Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2025 14:41 Íslensk sjónvarpsgerð var verðlaunuð á Eddunni til ársins 2022 þegar leiðir ÍKSA og þriggja sjónvarpsstöðva skildu. Hulda Margrét Ólafsdóttir Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á Sýn, Sjónvarpi Símans og Rúv á árunum 2023 og 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslensku sjónvarpsverðlaununum. Ljósvakamiðlarnir Sýn, Sjónvarp Símans og Ríkisútvarpið stofnuðu til sérstakra sjónvarpsverðlauna á síðasta ári eftir að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) ákvað að aðskilja afhendingu verðlauna fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir á Eddunni. Stefnt var að því að veita verðlaunin í maí síðastliðnum en þeim var frestað um óákveðinn tíma vegna breytinga í dagskrárstjórn hjá RÚV. Nú er hins vegar komin ný dagsetning fyrir verðlaunahátíðina. Á þessu fyrsta hátíðarkvöldi liggur lengra tímabil undir en vanalega á sambærilegum verðlaunahátíðum. Ástæðan fyrir því er að frá 2022 hafa ekki verið veitt verðlaun fyrir íslenskt sjónvarpsefni en þá skildu leiðir ÍKSA, sem heldur utan um Edduna, og fyrrnefndra sjónvarpsstöðva. Rúmlega tuttugu verðlaunaflokkar Áætlað er að verðlaunahátíðin verði árlegur viðburður og að í framtíðinni verði þau afhent fyrir efni sem frumsýnt er á hverjum sjónvarpsvetri. Í tilkynningunni segir að auglýst verði eftir innsendingum í upphafi ágústmánaðar í rúmlega tuttugu flokkum; flokkum fagverðlauna ýmissa, fyrir leikið sjónvarpsefni, barnaefni, íþróttir, heimilda-, menningar- og skemmtiefni svo eitthvað sé nefnt. Þá segir að um leið og auglýst verður eftir innsendingum verði nýr og glæsilegur verðlaunagripur Íslensku sjónvarpsverðlaunanna kynntur til sögunnar. Framkvæmdastjórn verðlaunanna skipa fulltrúar sjónvarpsstöðvanna, Birkir Ágústsson, Helga Hauksdóttir og Gísli Berg auk Kristjáns Freys Halldórssonar sem sinnir verkefnastjórn. Vísir er í eigu Sýnar. Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Sýn Síminn Íslensku sjónvarpsverðlaunin Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslensku sjónvarpsverðlaununum. Ljósvakamiðlarnir Sýn, Sjónvarp Símans og Ríkisútvarpið stofnuðu til sérstakra sjónvarpsverðlauna á síðasta ári eftir að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) ákvað að aðskilja afhendingu verðlauna fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir á Eddunni. Stefnt var að því að veita verðlaunin í maí síðastliðnum en þeim var frestað um óákveðinn tíma vegna breytinga í dagskrárstjórn hjá RÚV. Nú er hins vegar komin ný dagsetning fyrir verðlaunahátíðina. Á þessu fyrsta hátíðarkvöldi liggur lengra tímabil undir en vanalega á sambærilegum verðlaunahátíðum. Ástæðan fyrir því er að frá 2022 hafa ekki verið veitt verðlaun fyrir íslenskt sjónvarpsefni en þá skildu leiðir ÍKSA, sem heldur utan um Edduna, og fyrrnefndra sjónvarpsstöðva. Rúmlega tuttugu verðlaunaflokkar Áætlað er að verðlaunahátíðin verði árlegur viðburður og að í framtíðinni verði þau afhent fyrir efni sem frumsýnt er á hverjum sjónvarpsvetri. Í tilkynningunni segir að auglýst verði eftir innsendingum í upphafi ágústmánaðar í rúmlega tuttugu flokkum; flokkum fagverðlauna ýmissa, fyrir leikið sjónvarpsefni, barnaefni, íþróttir, heimilda-, menningar- og skemmtiefni svo eitthvað sé nefnt. Þá segir að um leið og auglýst verður eftir innsendingum verði nýr og glæsilegur verðlaunagripur Íslensku sjónvarpsverðlaunanna kynntur til sögunnar. Framkvæmdastjórn verðlaunanna skipa fulltrúar sjónvarpsstöðvanna, Birkir Ágústsson, Helga Hauksdóttir og Gísli Berg auk Kristjáns Freys Halldórssonar sem sinnir verkefnastjórn. Vísir er í eigu Sýnar.
Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Sýn Síminn Íslensku sjónvarpsverðlaunin Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira