Elísabet stefnir á risa afrek með Belgíu á EM Aron Guðmundsson skrifar 23. júní 2025 16:45 Elísabet Gunnarsdóttir er landsliðsþjálfari belgíska landsliðsins sem tekur þátt á komandi Evrópumóti í fótbolta í Sviss. Vísir/Getty Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að það yrði risa afrek ef Belgía kæmist upp úr sterkum B-riðli á komandi Evrópumóti í Sviss. Hún hefur haft knappan tíma til þess að koma sínum gildum á framfæri. Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá belgíska landsliðinu af Ives Serneels í janúar fyrr á þessu ári, Serneels hafði þá verið landsliðsþjálfari Belgíu síðan árið 2011. Belgía spilar í B-riðli á Evrópumótinu með ríkjandi heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Elísabet hefur þurft að vinna hratt og örugglega við að koma sinni sýn á framfæri við leikmenn belgíska landsliðsins. „Fólk má búast við því að sjá mjög skýr gildi í okkar leik, liðsanda sem einkennist af mikilli orku og ákefð. Lið sem mun aldrei gefast upp,“ segir Elísabet í viðtali sem birtist á heimasíðu UEFA. Leikir Belgíu á EM í Sviss: - 3.júlí vs Ítalía (Stade de Tourbillon í Sion) - 7.júlí vs Spánn (Arena Thun í Thun) - 11.júlí vs Portúgal (Stade de Tourbillon í Sion) Belgía komst alla leið í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti eftir að hafa verið í riðli með Íslandi, Frakklandi og Ítalíu. „Belgíska þjóðin hefur því fengið að upplifa tilfinninguna sem fylgir því. Við viljum upplifa þá tilfinningu aftur. Það að komast upp úr riðlinum væri risa afrek fyrir Belgíu, það er okkar stefna að ná því takmarki.“ Elísabet er hrifinn af því að búa til menningu sem stýrist af því að leggja sig fram. Hún telur þannig menningu geta sigrað allt. GIldi Elísabetar í þjálfun eru mörg en sökum þess knappa tíma sem hún hefur haft síðan að hún tók við liðinu og fram að komandi Evrópumóti, hefur hún þurft að velja aðeins nokkur af sínum gildum til að vinna með. „Ég tel þá vinnu vera að ganga vel, það hafa allir tekið vel í það að fá eitthvað nýtt inn.“ Til þess að Belgía geti skarað fram úr á Evrópumótinu mun Elísabet þurfa að ná því besta fram í lykilmönnunum Janice Cayman og Tessa Wullaert, þá býr belgíska landsliðið einnig yfir öflugum og ungum leikmönnum. „Ég elska þessa blöndu. Þetta svipar til þeirrar samsetningar á leikmanahópum sem ég hef starfað með hjá félagsliðum. Ég elska að hafa bæði unga og hæfileikaríka leikmenn í bland við reynslubolta. Ég tel reynsluboltana geta gefið þeim ungum svo mikið, hjálpað þeim að þróast bæði sem leikmenn og einstaklingar.“ EM 2025 í Sviss Íslendingar erlendis Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá belgíska landsliðinu af Ives Serneels í janúar fyrr á þessu ári, Serneels hafði þá verið landsliðsþjálfari Belgíu síðan árið 2011. Belgía spilar í B-riðli á Evrópumótinu með ríkjandi heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Elísabet hefur þurft að vinna hratt og örugglega við að koma sinni sýn á framfæri við leikmenn belgíska landsliðsins. „Fólk má búast við því að sjá mjög skýr gildi í okkar leik, liðsanda sem einkennist af mikilli orku og ákefð. Lið sem mun aldrei gefast upp,“ segir Elísabet í viðtali sem birtist á heimasíðu UEFA. Leikir Belgíu á EM í Sviss: - 3.júlí vs Ítalía (Stade de Tourbillon í Sion) - 7.júlí vs Spánn (Arena Thun í Thun) - 11.júlí vs Portúgal (Stade de Tourbillon í Sion) Belgía komst alla leið í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti eftir að hafa verið í riðli með Íslandi, Frakklandi og Ítalíu. „Belgíska þjóðin hefur því fengið að upplifa tilfinninguna sem fylgir því. Við viljum upplifa þá tilfinningu aftur. Það að komast upp úr riðlinum væri risa afrek fyrir Belgíu, það er okkar stefna að ná því takmarki.“ Elísabet er hrifinn af því að búa til menningu sem stýrist af því að leggja sig fram. Hún telur þannig menningu geta sigrað allt. GIldi Elísabetar í þjálfun eru mörg en sökum þess knappa tíma sem hún hefur haft síðan að hún tók við liðinu og fram að komandi Evrópumóti, hefur hún þurft að velja aðeins nokkur af sínum gildum til að vinna með. „Ég tel þá vinnu vera að ganga vel, það hafa allir tekið vel í það að fá eitthvað nýtt inn.“ Til þess að Belgía geti skarað fram úr á Evrópumótinu mun Elísabet þurfa að ná því besta fram í lykilmönnunum Janice Cayman og Tessa Wullaert, þá býr belgíska landsliðið einnig yfir öflugum og ungum leikmönnum. „Ég elska þessa blöndu. Þetta svipar til þeirrar samsetningar á leikmanahópum sem ég hef starfað með hjá félagsliðum. Ég elska að hafa bæði unga og hæfileikaríka leikmenn í bland við reynslubolta. Ég tel reynsluboltana geta gefið þeim ungum svo mikið, hjálpað þeim að þróast bæði sem leikmenn og einstaklingar.“
Leikir Belgíu á EM í Sviss: - 3.júlí vs Ítalía (Stade de Tourbillon í Sion) - 7.júlí vs Spánn (Arena Thun í Thun) - 11.júlí vs Portúgal (Stade de Tourbillon í Sion)
EM 2025 í Sviss Íslendingar erlendis Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira