Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2025 19:31 Indiana Pacers hafa komið mörgum á óvart hvað eftir annað í úrslitakeppninni og myndu gera það líka með sigri í nótt. Getty/Jason Miller Oklahoma City Thunder og Indiana Pacers mætast í kvöld í leik sjö í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta, hreinum úrslitaleik um titilinn. Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltaáhugafólk fær svona leik. Þetta er tuttugasti hreini úrslitaleikurinn um NBA titilinn en jafnframt sá fyrsti í níu ár. Þessi veisla verður sýnd beint á Sýn Sport 2 í kvöld og hefst upphitunin klukkan 23.30 en leikurinn rétt eftir miðnætti. Indiana Pacers hefur komið mörgum á óvart með frammistöðu sinni í úrslitakeppninni og tryggði sér oddaleik með sannfærandi sigri í leik sex. Liðið hefur hvað eftir annað verið afskrifað en kemur alltaf til baka. Í kvöld er liðið aftur á móti á útivelli í Oklahoma City og sagan er ekki með þeim þar. Þetta er tuttugasti oddaleikurinn um NBA titilinn en aðeins fjórum sinnum hefur útiliðið náð að vinna. Heimaliðin hafa unnið 15 af 19 leikjum eða 79 prósent oddaleikjanna. Eitt af þeim sem hefur fagnað sigri á útivelli er lið Cleveland Cavaliers sem fagnaði sigri í síðasta oddaleik um titilinn sem fór fram árið 2016. Cleveland vann þá fjögurra stiga sigur á Golen State Warriors á útivelli, 93-89, þar sem LeBron James var með þrefalda tvennu, skoraði 27 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Hin þrjú útiliðin til að vinna oddaleik um titilinn eru Washington Bullets 1978, Boston Celtics 1974 og Boston Celtics 1969. Síðastnefnda Boston liðið var með Bill Russell sem spilandi þjálfara. Bill Russell vann þá NBA titilinn í ellefta skiptið á þrettán árum en þetta var hans síðasti leikur á ferlinum. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Þetta er tuttugasti hreini úrslitaleikurinn um NBA titilinn en jafnframt sá fyrsti í níu ár. Þessi veisla verður sýnd beint á Sýn Sport 2 í kvöld og hefst upphitunin klukkan 23.30 en leikurinn rétt eftir miðnætti. Indiana Pacers hefur komið mörgum á óvart með frammistöðu sinni í úrslitakeppninni og tryggði sér oddaleik með sannfærandi sigri í leik sex. Liðið hefur hvað eftir annað verið afskrifað en kemur alltaf til baka. Í kvöld er liðið aftur á móti á útivelli í Oklahoma City og sagan er ekki með þeim þar. Þetta er tuttugasti oddaleikurinn um NBA titilinn en aðeins fjórum sinnum hefur útiliðið náð að vinna. Heimaliðin hafa unnið 15 af 19 leikjum eða 79 prósent oddaleikjanna. Eitt af þeim sem hefur fagnað sigri á útivelli er lið Cleveland Cavaliers sem fagnaði sigri í síðasta oddaleik um titilinn sem fór fram árið 2016. Cleveland vann þá fjögurra stiga sigur á Golen State Warriors á útivelli, 93-89, þar sem LeBron James var með þrefalda tvennu, skoraði 27 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Hin þrjú útiliðin til að vinna oddaleik um titilinn eru Washington Bullets 1978, Boston Celtics 1974 og Boston Celtics 1969. Síðastnefnda Boston liðið var með Bill Russell sem spilandi þjálfara. Bill Russell vann þá NBA titilinn í ellefta skiptið á þrettán árum en þetta var hans síðasti leikur á ferlinum. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira