Sameiningarhugur á Vestfjörðum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júní 2025 14:27 Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og Þorgeir Pálsson, sveitastjóri Strandabyggðar. Nokkur sveitarfélög og hreppir á Vestfjörðum hyggjast efna til óformlegra sameiningarviðræðna. Fulltrúar tveggja sveitarfélaga segja að í framtíðarsýn Vestfjarða séu færri sveitarfélög. Þeir telja að málið verði mikið rætt í komandi sveitarstjórnarkosningum. „Þetta er að frumkvæði Strandabyggðar, þau hafa verið að velta fyrir sér að sameinast öðrum sveitarfélögum í grennd,“ segir Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og formaður stjórnar Vestfjarðastofu, fjórðungssambands Vestfirðinga. Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar, segir í samtali við fréttastofu að fyrst hafi verið reynt að koma á samtali um sameiningu við Dalabyggð og Reykhólahrepp sem séu nánir samstarfsfélagar sveitarfélagsins. Hins vegar hafi stór verkefni verið á könnunni þar og leit sveitarstjórn Strandabyggðar í hina áttina. Forsvarsmönnum Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Súðavíkurhrepps voru send boð um óformlegar viðræður við Strandabyggð um sameiningu. „Við bættum við Súðavíkurhreppi, bæði vegna þess að við liggjum landfræðilega saman og deilum hagsmunum,“ segir Þorgeir. Nú þegar eigi sveitarfélagið í góðu samstarfi við Árneshrepp og Kaldrananeshrepp. Átta sveitarfélög og hreppir eru á Vestfjörðum.Grafík/Hjalti Svör hafa borist frá Súðavíkurhreppi og Kaldrananeshreppi sem hafi verið jákvæð gagnvart hugmyndinni. Árneshreppur hefur ekki svarað boði Strandabyggðar en Kaldrananeshreppur og Árneshreppur eiga nú þegar í óformlegum sameiningarviðræðum. Sendu bréf á öll sveitarfélögin Eftir að Strandabyggð sendi út boð sitt fékk sveitastjórn Ísafjarðarbæjar veður af tillögunni. Bréf dagsett 1. júní undirritað af Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var sent á öll átta sveitarfélögin og hreppi á Vestfjörðum. Í bréfinu er óskað eftir afstöðu sveitarfélaga og hreppanna um sameiningarviðræður. „Við teljum að framtíð Vestfjarða sé best styrkt með færri sveitarfélögum og að nú sé rétti tímapunkturinn til að gera heildstæða úttekt á sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum,“ segir í bréfinu. Gylfi lagði fram tillöguna í bæjarráði Ísafjarðarbæjar. „Við vildum segja að okkar framtíðarsýn yrði að þetta yrðu frekar fá sveitarfélög og það mætti hafa það í huga að fara í smærri sameiningu núna sem gæti tafið stóru sameininguna um fimmtán ár eða eitthvað svoleiðis,“ segir hann. Á Vestfjörðum eru átta sveitarfélög eða hreppir en fimm þeirra eru með undir þúsund íbúa. „Það eru mjög mörg hagsmunamál sem ganga þvert á sveitarfélögin. Það eru orkumál, það eru fjögur sveitarfélög sem eiga land að Ísafjarðardjúpi til dæmis þar sem við erum með mjög mikil hagsmunamál sem tengjast meðal annars laxeldi en einnig öðrum atriðum. Við vorum til dæmis fyrir tveim vikum síðan að tjá okkur um griðarsvæði fyrir hvali. Þetta eru flókin mál sem getur verið erfitt að leysa þegar það eru mismunandi sveitarfélög,“ segir Gylfi. Tilbúnir að ræða um eitt stórt sveitarfélag Gylfi, sem er í stjórn Vestfjarðastofu, segir mörg verkefni á þeirra borði sem væru betur leyst í sveitastjórnum. „Það er snúið að láta verkefni ganga vel upp á vettvangi landshlutasamtaka, það gengur betur ef þau eru unnin á vettvangi sveitarfélaganna. Þar er pólitískt umboð til að láta hendur standa fram úr ermum,“ segir hann. Þorgeir tekur undir hugmyndir Gylfa um að hægt væri að skoða þá sviðsmynd um hvernig Vestfirðir myndu líta út ef sveitarfélögunum yrði fækkað. Hann tekur hins vegar fram að nú sé aðal áherslan á að hefja viðræður við Kaldrananeshrepp og Súðavíkurhrepp. „Nú erum við að ræða við Súðavíkurhrepp, Kaldrananeshrepp og vonandi Árneshrepp. Svo erum við til í að funda með Ísafjarðarbæ því þeir hafa óskað eftir því. Ef við horfum lengra fram í tímann finnst mér skynsamlegt að ræða hvort Vestfirðir myndu standa sterkari sem eitt stórt sveitarfélag heldur en með þessi sem eru núna,“ segir hann. „En við erum ekki að fara neitt í það núna, en ég styð hugmyndina.“ Málefni næstu kosninga Gylfi og Þorgeir eru sammála um að málið verði mikilvægt í komandi sveitarstjórnarkosningum. „Ég held að þetta muni koma oft upp í næstu kosningum, segir Þorgeir. Mikilvægt er að framkvæma alls konar greiningarvinnu áður en að hægt verði að fara í formlegar viðræður. Að sögn Þorgeirs þarf að teikna upp alveg nýtt sveitarfélag áður en fólk hafi forsendur til að kjósa um það. „Við erum að velta þessu fyrir okkur og tímalínan gerir ekki ráð fyrir miklu meiru en fyrir sveitarstjórnarkosningar næstu verði komin einhver skriður á þetta og það verði hægt að ræða sameiningar í aðdraganda kosninganna í hverju og einu sveitarfélagi. Þannig hafi nýjar sveitarstjórnir umboð til þess að halda áfram með þessa vinnu,“ segir Gylfi. Strandabyggð Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Kaldrananeshreppur Árneshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
„Þetta er að frumkvæði Strandabyggðar, þau hafa verið að velta fyrir sér að sameinast öðrum sveitarfélögum í grennd,“ segir Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og formaður stjórnar Vestfjarðastofu, fjórðungssambands Vestfirðinga. Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar, segir í samtali við fréttastofu að fyrst hafi verið reynt að koma á samtali um sameiningu við Dalabyggð og Reykhólahrepp sem séu nánir samstarfsfélagar sveitarfélagsins. Hins vegar hafi stór verkefni verið á könnunni þar og leit sveitarstjórn Strandabyggðar í hina áttina. Forsvarsmönnum Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Súðavíkurhrepps voru send boð um óformlegar viðræður við Strandabyggð um sameiningu. „Við bættum við Súðavíkurhreppi, bæði vegna þess að við liggjum landfræðilega saman og deilum hagsmunum,“ segir Þorgeir. Nú þegar eigi sveitarfélagið í góðu samstarfi við Árneshrepp og Kaldrananeshrepp. Átta sveitarfélög og hreppir eru á Vestfjörðum.Grafík/Hjalti Svör hafa borist frá Súðavíkurhreppi og Kaldrananeshreppi sem hafi verið jákvæð gagnvart hugmyndinni. Árneshreppur hefur ekki svarað boði Strandabyggðar en Kaldrananeshreppur og Árneshreppur eiga nú þegar í óformlegum sameiningarviðræðum. Sendu bréf á öll sveitarfélögin Eftir að Strandabyggð sendi út boð sitt fékk sveitastjórn Ísafjarðarbæjar veður af tillögunni. Bréf dagsett 1. júní undirritað af Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var sent á öll átta sveitarfélögin og hreppi á Vestfjörðum. Í bréfinu er óskað eftir afstöðu sveitarfélaga og hreppanna um sameiningarviðræður. „Við teljum að framtíð Vestfjarða sé best styrkt með færri sveitarfélögum og að nú sé rétti tímapunkturinn til að gera heildstæða úttekt á sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum,“ segir í bréfinu. Gylfi lagði fram tillöguna í bæjarráði Ísafjarðarbæjar. „Við vildum segja að okkar framtíðarsýn yrði að þetta yrðu frekar fá sveitarfélög og það mætti hafa það í huga að fara í smærri sameiningu núna sem gæti tafið stóru sameininguna um fimmtán ár eða eitthvað svoleiðis,“ segir hann. Á Vestfjörðum eru átta sveitarfélög eða hreppir en fimm þeirra eru með undir þúsund íbúa. „Það eru mjög mörg hagsmunamál sem ganga þvert á sveitarfélögin. Það eru orkumál, það eru fjögur sveitarfélög sem eiga land að Ísafjarðardjúpi til dæmis þar sem við erum með mjög mikil hagsmunamál sem tengjast meðal annars laxeldi en einnig öðrum atriðum. Við vorum til dæmis fyrir tveim vikum síðan að tjá okkur um griðarsvæði fyrir hvali. Þetta eru flókin mál sem getur verið erfitt að leysa þegar það eru mismunandi sveitarfélög,“ segir Gylfi. Tilbúnir að ræða um eitt stórt sveitarfélag Gylfi, sem er í stjórn Vestfjarðastofu, segir mörg verkefni á þeirra borði sem væru betur leyst í sveitastjórnum. „Það er snúið að láta verkefni ganga vel upp á vettvangi landshlutasamtaka, það gengur betur ef þau eru unnin á vettvangi sveitarfélaganna. Þar er pólitískt umboð til að láta hendur standa fram úr ermum,“ segir hann. Þorgeir tekur undir hugmyndir Gylfa um að hægt væri að skoða þá sviðsmynd um hvernig Vestfirðir myndu líta út ef sveitarfélögunum yrði fækkað. Hann tekur hins vegar fram að nú sé aðal áherslan á að hefja viðræður við Kaldrananeshrepp og Súðavíkurhrepp. „Nú erum við að ræða við Súðavíkurhrepp, Kaldrananeshrepp og vonandi Árneshrepp. Svo erum við til í að funda með Ísafjarðarbæ því þeir hafa óskað eftir því. Ef við horfum lengra fram í tímann finnst mér skynsamlegt að ræða hvort Vestfirðir myndu standa sterkari sem eitt stórt sveitarfélag heldur en með þessi sem eru núna,“ segir hann. „En við erum ekki að fara neitt í það núna, en ég styð hugmyndina.“ Málefni næstu kosninga Gylfi og Þorgeir eru sammála um að málið verði mikilvægt í komandi sveitarstjórnarkosningum. „Ég held að þetta muni koma oft upp í næstu kosningum, segir Þorgeir. Mikilvægt er að framkvæma alls konar greiningarvinnu áður en að hægt verði að fara í formlegar viðræður. Að sögn Þorgeirs þarf að teikna upp alveg nýtt sveitarfélag áður en fólk hafi forsendur til að kjósa um það. „Við erum að velta þessu fyrir okkur og tímalínan gerir ekki ráð fyrir miklu meiru en fyrir sveitarstjórnarkosningar næstu verði komin einhver skriður á þetta og það verði hægt að ræða sameiningar í aðdraganda kosninganna í hverju og einu sveitarfélagi. Þannig hafi nýjar sveitarstjórnir umboð til þess að halda áfram með þessa vinnu,“ segir Gylfi.
Strandabyggð Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Kaldrananeshreppur Árneshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira