Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Aron Guðmundsson skrifar 23. júní 2025 09:01 Gísli Þorgeir fagnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum Marius Becker/Getty Images Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburgar, er orðinn þekktasta nafnið í handboltaheiminum í dag að mati handboltaþjálfarans Rúnars Sigtryggssonar sem hefur þjálfað þýska úrvalsdeildarfélagið Leipzig undanfarin ár. Mögnuð frammistaða Gísla Þorgeirs á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í handbolta fyrir rúmri viku síðan vakti töluverða athygli. Eftir að hafa næstum því ekki geta tekið þátt í úrslitahelginni vegna meiðsla steig Gísli Þorgeir upp og var markahæsti leikmaðurinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með átta mörk og var valinn besti leikmaður helgarinnar. „Ég held það viti allir að hann er mjög góður handboltamaður, einn sá besti sem við höfum átt en hugarfarið hjá honum er alveg einstakt,“ segir Rúnar í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Ég held hann hafi sýnt það þessa helgi. Á þremur árum að vinna Meistaradeildina tvisvar sinnum og vera í bæði skiptin valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar segir bara sitt. Hann er orðinn þekktasta nafnið í handboltaheiminum í dag. Maður getur alveg sagt það og á það bara skilið líka.“ Gísli hafi staðið sig afburðar vel líkt og Magdeburgar liðið allt en Rúnar hefur fengið það krefjandi verkefni að mæta þeim í þó nokkur skipti undanfarin ár. „Þetta er mjög skemmtilegt lið, þeir ná einhvern veginn að halda mjög háu spennustigi innan liðsins. Það er alveg sama hvort einhver meiðist og annar leikmaður komi inn sem hefur ekki spilað í marga leiki, hann virðist koma inn eins og hann hafi spilað síðustu fimm leiki eins vel og hægt er. Maður getur bara dáðst að því hvernig þeir ná að drilla sitt lið og hvernig allir eru meðvitaðir um að þeir þurfi að standa sig þegar að þeim kemur.“ Handboltaþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson hefur þjálfað í þýsku úrvalsdeildinni undanfarin ár.vísir/Getty En hvað er hægt að segja um hugarfar Gísla Þorgeirs? Þegar að hann lendir í mótlæti, virðist hann bara koma sterkari til baka. „Hann er alveg ótrúlegur. Það var örugglega erfitt fyrir hann þegar að þessi meiðsli fóru að gera vart um sig í byrjun en hann virðist bara hafa lært af því. Hann tekur þetta á kassann og stendur sig bara feykilega vel. Það hræðast hann allir hvort sem hann spilar með Magdeburg eða ekki, það óttast hann allir. Fyrir þessa helgi var aðallega talað um það hvort hann yrði með eða ekki, það voru allir að pæla í því. Það borgar sig svo sannarlega að hafa hann með.“ Nánar verður rætt við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum að loknum kvöldfréttum Sýnar í kvöld þar sem að hann gerir upp tíma sinn hjá Leipzig en hann var látinn fara sem þjálfari liðsins eftir nýafstaðið tímabil. Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Mögnuð frammistaða Gísla Þorgeirs á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í handbolta fyrir rúmri viku síðan vakti töluverða athygli. Eftir að hafa næstum því ekki geta tekið þátt í úrslitahelginni vegna meiðsla steig Gísli Þorgeir upp og var markahæsti leikmaðurinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með átta mörk og var valinn besti leikmaður helgarinnar. „Ég held það viti allir að hann er mjög góður handboltamaður, einn sá besti sem við höfum átt en hugarfarið hjá honum er alveg einstakt,“ segir Rúnar í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Ég held hann hafi sýnt það þessa helgi. Á þremur árum að vinna Meistaradeildina tvisvar sinnum og vera í bæði skiptin valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar segir bara sitt. Hann er orðinn þekktasta nafnið í handboltaheiminum í dag. Maður getur alveg sagt það og á það bara skilið líka.“ Gísli hafi staðið sig afburðar vel líkt og Magdeburgar liðið allt en Rúnar hefur fengið það krefjandi verkefni að mæta þeim í þó nokkur skipti undanfarin ár. „Þetta er mjög skemmtilegt lið, þeir ná einhvern veginn að halda mjög háu spennustigi innan liðsins. Það er alveg sama hvort einhver meiðist og annar leikmaður komi inn sem hefur ekki spilað í marga leiki, hann virðist koma inn eins og hann hafi spilað síðustu fimm leiki eins vel og hægt er. Maður getur bara dáðst að því hvernig þeir ná að drilla sitt lið og hvernig allir eru meðvitaðir um að þeir þurfi að standa sig þegar að þeim kemur.“ Handboltaþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson hefur þjálfað í þýsku úrvalsdeildinni undanfarin ár.vísir/Getty En hvað er hægt að segja um hugarfar Gísla Þorgeirs? Þegar að hann lendir í mótlæti, virðist hann bara koma sterkari til baka. „Hann er alveg ótrúlegur. Það var örugglega erfitt fyrir hann þegar að þessi meiðsli fóru að gera vart um sig í byrjun en hann virðist bara hafa lært af því. Hann tekur þetta á kassann og stendur sig bara feykilega vel. Það hræðast hann allir hvort sem hann spilar með Magdeburg eða ekki, það óttast hann allir. Fyrir þessa helgi var aðallega talað um það hvort hann yrði með eða ekki, það voru allir að pæla í því. Það borgar sig svo sannarlega að hafa hann með.“ Nánar verður rætt við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum að loknum kvöldfréttum Sýnar í kvöld þar sem að hann gerir upp tíma sinn hjá Leipzig en hann var látinn fara sem þjálfari liðsins eftir nýafstaðið tímabil.
Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira