„Skömmin þín“ Jokka G. Birnudóttir skrifar 23. júní 2025 09:32 Að bera skömm alla sína ævi er þungur baggi. Það er eitt af aðal einkennum þess að lenda í ofbeldi sem barn er skömm. Skömmin er lúmskt fyrirbæri sem lúrir í undirmeðvitundinni án þess að láta bera mikið á sér. Hún læðist fram við ólíklegustu aðstæður og heggur í sálina. „Þú ert ekki nógu dugleg/ur að lesa” skömmin hlær og minnir þig á þessa setningu alla ævi „Þú hefur þyngst”, skömmin skrifar þessa setningu í líkamann og minnir þig á í hvert sinn er þú lítur í spegil „Heimilið þitt er ekki nógu fínt” , skömmin sér til þess að þú þurrkar af daglega og afsakar þig í hvert sinn er einhver vogar sér að líta inn í kaffi, rétt eins og þú eigir að hafa húsið þitt eins og Ikea bækling Þú reynir að ná stjórn á lífinu, aðstæðum í kringum þig og reynir að sjá til þess að ekkert fari úrskeiðis sem lýsir sér stundum sem meðvirkni, og eða stjórnsemi.Því meðan þú hefur stjórn, þá getur enginn séð hversu “stór” mistök þú ert. Skömmin á það líka til láta þig upplifa þú sért fyrir, þú passir ekki inn í kassann sem flestir aðrir virðast vera í. Vera ekki partur af heildinni, manneskjan er hjarðdýr sem vill tilheyra samfélagi, en skömmin sér til þess að þú upplifir þig oft hornreka í lífinu. Hún jafnvel fær þig til að gefast upp á verkefnum, námi, vinnu því hún lemur þig niður fyrir minnsta smáatriði. Út á við virkar það líkt og þú “nennir” ekki að klára verkefnin en inn á við verður lífið stundum þér um megn, þá er betra að hætta bara. Svona heldur þetta áfram, skömmin nagar þig og meðan þú veist ekki hvaðan hún kemur fær hún frið til að vaxa líkt og arfi í beði. Skömm er þung, erfið og fær þig til að efast um hvert einasta spor sem þú tekur í lífinu, þú jafnvel setur ábyrgðina á aðra í kringum þig. „Hvað finnst þér ég eigi að mennta mig í?, á ég að fara til vinstri eða hægri?” Ef þú tekur sjálfstæða ákvörðun þarftu að fara marga hringi og spyrja alla í kringum þig áður en þú tekur hana, og ef einhver er ekki sammála þér upplifir þú hafir gert misök. Öll litlu mistökin sem allir gera í lífinu verða helmingi stærri , flestir gera mistök , læra af þeim og halda áfram. Skömmin sér til þess þú manst þau öll. “Manstu þegar þú helltir kaffi yfir nýja hvíta dúkinn í veislunni? Manstu þegar þú sagðir þetta og allir hlógu að þér? Manstu, manstu, manstu?” Já þú manst, og skömmin hellist yfir þig líkt og heit sósa yfir steik. Þú manst. Það er æfing að losa sig við skömm, það er að ná meðvitund og gera sér grein fyrir hvaðan hún kemur, og hún er ekki þín. Skömmin á ekki heima hjá þér, hún á heima þar sem hún varð til, hjá þeim sem beittu ofbeldinu, ekki þeim sem varð fyrir því. Fyrsta skrefið er að átta sig á henni, uppræta hana, senda hana þangað sem hún á heima. Læra að þú sért nóg, að þú sért jafn mikilvæg manneskja og allir hinir, læra að lífið er fallegt ferðalag þar sem þú þarft ekki að bera þig saman við aðra, heldur er þetta þitt líf, þín leið. Síðast en alls ekki síst, þú átt allt gott skilið. Höfundur vinnur með þolendum ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynbundið ofbeldi Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Jokka G. Birnudóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Að bera skömm alla sína ævi er þungur baggi. Það er eitt af aðal einkennum þess að lenda í ofbeldi sem barn er skömm. Skömmin er lúmskt fyrirbæri sem lúrir í undirmeðvitundinni án þess að láta bera mikið á sér. Hún læðist fram við ólíklegustu aðstæður og heggur í sálina. „Þú ert ekki nógu dugleg/ur að lesa” skömmin hlær og minnir þig á þessa setningu alla ævi „Þú hefur þyngst”, skömmin skrifar þessa setningu í líkamann og minnir þig á í hvert sinn er þú lítur í spegil „Heimilið þitt er ekki nógu fínt” , skömmin sér til þess að þú þurrkar af daglega og afsakar þig í hvert sinn er einhver vogar sér að líta inn í kaffi, rétt eins og þú eigir að hafa húsið þitt eins og Ikea bækling Þú reynir að ná stjórn á lífinu, aðstæðum í kringum þig og reynir að sjá til þess að ekkert fari úrskeiðis sem lýsir sér stundum sem meðvirkni, og eða stjórnsemi.Því meðan þú hefur stjórn, þá getur enginn séð hversu “stór” mistök þú ert. Skömmin á það líka til láta þig upplifa þú sért fyrir, þú passir ekki inn í kassann sem flestir aðrir virðast vera í. Vera ekki partur af heildinni, manneskjan er hjarðdýr sem vill tilheyra samfélagi, en skömmin sér til þess að þú upplifir þig oft hornreka í lífinu. Hún jafnvel fær þig til að gefast upp á verkefnum, námi, vinnu því hún lemur þig niður fyrir minnsta smáatriði. Út á við virkar það líkt og þú “nennir” ekki að klára verkefnin en inn á við verður lífið stundum þér um megn, þá er betra að hætta bara. Svona heldur þetta áfram, skömmin nagar þig og meðan þú veist ekki hvaðan hún kemur fær hún frið til að vaxa líkt og arfi í beði. Skömm er þung, erfið og fær þig til að efast um hvert einasta spor sem þú tekur í lífinu, þú jafnvel setur ábyrgðina á aðra í kringum þig. „Hvað finnst þér ég eigi að mennta mig í?, á ég að fara til vinstri eða hægri?” Ef þú tekur sjálfstæða ákvörðun þarftu að fara marga hringi og spyrja alla í kringum þig áður en þú tekur hana, og ef einhver er ekki sammála þér upplifir þú hafir gert misök. Öll litlu mistökin sem allir gera í lífinu verða helmingi stærri , flestir gera mistök , læra af þeim og halda áfram. Skömmin sér til þess þú manst þau öll. “Manstu þegar þú helltir kaffi yfir nýja hvíta dúkinn í veislunni? Manstu þegar þú sagðir þetta og allir hlógu að þér? Manstu, manstu, manstu?” Já þú manst, og skömmin hellist yfir þig líkt og heit sósa yfir steik. Þú manst. Það er æfing að losa sig við skömm, það er að ná meðvitund og gera sér grein fyrir hvaðan hún kemur, og hún er ekki þín. Skömmin á ekki heima hjá þér, hún á heima þar sem hún varð til, hjá þeim sem beittu ofbeldinu, ekki þeim sem varð fyrir því. Fyrsta skrefið er að átta sig á henni, uppræta hana, senda hana þangað sem hún á heima. Læra að þú sért nóg, að þú sért jafn mikilvæg manneskja og allir hinir, læra að lífið er fallegt ferðalag þar sem þú þarft ekki að bera þig saman við aðra, heldur er þetta þitt líf, þín leið. Síðast en alls ekki síst, þú átt allt gott skilið. Höfundur vinnur með þolendum ofbeldis.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun