„Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. júní 2025 10:58 John Ratcliffe er forstöðumaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. AP/Alex Brandon Forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar segir stofnunina búa yfir áreiðanlegum gögnum um að kjarnorkuinnviðir Írans og geta þeirra til framleiðslu á kjarnorkuvopnum hafi verið „verulega skert“ af loftárásum Bandaríkjanna. John Ratcliff, forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fullyrðir í yfirlýsingu að samkvæmt nýjum og áreiðanlegum gögnum leyniþjónustunnar hafi rannsóknarstöðvar sem gegna lykilhlutverki í auðgunargetu Írana eyðilagst algjörlega og að það muni taka þá fleiri ár að koma þeim aftur í samt lag. My statement confirming CIA intelligence which contradicts illegally sourced public reporting regarding the destruction of key Iranian nuclear facilities. pic.twitter.com/Ln3b4hfELc— CIA Director John Ratcliffe (@CIADirector) June 25, 2025 „Matið meinta“ Greint var frá því í fyrradag að skýrslu hefði verið lekið úr leyniþjónustudeild varnarmálaráðuneytisins (DIA). Matið byggði á öðru mati sem aðgerðarstjórn Bandaríkjahers framkvæmdi í beinu framhaldi af árásunum. Bandarískir miðlar náðu tali við ráðamenn sem lesið höfðu áðurnefnt mat og sögðu þeir að í því hefði komið fram að árásir Bandaríkjahers á kjarnorkumannvirki í Íran hefðu ekki gert teljandi tjón og aðeins tafið framleiðslu Írana á kjarnavopnum um fáeina mánuði. Þetta mat gekk þvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta sem lét hafa það eftir sér að úranauðgunarstöðvar Írans hefðu verið þurrkaðar út með öllu. Pete Hegseth varnarmálaráðherra tók einnig upp hanskann fyrir forsetann og sagði bandaríska fjölmiðla gera tilraun til að koma höggi á Trump með umfjöllun sinni um „matið meinta.“ Samkvæmt matinu lekna var stór hluti þess auðgaða úrans sem geymt var í téðum mannvirkjum flutt á brott þaðan áður en Bandaríkin gerðu árásir sínar með svokölluðum byrgjabrjótum. Sprengjum sem geta grafið sig djúpt ofan í jörðu og lagt neðanjarðarbyrgi í rúst. Hafna því að Íranir hafi komið úran undan Þessu hafnar þó Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans og upplýsingafulltrúi Hvíta hússins lét hafa eftir sér að bandaríska leyniþjónustan byggi ekki yfir neinum gögnum sem styðja þá tilgátu að Írönum hafi tekist að koma auðguðu úrani undan. Íranska utanríkisráðuneytið hefur síðan gengist við því að kjarnorkumannvirkin í Fordó, Natanz og Isfahan hefðu orðið fyrir alvarlegu tjóni. Bandaríkin Íran Hernaður Kjarnorka Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
John Ratcliff, forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fullyrðir í yfirlýsingu að samkvæmt nýjum og áreiðanlegum gögnum leyniþjónustunnar hafi rannsóknarstöðvar sem gegna lykilhlutverki í auðgunargetu Írana eyðilagst algjörlega og að það muni taka þá fleiri ár að koma þeim aftur í samt lag. My statement confirming CIA intelligence which contradicts illegally sourced public reporting regarding the destruction of key Iranian nuclear facilities. pic.twitter.com/Ln3b4hfELc— CIA Director John Ratcliffe (@CIADirector) June 25, 2025 „Matið meinta“ Greint var frá því í fyrradag að skýrslu hefði verið lekið úr leyniþjónustudeild varnarmálaráðuneytisins (DIA). Matið byggði á öðru mati sem aðgerðarstjórn Bandaríkjahers framkvæmdi í beinu framhaldi af árásunum. Bandarískir miðlar náðu tali við ráðamenn sem lesið höfðu áðurnefnt mat og sögðu þeir að í því hefði komið fram að árásir Bandaríkjahers á kjarnorkumannvirki í Íran hefðu ekki gert teljandi tjón og aðeins tafið framleiðslu Írana á kjarnavopnum um fáeina mánuði. Þetta mat gekk þvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta sem lét hafa það eftir sér að úranauðgunarstöðvar Írans hefðu verið þurrkaðar út með öllu. Pete Hegseth varnarmálaráðherra tók einnig upp hanskann fyrir forsetann og sagði bandaríska fjölmiðla gera tilraun til að koma höggi á Trump með umfjöllun sinni um „matið meinta.“ Samkvæmt matinu lekna var stór hluti þess auðgaða úrans sem geymt var í téðum mannvirkjum flutt á brott þaðan áður en Bandaríkin gerðu árásir sínar með svokölluðum byrgjabrjótum. Sprengjum sem geta grafið sig djúpt ofan í jörðu og lagt neðanjarðarbyrgi í rúst. Hafna því að Íranir hafi komið úran undan Þessu hafnar þó Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans og upplýsingafulltrúi Hvíta hússins lét hafa eftir sér að bandaríska leyniþjónustan byggi ekki yfir neinum gögnum sem styðja þá tilgátu að Írönum hafi tekist að koma auðguðu úrani undan. Íranska utanríkisráðuneytið hefur síðan gengist við því að kjarnorkumannvirkin í Fordó, Natanz og Isfahan hefðu orðið fyrir alvarlegu tjóni.
Bandaríkin Íran Hernaður Kjarnorka Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira