Hyggst setja RÚV „talsverðar skorður“ í þágu einkarekinna fjölmiðla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. júní 2025 08:07 Logi Einarsson ætlar að kynna fjölmiðlastefnu nú í haust. Vísir/Vilhelm Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en hyggst samt sem áður setja fjölmiðlinum talsverðar skorður í þágu einkarekinna fjölmiðla. Ráðherrann vill einnig stofna íslenska gervigreindarmiðstöð til að koma í veg fyrir skekkjur erlendra mállíkana. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, mætti í útvarpsþáttinnSprengisand og ræddi meðal annars nýja fjölmiðlastefnu sem hann hyggst leggja fram næsta haust. Ætlunin er að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla en hann telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. „Við erum að fara leggja fram frumvarp í haust þar sem við náum einhverjum af þessum tekjum sem að þessi fyrirtæki eru að taka út úr íslensku hagkerfi,“ segir hann og vísar í erlend stórfyrirtækin Facebook og Google. „Við erum með í fanginu afleiðingar af því hvernig við byggðum upp okkar Ríkisútvarp þar sem auglýsingaþátturinn var hlutur af þeirri starfsemi ólíkt því sem gerðist í Noregi eða sumum norrænum löndum. Á sama tíma höfum við séð molna svolítið hressilega undir einkareknum fjölmiðlum.“ Með frumvarpinu hyggst hann setja Ríkisútvarpinu ákveðnar skorður um hvernig og hvenær megi auglýsa. Kemur til greina að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði? „Ég held að það sé ekki skynsamlegt. Ég held að það yrði allt of stórt fyrsta skref. Það eru mjög margir sem hafa bent á að það yrði ansi ólíklegt að allar auglýsingarnar þar myndu rata inn á stóru stöðvarnar. Í öðru lagi yrði það alveg svakalega stórt högg fyrir Ríkisútvarpið sem að glímir auðvitað líka við mjög dýra lífeyrisskuldbindingar.“ Erlendar streymisveitur verða einnig teknar fyrir samkvæmt Loga. Með stefnunni hyggst hann skattleggja streymisveitur líkt og Netflix. Það megi ekki hafa áhrif á íslensku streymisveiturnar. „Við erum að skoða með hvaða hætti og hvernig við getum sótt eitthvað af þessum tekjum til baka,“ segir hann. Skekkja í erlendum mállíkönum „Nú erum við á næstu dögum að fara birta þessa gervigreindaráætlun sem við þurfum að leggja til grundvallar. Við munum birta frumvarp eða undirbúa það með öðrum hætti að búa til íslenska gervigreindarmiðstöð. Þar mun Almannarómur sem er íslenskur hluti af þessu verkefni vera miðlægur,“ segir Logi. Á dögunum var fjallað um nýja norræna-baltneska gervigreindarmiðstöð sem er í smíðum. Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, sagði gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að taka þátt í mótun gervigreindarmiðstöðvar þar sem námstækifæri væru fyrir hendi. Logi tekur undir orð hennar og vill nýta tækifærið til upplýsingaöflunar með það að markmiði að búa til íslenska gervigreindarmiðstöð. „Þessi stóru gervigreindarlíkön eru ekkert styðja við þau gildi sem við á Norðurlöndunum viljum,“ segir hann. „Í fyrsta lagi gengur þetta út á það að við útvegum okkur næga reiknigetu til þess að geta unnið með svona flókin og þung gögn. Í öðru lagi lagt grunninn að því að byggja okkar eigin módel, þar sem að skekkjur sem eru augljósar inni í stóru módelunum verði ekki til staðar.“ Logi fagnar framtaki fyrrum ríkisstjórnar að fá íslensku sem annað tungumál mállíkansins ChatGPT. Hins vegar séu erlendu mállíkönin með ákveðnar skekkjur sem hægt væri að laga með al-íslensku mállíkani. „Okkur var bent á það ef þú setur inn jákvætt orð eins og „strong“ þá ertu líklegri til að fá þýðinguna í karlkyni, semsagt sterkur. En ef þú setur orð sem hefur neikvæðan blæ eins og „weak“ þá ertu líklegri til að fá það í kvenkyni, veik. Þetta getum við komið auga á því að okkar mál er byggt þannig upp og þetta er eitthvað sem við erum að vinda ofan af.“ Logi og Kristján Kristjánsson, stjórnandi Sprengisands, fóru um víðan völl í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér í spilaranum: Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Gervigreind Sprengisandur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, mætti í útvarpsþáttinnSprengisand og ræddi meðal annars nýja fjölmiðlastefnu sem hann hyggst leggja fram næsta haust. Ætlunin er að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla en hann telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. „Við erum að fara leggja fram frumvarp í haust þar sem við náum einhverjum af þessum tekjum sem að þessi fyrirtæki eru að taka út úr íslensku hagkerfi,“ segir hann og vísar í erlend stórfyrirtækin Facebook og Google. „Við erum með í fanginu afleiðingar af því hvernig við byggðum upp okkar Ríkisútvarp þar sem auglýsingaþátturinn var hlutur af þeirri starfsemi ólíkt því sem gerðist í Noregi eða sumum norrænum löndum. Á sama tíma höfum við séð molna svolítið hressilega undir einkareknum fjölmiðlum.“ Með frumvarpinu hyggst hann setja Ríkisútvarpinu ákveðnar skorður um hvernig og hvenær megi auglýsa. Kemur til greina að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði? „Ég held að það sé ekki skynsamlegt. Ég held að það yrði allt of stórt fyrsta skref. Það eru mjög margir sem hafa bent á að það yrði ansi ólíklegt að allar auglýsingarnar þar myndu rata inn á stóru stöðvarnar. Í öðru lagi yrði það alveg svakalega stórt högg fyrir Ríkisútvarpið sem að glímir auðvitað líka við mjög dýra lífeyrisskuldbindingar.“ Erlendar streymisveitur verða einnig teknar fyrir samkvæmt Loga. Með stefnunni hyggst hann skattleggja streymisveitur líkt og Netflix. Það megi ekki hafa áhrif á íslensku streymisveiturnar. „Við erum að skoða með hvaða hætti og hvernig við getum sótt eitthvað af þessum tekjum til baka,“ segir hann. Skekkja í erlendum mállíkönum „Nú erum við á næstu dögum að fara birta þessa gervigreindaráætlun sem við þurfum að leggja til grundvallar. Við munum birta frumvarp eða undirbúa það með öðrum hætti að búa til íslenska gervigreindarmiðstöð. Þar mun Almannarómur sem er íslenskur hluti af þessu verkefni vera miðlægur,“ segir Logi. Á dögunum var fjallað um nýja norræna-baltneska gervigreindarmiðstöð sem er í smíðum. Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, sagði gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að taka þátt í mótun gervigreindarmiðstöðvar þar sem námstækifæri væru fyrir hendi. Logi tekur undir orð hennar og vill nýta tækifærið til upplýsingaöflunar með það að markmiði að búa til íslenska gervigreindarmiðstöð. „Þessi stóru gervigreindarlíkön eru ekkert styðja við þau gildi sem við á Norðurlöndunum viljum,“ segir hann. „Í fyrsta lagi gengur þetta út á það að við útvegum okkur næga reiknigetu til þess að geta unnið með svona flókin og þung gögn. Í öðru lagi lagt grunninn að því að byggja okkar eigin módel, þar sem að skekkjur sem eru augljósar inni í stóru módelunum verði ekki til staðar.“ Logi fagnar framtaki fyrrum ríkisstjórnar að fá íslensku sem annað tungumál mállíkansins ChatGPT. Hins vegar séu erlendu mállíkönin með ákveðnar skekkjur sem hægt væri að laga með al-íslensku mállíkani. „Okkur var bent á það ef þú setur inn jákvætt orð eins og „strong“ þá ertu líklegri til að fá þýðinguna í karlkyni, semsagt sterkur. En ef þú setur orð sem hefur neikvæðan blæ eins og „weak“ þá ertu líklegri til að fá það í kvenkyni, veik. Þetta getum við komið auga á því að okkar mál er byggt þannig upp og þetta er eitthvað sem við erum að vinda ofan af.“ Logi og Kristján Kristjánsson, stjórnandi Sprengisands, fóru um víðan völl í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér í spilaranum:
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Gervigreind Sprengisandur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira