Spenntari fyrir NFL en EM: „Við horfum á einhverja leiki“ Gunnar Gunnarsson skrifar 20. júní 2025 21:41 Genevieve Crenshaw átti frábæran leik fyrir Tindastól í kvöld Guðmundur Þórlaugarson/Vísir Genevieve Crenshaw, markvörður Tindastólsins, var hetja liðsins í 1-4 sigri á FHL í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikmenn FHL skutu og skutu en Genieve varði og varði, þar á meðal vítaspyrnu Calliste Brookshire í stöðinni 1-1. „Um leið og við fengum á okkur vítið hugsaði ég að ég yrði að verja hana. Í bikarkeppninni var ég með fingur í vítaspyrnu sem fór inn. Ég sagði að ef ég verði þá héldi ég okkur í leiknum. Þannig það var frábært að verja spyrnuna, einkum eftir slæmt tap gegn FH. Um leið og hún fór að boltanum hugsaði ég með mér: Hún skýtur hægra megin við mig – því hún var búin að vera með boltann allan leikinn og er skotföst. Hún skýtur með vinstri og ætlar væntanlega að skjóta fast,“ sagði Crenshaw Geneieve átti líka stórglæsilega vörslu í fyrri hálfleik þegar hún blakaði boltanum í stöngina. „Það var líka frábært. Ég varð bara að láta mig vaða (í loftið). Maður veit aldrei nema reyna. Það hefur verið mottó mitt sem markvarðar,“ sagði Crenshaw Samheldnin skiptir máli Geneieve er á sínu fyrsta tímabili með Tindastóli. Hún kemur úr Kaliforníu sem er öllu fjölmennari staður. „Þar er margt fólk og mikill hraði en hér er öðruvísi og tekið vel á móti mér. Margar stelpurnar í liðinu eru aldar upp hjá félaginu og það er gaman að sjá ástríðu þeirra fyrir því, fyrir utan að spila á móti ólíkum leikmönnum og sjá tengslin á milli,“ sagði Crenshaw. Með sigrinum í kvöld færðist Tindastóll upp úr fallsæti. „Þetta eru risastig. Við vissum að við þyrftum að skora mörg mörk til að laga markahlutfall okkar gagnvart Víkingi og Birgitta steig upp með tveimur mörkum. Hún getur þetta. Það skipti líka máli að við héldum samheldninni. Um leið og hún brestur þá töpum við. Í síðasta leik spiluðum við í raun bara fyrri hálfleikinn en í dag allar 90 mínúturnar,“ sagði Crenshaw. Framundan er mánaðarfrí vegna Evrópumóts kvenna. „Ég ætla að fara í ferðalag með foreldrum mínum sem hafa aldrei komið til Evrópu. Ég er samt viss um að við horfum á einhverja leiki. Ég verð að játa að ég hef verið mikill aðdáandi af amerískum fótbolta en stelpurnar sem ég bý með horfa á alla fótboltaleiki sem þær geta en ég ætla að fylgjast eitthvað með,“ sagði Crenshaw. Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
„Um leið og við fengum á okkur vítið hugsaði ég að ég yrði að verja hana. Í bikarkeppninni var ég með fingur í vítaspyrnu sem fór inn. Ég sagði að ef ég verði þá héldi ég okkur í leiknum. Þannig það var frábært að verja spyrnuna, einkum eftir slæmt tap gegn FH. Um leið og hún fór að boltanum hugsaði ég með mér: Hún skýtur hægra megin við mig – því hún var búin að vera með boltann allan leikinn og er skotföst. Hún skýtur með vinstri og ætlar væntanlega að skjóta fast,“ sagði Crenshaw Geneieve átti líka stórglæsilega vörslu í fyrri hálfleik þegar hún blakaði boltanum í stöngina. „Það var líka frábært. Ég varð bara að láta mig vaða (í loftið). Maður veit aldrei nema reyna. Það hefur verið mottó mitt sem markvarðar,“ sagði Crenshaw Samheldnin skiptir máli Geneieve er á sínu fyrsta tímabili með Tindastóli. Hún kemur úr Kaliforníu sem er öllu fjölmennari staður. „Þar er margt fólk og mikill hraði en hér er öðruvísi og tekið vel á móti mér. Margar stelpurnar í liðinu eru aldar upp hjá félaginu og það er gaman að sjá ástríðu þeirra fyrir því, fyrir utan að spila á móti ólíkum leikmönnum og sjá tengslin á milli,“ sagði Crenshaw. Með sigrinum í kvöld færðist Tindastóll upp úr fallsæti. „Þetta eru risastig. Við vissum að við þyrftum að skora mörg mörk til að laga markahlutfall okkar gagnvart Víkingi og Birgitta steig upp með tveimur mörkum. Hún getur þetta. Það skipti líka máli að við héldum samheldninni. Um leið og hún brestur þá töpum við. Í síðasta leik spiluðum við í raun bara fyrri hálfleikinn en í dag allar 90 mínúturnar,“ sagði Crenshaw. Framundan er mánaðarfrí vegna Evrópumóts kvenna. „Ég ætla að fara í ferðalag með foreldrum mínum sem hafa aldrei komið til Evrópu. Ég er samt viss um að við horfum á einhverja leiki. Ég verð að játa að ég hef verið mikill aðdáandi af amerískum fótbolta en stelpurnar sem ég bý með horfa á alla fótboltaleiki sem þær geta en ég ætla að fylgjast eitthvað með,“ sagði Crenshaw.
Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira