Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. júní 2025 23:01 Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Vísir/Sigurjón Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild. Þegar þáverandi forstjóri Sjúkratrygginga sagði upp störfum sínum árið 2022, gaf hún þá ástæðu að hún gæti ekki borið ábyrgð á rekstrinum því stofnunin væri svo vanfjármögnuð. Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Í dag kom svo út ný 78 blaðsíðna úttekt ríkisendurskoðunar þar sem þetta er staðfest. Ábendingar til Sjúkratrygginga eru í sex liðum þar sem kemur fram að styrkja þurfi samninga og vanda þá betur og greina, skýra þurfi innkaupaferla, efla eftirlit með kostnaði við samninga og samningsaðilum og styrkja allt eftirlit. Heilbrigðisráðuneytið fær líka sinn skerf í fjórum liðum sem snúast fyrst og fremst um að það þurfi að styrkja Sjúkratryggingar verulega. „Stofnunin hefur ekki burði til að þarfa- og kostnaðargreina eða hafa eftirlit með þeim samningum sem hún gerir og það hefur verulega áhrif á starfsemi hennar, fjárhag ríkissjóð og hvernig við upplifum okkur sem samfélag,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Lélegir samningar Í úttektinni kemur fram að þetta hafi valdið því að ekki hafi náðst nægjanlega hagkvæmir samningar við einkarekna heilbrigðisþjónustu. Bent er á að viðsemjendur á einkamarkaði hafi yfirburðastöðu í samningum við Sjúkratryggingar. Willum Þór Þórsson þáverandi heilbrigðisráðherra fagnaði samningi við sérgreinalækna fyrir tveimur árum og sagði samninginn þá marka tímamót. Í úttektinni kemur hins vegar fram að vísbendingar séu um að þessi samningur sé afkastahvetjandi án þess að kostnaðaraðhald sé tryggt. Eftir samninginn hafi heildarkostnaður Sjúkratrygginga vegna þjónustu sérgreinalækna hækkaði um tæplega 36 prósent milli ára. Úr úttekt Ríkisendurskoðunar.Vísir „Það segir sig sjálft að ef Sjúkratryggingar hafa ekki burði til að þarfa- eða kostnaðargreina þá sannarlega er vandinn um mögulegar oflækningar til staðar,“ segir Guðmundur sem kynnti úttektina fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjúkratryggingar Ríkisendurskoðun Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sjá meira
Þegar þáverandi forstjóri Sjúkratrygginga sagði upp störfum sínum árið 2022, gaf hún þá ástæðu að hún gæti ekki borið ábyrgð á rekstrinum því stofnunin væri svo vanfjármögnuð. Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Í dag kom svo út ný 78 blaðsíðna úttekt ríkisendurskoðunar þar sem þetta er staðfest. Ábendingar til Sjúkratrygginga eru í sex liðum þar sem kemur fram að styrkja þurfi samninga og vanda þá betur og greina, skýra þurfi innkaupaferla, efla eftirlit með kostnaði við samninga og samningsaðilum og styrkja allt eftirlit. Heilbrigðisráðuneytið fær líka sinn skerf í fjórum liðum sem snúast fyrst og fremst um að það þurfi að styrkja Sjúkratryggingar verulega. „Stofnunin hefur ekki burði til að þarfa- og kostnaðargreina eða hafa eftirlit með þeim samningum sem hún gerir og það hefur verulega áhrif á starfsemi hennar, fjárhag ríkissjóð og hvernig við upplifum okkur sem samfélag,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Lélegir samningar Í úttektinni kemur fram að þetta hafi valdið því að ekki hafi náðst nægjanlega hagkvæmir samningar við einkarekna heilbrigðisþjónustu. Bent er á að viðsemjendur á einkamarkaði hafi yfirburðastöðu í samningum við Sjúkratryggingar. Willum Þór Þórsson þáverandi heilbrigðisráðherra fagnaði samningi við sérgreinalækna fyrir tveimur árum og sagði samninginn þá marka tímamót. Í úttektinni kemur hins vegar fram að vísbendingar séu um að þessi samningur sé afkastahvetjandi án þess að kostnaðaraðhald sé tryggt. Eftir samninginn hafi heildarkostnaður Sjúkratrygginga vegna þjónustu sérgreinalækna hækkaði um tæplega 36 prósent milli ára. Úr úttekt Ríkisendurskoðunar.Vísir „Það segir sig sjálft að ef Sjúkratryggingar hafa ekki burði til að þarfa- eða kostnaðargreina þá sannarlega er vandinn um mögulegar oflækningar til staðar,“ segir Guðmundur sem kynnti úttektina fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjúkratryggingar Ríkisendurskoðun Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sjá meira