Elísabet stefnir á risa afrek með Belgíu á EM Aron Guðmundsson skrifar 23. júní 2025 16:45 Elísabet Gunnarsdóttir er landsliðsþjálfari belgíska landsliðsins sem tekur þátt á komandi Evrópumóti í fótbolta í Sviss. Vísir/Getty Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að það yrði risa afrek ef Belgía kæmist upp úr sterkum B-riðli á komandi Evrópumóti í Sviss. Hún hefur haft knappan tíma til þess að koma sínum gildum á framfæri. Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá belgíska landsliðinu af Ives Serneels í janúar fyrr á þessu ári, Serneels hafði þá verið landsliðsþjálfari Belgíu síðan árið 2011. Belgía spilar í B-riðli á Evrópumótinu með ríkjandi heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Elísabet hefur þurft að vinna hratt og örugglega við að koma sinni sýn á framfæri við leikmenn belgíska landsliðsins. „Fólk má búast við því að sjá mjög skýr gildi í okkar leik, liðsanda sem einkennist af mikilli orku og ákefð. Lið sem mun aldrei gefast upp,“ segir Elísabet í viðtali sem birtist á heimasíðu UEFA. Leikir Belgíu á EM í Sviss: - 3.júlí vs Ítalía (Stade de Tourbillon í Sion) - 7.júlí vs Spánn (Arena Thun í Thun) - 11.júlí vs Portúgal (Stade de Tourbillon í Sion) Belgía komst alla leið í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti eftir að hafa verið í riðli með Íslandi, Frakklandi og Ítalíu. „Belgíska þjóðin hefur því fengið að upplifa tilfinninguna sem fylgir því. Við viljum upplifa þá tilfinningu aftur. Það að komast upp úr riðlinum væri risa afrek fyrir Belgíu, það er okkar stefna að ná því takmarki.“ Elísabet er hrifinn af því að búa til menningu sem stýrist af því að leggja sig fram. Hún telur þannig menningu geta sigrað allt. GIldi Elísabetar í þjálfun eru mörg en sökum þess knappa tíma sem hún hefur haft síðan að hún tók við liðinu og fram að komandi Evrópumóti, hefur hún þurft að velja aðeins nokkur af sínum gildum til að vinna með. „Ég tel þá vinnu vera að ganga vel, það hafa allir tekið vel í það að fá eitthvað nýtt inn.“ Til þess að Belgía geti skarað fram úr á Evrópumótinu mun Elísabet þurfa að ná því besta fram í lykilmönnunum Janice Cayman og Tessa Wullaert, þá býr belgíska landsliðið einnig yfir öflugum og ungum leikmönnum. „Ég elska þessa blöndu. Þetta svipar til þeirrar samsetningar á leikmanahópum sem ég hef starfað með hjá félagsliðum. Ég elska að hafa bæði unga og hæfileikaríka leikmenn í bland við reynslubolta. Ég tel reynsluboltana geta gefið þeim ungum svo mikið, hjálpað þeim að þróast bæði sem leikmenn og einstaklingar.“ EM 2025 í Sviss Íslendingar erlendis Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá belgíska landsliðinu af Ives Serneels í janúar fyrr á þessu ári, Serneels hafði þá verið landsliðsþjálfari Belgíu síðan árið 2011. Belgía spilar í B-riðli á Evrópumótinu með ríkjandi heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Elísabet hefur þurft að vinna hratt og örugglega við að koma sinni sýn á framfæri við leikmenn belgíska landsliðsins. „Fólk má búast við því að sjá mjög skýr gildi í okkar leik, liðsanda sem einkennist af mikilli orku og ákefð. Lið sem mun aldrei gefast upp,“ segir Elísabet í viðtali sem birtist á heimasíðu UEFA. Leikir Belgíu á EM í Sviss: - 3.júlí vs Ítalía (Stade de Tourbillon í Sion) - 7.júlí vs Spánn (Arena Thun í Thun) - 11.júlí vs Portúgal (Stade de Tourbillon í Sion) Belgía komst alla leið í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti eftir að hafa verið í riðli með Íslandi, Frakklandi og Ítalíu. „Belgíska þjóðin hefur því fengið að upplifa tilfinninguna sem fylgir því. Við viljum upplifa þá tilfinningu aftur. Það að komast upp úr riðlinum væri risa afrek fyrir Belgíu, það er okkar stefna að ná því takmarki.“ Elísabet er hrifinn af því að búa til menningu sem stýrist af því að leggja sig fram. Hún telur þannig menningu geta sigrað allt. GIldi Elísabetar í þjálfun eru mörg en sökum þess knappa tíma sem hún hefur haft síðan að hún tók við liðinu og fram að komandi Evrópumóti, hefur hún þurft að velja aðeins nokkur af sínum gildum til að vinna með. „Ég tel þá vinnu vera að ganga vel, það hafa allir tekið vel í það að fá eitthvað nýtt inn.“ Til þess að Belgía geti skarað fram úr á Evrópumótinu mun Elísabet þurfa að ná því besta fram í lykilmönnunum Janice Cayman og Tessa Wullaert, þá býr belgíska landsliðið einnig yfir öflugum og ungum leikmönnum. „Ég elska þessa blöndu. Þetta svipar til þeirrar samsetningar á leikmanahópum sem ég hef starfað með hjá félagsliðum. Ég elska að hafa bæði unga og hæfileikaríka leikmenn í bland við reynslubolta. Ég tel reynsluboltana geta gefið þeim ungum svo mikið, hjálpað þeim að þróast bæði sem leikmenn og einstaklingar.“
Leikir Belgíu á EM í Sviss: - 3.júlí vs Ítalía (Stade de Tourbillon í Sion) - 7.júlí vs Spánn (Arena Thun í Thun) - 11.júlí vs Portúgal (Stade de Tourbillon í Sion)
EM 2025 í Sviss Íslendingar erlendis Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira