Að sleikja narsisstann upp í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. júní 2025 07:00 Það eru þrisvar sinnum meiri líkur á að siðblindir séu í stjórnendastörfum og því ekkert ólíklegt að margir á vinnumarkaði þekki það af eigin raun að vinna með narsistum. Sem eru jafnvel enn fleiri. En getur smjaður hjálpað okkur að ná meiri árangri í því samstarfi? Vísir/Getty Í vikunni birti Donald Trump Bandaríkjaforseti afrit af skilaboðum sem hann fékk frá Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Svo smjaðursleg voru þessi skilaboð að mbl.is birti frétt um tiltekin skilaboð undir fyrirsögninni: „Sendi Trump hálfgert ástarbréf fyrir fundinn.“ En hvað er nýtt í þessu? Er þetta ekki aðferðarfræði sem við þekkjum úr vinnumhverfinu: Smjaður. Að til að ná betri árangri með suma, þurfi einfaldlega að sleikja þá upp, smjaðra fyrir þeim, hrósa í sífellu og gefa undir fótinn með hversu klár, duglegur eða meiriháttar viðkomandi er. Því flest þekkjum við einhverja svona týpu; Annað hvort af eigin raun eða af afspurn. Sumir kalla þessar týpur narsissista, aðrir eitthvað annað. Staðreyndin er sú að þótt við séum mögulega í æðislegu starfi og vinnandi á frábærum vinnustað, geta leynst einhverjir á vinnustaðnum sem taka frá okkur alla orku; fara ískyggilega mikið í taugarnar á okkur, eru augljósir narsistar eða í það minnsta mjög sjálfhverfir þannig að á endanum förum við að hljóma við okkar nánasta fólk eins og við séum ekki að vinna með neinum nema þessum eina einstaklingi. Sem jafnvel gæti verið yfirmaður í þokkabót. Í stað þess að eyða samt allri orkunni okkar í að láta narsista eða sambærilegan einstakling fara í taugarnar á okkur eða valda okkur stanslausri vanlíðan, er spurning um hvort það sé ekki frekar hægt að snúa vörn í sókn og einfaldlega nýta okkur aðferðarfræðina sem Mart Rutte var svo sýnilega að beita: Smjaður. Að minnsta kosti er mælt með eftirfarandi atriðum í samskiptum við narsissista í vinnunni (samstarfsfélaga eða yfirmann). Kyntu undir egóið þeirra Já, jafn ömurlega og þetta hljómar segir sagan að okkur muni mögulega ganga betur með viðkomandi ef við smjöðrum og sleikjum viðkomandi upp með alls kyns hvetjandi orðum um hvað viðkomandi er sterkur, klár og svo framvegis. Ástæðan fyrir því að þetta virkar hins vegar er vegna þess að narssistar eru svo brjálæðislega óöruggir inn við beinið og þurfa því á svona smjaðri að halda, jafn mikið og við hin þurfum súrefni. Á ég þá að ljúga? spyr einhver. Nei, nei. Við eigum auðvitað aldrei að traðka á okkar eigin gildum. En að draga djúpt andann og að gefa smá hrós undir því yfirskini að þannig líði þér í raun betur. Því verri líðan er að vera eins og hengdur upp á þráð í návist viðkomandi. Öll orkan okkar fer þá í það. Hér er áhugavert viðtal við Nönnu Briem geðlækni um einkenni siðblindra sem Atvinnulífið ræddi við fyrir nokkrum árum síðan. Að koma þínu lúmskulega að Þessa sömu smjaðurstækni nýtir þú síðan til að koma þínu lúmskulegu að. Narssistar eiga til dæmis mjög erfitt með að taka gagnrýni, sama hversu lítilvægleg hún er. En með því að smjaðra og hrósa en taka kannski eitthvað fram sem mögulega umbót fyrir hann/hana að gera eða segja, til að auka enn meira á sinn eigin árangur, gæti verið leið. Að vera með svona falda meiningu í samskiptum er aðferð sem telst algjörlega öfugt við það sem heilbrigt er. Í þessu erum við hins vegar að ræða um samskipti við einstakling sem á við fáa en ekki marga, en er þó oft fólk sem kemst langt í lífinu. Ekki síst í starfsframanum. Samlokuaðferðin kallast til dæmis sú leið þar sem þú byrjar á því að hrósa, bendir síðan á eitthvað sem mætti betur fara og hrósar síðan aftur. Leitaðu í traustan vin Ef þú mögulega getur síðan rætt málin við einhvern besta vin í vinnunni, þá væri það af hinu góða. Þó ekki þannig að þú dettir í eitthvað baktal, það á aldrei við. Það sem liðsmaður getur hins vegar gert er að hjálpa til við að ná einhverju í gegn með því að taka undir hrós eða annað sem þú ert greinilega að nota markvisst eða einfaldlega til að fá útrás og getað talað við einhvern í eínrúmi. Þessi narsisti gæti nefnilega allt eins verið yfirmaðurinn. Allt ofangreint þarftu samt að nýta með réttu og jákvæðu hugarfari: Þar sem það markmið er að leiðarljósi að þú sért fyrst og fremst að reyna að tækla það sem best að vinna í vinnunni þar sem einhver sem þú vinnur með eða fyrir er narsissisti. Mannauðsmál Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Að takast á við leiðinlegustu samstarfsfélagana Þrátt fyrir orðatiltækið „við getum valið okkur vini en ekki vandamenn,“ er ekkert sambærilegt orðatiltæki til yfir leiðinlega samstarfsfélaga. 6. nóvember 2023 07:01 Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Það er mannlegt að líða best í því umhverfi sem við þekkjum. Og alveg jafn mannlegt að finna til óöryggis eða uppnáms þegar miklar breytingar eru boðaðar. 13. júní 2025 07:02 Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni „Það getur svo sem vel verið að einhverjir vinnuveitendur hugsi sem svo; Mér er skítsama hvort fólk eigi einhvern besta vin í vinnunni, ég vil bara að fólk sé að vinna!“ nefnir Tómas Bjarnason sviðstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup sem dæmi um viðhorf vinnuveitanda sem telur það ekki sitt hlutverk að spá í hvort starfsfólk eigi sinn besta vin í vinnunni. 12. júní 2025 07:00 Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Það er oft sagt að á Íslandi séu stjórnendur eingöngu í stjórnendahlutverkinu í hjáverkum. Svona til viðbótar við að gera allt annað; Vinna í sínum verkefnum og afkasta. Vera jafnvel bestur í liðinu. 6. júní 2025 07:16 Gervigreindin og vaxandi vítahringur nýútskrifaðra Gervigreindin er svo sannarlega að taka meira til sín dag hvern; Fleiri og fleiri eru að læra á þessa tækni til að nota fyrir einkalífið sem og vinnuna. Sumir nota gervigreindina fyrir hvoru tveggja, aðrir bara annað hvort. 30. maí 2025 07:03 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Svo smjaðursleg voru þessi skilaboð að mbl.is birti frétt um tiltekin skilaboð undir fyrirsögninni: „Sendi Trump hálfgert ástarbréf fyrir fundinn.“ En hvað er nýtt í þessu? Er þetta ekki aðferðarfræði sem við þekkjum úr vinnumhverfinu: Smjaður. Að til að ná betri árangri með suma, þurfi einfaldlega að sleikja þá upp, smjaðra fyrir þeim, hrósa í sífellu og gefa undir fótinn með hversu klár, duglegur eða meiriháttar viðkomandi er. Því flest þekkjum við einhverja svona týpu; Annað hvort af eigin raun eða af afspurn. Sumir kalla þessar týpur narsissista, aðrir eitthvað annað. Staðreyndin er sú að þótt við séum mögulega í æðislegu starfi og vinnandi á frábærum vinnustað, geta leynst einhverjir á vinnustaðnum sem taka frá okkur alla orku; fara ískyggilega mikið í taugarnar á okkur, eru augljósir narsistar eða í það minnsta mjög sjálfhverfir þannig að á endanum förum við að hljóma við okkar nánasta fólk eins og við séum ekki að vinna með neinum nema þessum eina einstaklingi. Sem jafnvel gæti verið yfirmaður í þokkabót. Í stað þess að eyða samt allri orkunni okkar í að láta narsista eða sambærilegan einstakling fara í taugarnar á okkur eða valda okkur stanslausri vanlíðan, er spurning um hvort það sé ekki frekar hægt að snúa vörn í sókn og einfaldlega nýta okkur aðferðarfræðina sem Mart Rutte var svo sýnilega að beita: Smjaður. Að minnsta kosti er mælt með eftirfarandi atriðum í samskiptum við narsissista í vinnunni (samstarfsfélaga eða yfirmann). Kyntu undir egóið þeirra Já, jafn ömurlega og þetta hljómar segir sagan að okkur muni mögulega ganga betur með viðkomandi ef við smjöðrum og sleikjum viðkomandi upp með alls kyns hvetjandi orðum um hvað viðkomandi er sterkur, klár og svo framvegis. Ástæðan fyrir því að þetta virkar hins vegar er vegna þess að narssistar eru svo brjálæðislega óöruggir inn við beinið og þurfa því á svona smjaðri að halda, jafn mikið og við hin þurfum súrefni. Á ég þá að ljúga? spyr einhver. Nei, nei. Við eigum auðvitað aldrei að traðka á okkar eigin gildum. En að draga djúpt andann og að gefa smá hrós undir því yfirskini að þannig líði þér í raun betur. Því verri líðan er að vera eins og hengdur upp á þráð í návist viðkomandi. Öll orkan okkar fer þá í það. Hér er áhugavert viðtal við Nönnu Briem geðlækni um einkenni siðblindra sem Atvinnulífið ræddi við fyrir nokkrum árum síðan. Að koma þínu lúmskulega að Þessa sömu smjaðurstækni nýtir þú síðan til að koma þínu lúmskulegu að. Narssistar eiga til dæmis mjög erfitt með að taka gagnrýni, sama hversu lítilvægleg hún er. En með því að smjaðra og hrósa en taka kannski eitthvað fram sem mögulega umbót fyrir hann/hana að gera eða segja, til að auka enn meira á sinn eigin árangur, gæti verið leið. Að vera með svona falda meiningu í samskiptum er aðferð sem telst algjörlega öfugt við það sem heilbrigt er. Í þessu erum við hins vegar að ræða um samskipti við einstakling sem á við fáa en ekki marga, en er þó oft fólk sem kemst langt í lífinu. Ekki síst í starfsframanum. Samlokuaðferðin kallast til dæmis sú leið þar sem þú byrjar á því að hrósa, bendir síðan á eitthvað sem mætti betur fara og hrósar síðan aftur. Leitaðu í traustan vin Ef þú mögulega getur síðan rætt málin við einhvern besta vin í vinnunni, þá væri það af hinu góða. Þó ekki þannig að þú dettir í eitthvað baktal, það á aldrei við. Það sem liðsmaður getur hins vegar gert er að hjálpa til við að ná einhverju í gegn með því að taka undir hrós eða annað sem þú ert greinilega að nota markvisst eða einfaldlega til að fá útrás og getað talað við einhvern í eínrúmi. Þessi narsisti gæti nefnilega allt eins verið yfirmaðurinn. Allt ofangreint þarftu samt að nýta með réttu og jákvæðu hugarfari: Þar sem það markmið er að leiðarljósi að þú sért fyrst og fremst að reyna að tækla það sem best að vinna í vinnunni þar sem einhver sem þú vinnur með eða fyrir er narsissisti.
Mannauðsmál Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Að takast á við leiðinlegustu samstarfsfélagana Þrátt fyrir orðatiltækið „við getum valið okkur vini en ekki vandamenn,“ er ekkert sambærilegt orðatiltæki til yfir leiðinlega samstarfsfélaga. 6. nóvember 2023 07:01 Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Það er mannlegt að líða best í því umhverfi sem við þekkjum. Og alveg jafn mannlegt að finna til óöryggis eða uppnáms þegar miklar breytingar eru boðaðar. 13. júní 2025 07:02 Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni „Það getur svo sem vel verið að einhverjir vinnuveitendur hugsi sem svo; Mér er skítsama hvort fólk eigi einhvern besta vin í vinnunni, ég vil bara að fólk sé að vinna!“ nefnir Tómas Bjarnason sviðstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup sem dæmi um viðhorf vinnuveitanda sem telur það ekki sitt hlutverk að spá í hvort starfsfólk eigi sinn besta vin í vinnunni. 12. júní 2025 07:00 Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Það er oft sagt að á Íslandi séu stjórnendur eingöngu í stjórnendahlutverkinu í hjáverkum. Svona til viðbótar við að gera allt annað; Vinna í sínum verkefnum og afkasta. Vera jafnvel bestur í liðinu. 6. júní 2025 07:16 Gervigreindin og vaxandi vítahringur nýútskrifaðra Gervigreindin er svo sannarlega að taka meira til sín dag hvern; Fleiri og fleiri eru að læra á þessa tækni til að nota fyrir einkalífið sem og vinnuna. Sumir nota gervigreindina fyrir hvoru tveggja, aðrir bara annað hvort. 30. maí 2025 07:03 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Að takast á við leiðinlegustu samstarfsfélagana Þrátt fyrir orðatiltækið „við getum valið okkur vini en ekki vandamenn,“ er ekkert sambærilegt orðatiltæki til yfir leiðinlega samstarfsfélaga. 6. nóvember 2023 07:01
Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Það er mannlegt að líða best í því umhverfi sem við þekkjum. Og alveg jafn mannlegt að finna til óöryggis eða uppnáms þegar miklar breytingar eru boðaðar. 13. júní 2025 07:02
Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni „Það getur svo sem vel verið að einhverjir vinnuveitendur hugsi sem svo; Mér er skítsama hvort fólk eigi einhvern besta vin í vinnunni, ég vil bara að fólk sé að vinna!“ nefnir Tómas Bjarnason sviðstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup sem dæmi um viðhorf vinnuveitanda sem telur það ekki sitt hlutverk að spá í hvort starfsfólk eigi sinn besta vin í vinnunni. 12. júní 2025 07:00
Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Það er oft sagt að á Íslandi séu stjórnendur eingöngu í stjórnendahlutverkinu í hjáverkum. Svona til viðbótar við að gera allt annað; Vinna í sínum verkefnum og afkasta. Vera jafnvel bestur í liðinu. 6. júní 2025 07:16
Gervigreindin og vaxandi vítahringur nýútskrifaðra Gervigreindin er svo sannarlega að taka meira til sín dag hvern; Fleiri og fleiri eru að læra á þessa tækni til að nota fyrir einkalífið sem og vinnuna. Sumir nota gervigreindina fyrir hvoru tveggja, aðrir bara annað hvort. 30. maí 2025 07:03