Gæti suðurafrískt lið farið áfram á HM félagsliða? Haraldur Örn Haraldsson skrifar 21. júní 2025 21:46 Suður-Afríkanar hafa verið þekktir fyrir góð fögn eins og menn ættu að muna eftir frá HM 2010. Marcio Machado/Getty Lið Mamelodi Sundowns frá Suður-Afríku hafa komið á óvart á HM félagsliða í sumar. Þeir spiluðu við þýska risann Borussia Dortmund í dag og töpuðu naumlega 4-3. Leikurinn í dag fór gríðarlega vel af stað fyrir Suður-Afríska liðið þar sem þeir komust yfir strax á 11. mínútu. Lucas Ribeiro skoraði glæsilegt mark þar sem hann hljóp frá miðlínu og fór framhjá nokkrum varnarmönnum á leiðinni. Dortmund svöruðu þó og skoruðu fjögur mörk í röð. Felix Nmecha jafnaði leikinn, svo var það Serhou Guirassy sem kom Dortmund yfir áður en að nýjasti leikmaður liðsins Jobe Bellingham skoraði þriðja markið. Khuliso Mudau skoraði svo pínlegt sjálfsmark á 60. mínútu og útlitið svart, staðan orðin 4-1. Aðeins tveimur mínútum sienna höfðu þeir hinsvegar minnkað muninn, þegar Iqraam Rayners skoraði, og á 90, mínútu skoraði Lebo Mothiba. Það reyndist ekki alveg nóg fyrir þá að ná í stigið en samt sem áður hetjuleg barátta hjá Sundowns gegn eitt af bestu liðum mótsins. Mamelodi Sundowns vann fyrsta leikinn sinn 1-0 gegn Suður-Kóreska liðinu Ulsan, og eru þeir því með þrjú stig í riðlinum. Þeir mæta næst Fluminese frá Brasilíu, en með sigri gegn þeim fara þeir upp úr riðlinum, öllum að óvörum. Með frammistöðu eins og í dag, gæti Suður-Afrískt lið orðið eitt af óvæntari sögum mótsins. Hér fyrir neðan má sjá glæsilegt mark Ribeiro í byrjun leiks. 10' @Masandawana take the lead through Ribeiro! Watch Mamelodi Sundowns FC vs Borussia Dortmund on @ssfootball #FIFACWC #MSUBVB pic.twitter.com/EOBzRI2jAT— DAZN Football (@DAZNFootball) June 21, 2025 Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Ármann - Þór Þ. | Botnslagur í Höllinni Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone Sjá meira
Leikurinn í dag fór gríðarlega vel af stað fyrir Suður-Afríska liðið þar sem þeir komust yfir strax á 11. mínútu. Lucas Ribeiro skoraði glæsilegt mark þar sem hann hljóp frá miðlínu og fór framhjá nokkrum varnarmönnum á leiðinni. Dortmund svöruðu þó og skoruðu fjögur mörk í röð. Felix Nmecha jafnaði leikinn, svo var það Serhou Guirassy sem kom Dortmund yfir áður en að nýjasti leikmaður liðsins Jobe Bellingham skoraði þriðja markið. Khuliso Mudau skoraði svo pínlegt sjálfsmark á 60. mínútu og útlitið svart, staðan orðin 4-1. Aðeins tveimur mínútum sienna höfðu þeir hinsvegar minnkað muninn, þegar Iqraam Rayners skoraði, og á 90, mínútu skoraði Lebo Mothiba. Það reyndist ekki alveg nóg fyrir þá að ná í stigið en samt sem áður hetjuleg barátta hjá Sundowns gegn eitt af bestu liðum mótsins. Mamelodi Sundowns vann fyrsta leikinn sinn 1-0 gegn Suður-Kóreska liðinu Ulsan, og eru þeir því með þrjú stig í riðlinum. Þeir mæta næst Fluminese frá Brasilíu, en með sigri gegn þeim fara þeir upp úr riðlinum, öllum að óvörum. Með frammistöðu eins og í dag, gæti Suður-Afrískt lið orðið eitt af óvæntari sögum mótsins. Hér fyrir neðan má sjá glæsilegt mark Ribeiro í byrjun leiks. 10' @Masandawana take the lead through Ribeiro! Watch Mamelodi Sundowns FC vs Borussia Dortmund on @ssfootball #FIFACWC #MSUBVB pic.twitter.com/EOBzRI2jAT— DAZN Football (@DAZNFootball) June 21, 2025
Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Ármann - Þór Þ. | Botnslagur í Höllinni Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone Sjá meira