„Gæðin í liðinu munu alltaf skora mörk“ Árni Gísli Magnússon skrifar 22. júní 2025 22:12 Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við bæði mörk Víkinga fyrir norðan. Vísir/Diego Víkingur styrkti stöðu sína á toppi Bestu deildar karla með 2-0 sigri á KA á norðan heiða nú í kvöld. Nikolaj Hansen og Gylfi Sigurðsson skoruðu mörk Víkings í sitt hvorum hálfleiknum. Þá lagði Gylfi einnig upp mark og fór yfir leikinn og stöðu liðsins í viðtali beint eftir leik. „Mjög vel, erfiður leikur. Alltaf erfitt að koma hingað og ég held að KA séu betri en staðan í deildinni sýnir. Þeir eru góðir að spila boltanum og síðan eru þeir líka góðir í að nýta kannski kantana og koma með krossa og svona stundum með aðeins lengri bolta. Mér finnst þeir vera fínasta lið, ég held að þeir eigi mikið inni, en bara mjög ánægður með að taka þrjú stig og fara heim.“ Vorum kannski smá kærulausir KA varðist vel og hleypti Víkingum ekki í nein alvöru færi lengi vel í fyrri hálfleik en Víkingar héldu mikið meira í boltann. Gylfa fannst leikplan Víkings ganga vel upp í dag. „Já ég held það. Við vorum kannski smá kærulausir þegar við vorum að missa boltann, þeir eru mjög góðir í skyndisóknum þannig kannski svolítið okkur að kenna í fyrri hálfleik að við leyfðum leiknum að vera mikið fram og til baka, við hefðum getað haldið boltanum betur. Ég held að planið sem við lögðum upp með var bara að vera sterkir varnarlega og halda hreinu og gæðin í liðinu munu alltaf skora einhver mörk.“ Gylfi lagði upp fyrsta mark leiksins sem Nikolaj Hansen skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Gylfa sem var vel útfærð og virtist koma beint af æfingasvæðinu. „Já, við höfum talað um þetta nokkrum sinnum, þannig maður þarf eiginlega bara að hitta hann eitthvert þarna upp í loftið og þá kemur Niko (Nikolaj Hansen) og skallar hann inn, svakalegur skalli hjá honum.“ Liðið á góðum stað „Bara fínt sko, þetta var svolítið erfiður leikur, eins og ég sagði mikið fram og til baka sérstaklega í fyrri hálfleik. Vorum kannski aðeins fannst mér í leiknum, aðeins svona niður í seinni hálfleik að stjórna leiknum, rólegri og reyna kannski að halda boltanum, sást kannski mest síðustu 20 mínúturnar en bara leið mjög vel“, sagði Gylfi aðspurður hvernig honum hafi liðið á vellinum. Víkingar eru með sterkan og breiðan hóp og hafa verið að endurheimta menn úr meiðslum sem er jákvætt þar sem liðið á Evrópuleiki framundan í næsta mánuði ásamt því að vera á toppnum í Bestu deildinni. „Ég meina við erum bara búnir að tapa einum leik í einhverjum fimm leikjum sirka, á móti Breiðablik. Maður þarf ekkert alltaf að spila eitthvað rosalega vel, þarft bara að vinna leiki og við höfum verið að gera það og eins og ég segi; meirihlutann af leikjunum munum við spila vel en verðum bara að passa að þegar við erum ekki upp á okkar besta að við náum samt í úrslit.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Nikolaj Hansen og Gylfi Sigurðsson skoruðu mörk Víkings í sitt hvorum hálfleiknum. Þá lagði Gylfi einnig upp mark og fór yfir leikinn og stöðu liðsins í viðtali beint eftir leik. „Mjög vel, erfiður leikur. Alltaf erfitt að koma hingað og ég held að KA séu betri en staðan í deildinni sýnir. Þeir eru góðir að spila boltanum og síðan eru þeir líka góðir í að nýta kannski kantana og koma með krossa og svona stundum með aðeins lengri bolta. Mér finnst þeir vera fínasta lið, ég held að þeir eigi mikið inni, en bara mjög ánægður með að taka þrjú stig og fara heim.“ Vorum kannski smá kærulausir KA varðist vel og hleypti Víkingum ekki í nein alvöru færi lengi vel í fyrri hálfleik en Víkingar héldu mikið meira í boltann. Gylfa fannst leikplan Víkings ganga vel upp í dag. „Já ég held það. Við vorum kannski smá kærulausir þegar við vorum að missa boltann, þeir eru mjög góðir í skyndisóknum þannig kannski svolítið okkur að kenna í fyrri hálfleik að við leyfðum leiknum að vera mikið fram og til baka, við hefðum getað haldið boltanum betur. Ég held að planið sem við lögðum upp með var bara að vera sterkir varnarlega og halda hreinu og gæðin í liðinu munu alltaf skora einhver mörk.“ Gylfi lagði upp fyrsta mark leiksins sem Nikolaj Hansen skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Gylfa sem var vel útfærð og virtist koma beint af æfingasvæðinu. „Já, við höfum talað um þetta nokkrum sinnum, þannig maður þarf eiginlega bara að hitta hann eitthvert þarna upp í loftið og þá kemur Niko (Nikolaj Hansen) og skallar hann inn, svakalegur skalli hjá honum.“ Liðið á góðum stað „Bara fínt sko, þetta var svolítið erfiður leikur, eins og ég sagði mikið fram og til baka sérstaklega í fyrri hálfleik. Vorum kannski aðeins fannst mér í leiknum, aðeins svona niður í seinni hálfleik að stjórna leiknum, rólegri og reyna kannski að halda boltanum, sást kannski mest síðustu 20 mínúturnar en bara leið mjög vel“, sagði Gylfi aðspurður hvernig honum hafi liðið á vellinum. Víkingar eru með sterkan og breiðan hóp og hafa verið að endurheimta menn úr meiðslum sem er jákvætt þar sem liðið á Evrópuleiki framundan í næsta mánuði ásamt því að vera á toppnum í Bestu deildinni. „Ég meina við erum bara búnir að tapa einum leik í einhverjum fimm leikjum sirka, á móti Breiðablik. Maður þarf ekkert alltaf að spila eitthvað rosalega vel, þarft bara að vinna leiki og við höfum verið að gera það og eins og ég segi; meirihlutann af leikjunum munum við spila vel en verðum bara að passa að þegar við erum ekki upp á okkar besta að við náum samt í úrslit.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira