimmtíu prósent lækkun gjalda sem ég tel að geri Sveitarfélagið Árborg samkeppnishæfara og enn áhugaverðari valkost fyrir nýja atvinnustarfsemi í öflugu og vaxandi þéttbýli rétt utan höfuðborgarsvæðisins þar sem er bæði gott að búa og starfa. Bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg er lifandi sveitarfélag í alfaraleið. Uppbygging hefur verið veruleg á undanförnum árum og bæði íbúða- og atvinnuuppbygging hefur sett sterkan svip á bæjarbraginn. Ný íbúðahverfi hafa risið hratt og íbúum fjölgað um 53 prósent frá 2016. Samhliða því hafa ný fyrirtæki hafið rekstur, önnur stækkað við sig og nýr miðbær risið á Selfossi. Allt hefur þetta gjörbreytt allri ásýnd bæjarins. Sveitarfélagið Árborg er þekkt sem þjónustusvæði og óumdeilt að Selfoss er þar í lykilhlutverki sem höfuðstaður verslunar og þjónustu. Ég vil þó með pistli þessum benda á ný tækifæri á Selfossi og í sveitarfélaginu fyrir starfsemi fyrirtækja. Nýjar atvinnulóðir á besta stað Bæjarstjórn Árborgar hefur unnið að því að fjölga atvinnulóðum til úthlutunar og eru hátt í tuttugu atvinnulóðir tilbúnar, eða að verða tilbúnar til úthlutunar. Lóðirnar eru mismunandi að stærð og eru staðsettar við innkomuna á Selfoss (utan ár) við Suðurlandsveg og í Víkurheiði sem liggur meðfram Eyrarbakkavegi. Á myndunum má sjá fjölbreyttar og vel staðsettar lóðir undir atvinnustarfsemi.Aðsend Margir spennandi kostir eru í sveitarfélaginu og nú þegar ný brú yfir Ölfusár er í smíðum skapast enn frekari tækifæri á svæðinu utan ár, næst nýja Suðurlandsveginum. Svæði undir iðnað og aðra atvinnustarfsemi suður af Selfossi og nær Eyrarbakka og Stokkseyri er kjörið fyrir atvinnurekstur sem þarf að vera í grennd við inn- og útflutningshöfn eins og Þorlákshöfn. Framundan er að klára deiliskipulag á nýju atvinnusvæði við Eyrarbakkaveg þar sem í boði verða stærri lóðir undir atvinnustarfsemi sem þarfnast aukins rýmis. Lægri gatnagerðargjöld Fjölbreytt atvinnustarfsemi eykur verðmætasköpun og bætir hag íbúanna. Það er mikilvægt að opinberir aðilar styðji við uppbyggingu atvinnulífs með hóflegri gjaldtöku og nægu lóðaframboði. Bæjaryfirvöld í Árborg vilja með nýsamþykktri atvinnustefnu stuðla að slíkri þróun á svæðinu enda styrkir það samfélagið í heild. Í því ljósi hafa verið gerðar breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalda fyrir atvinnulóðir. Þar er um að ræða fimmtíu prósent lækkun gjalda sem ég tel að geri Sveitarfélagið Árborg samkeppnishæfara og enn áhugaverðari valkost fyrir nýja atvinnustarfsemi í öflugu og vaxandi þéttbýli rétt utan höfuðborgarsvæðisins þar sem er bæði gott að búa og starfa. Bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar