Hafnar tillögu um að verja fimm prósentum í varnamál Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 08:15 Pedro Sánchez segir kröfuna ósanngjarna og hafa þveröfug áhrif. Vísir/EPA Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hefur hafnað tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála verði hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Hann segist vilja sveigjanlegri formúlu og að slík markmið séu ekki aðeins ósanngjörn heldur hafi þau einnig þveröfug áhrif. Í frétt Guardian er haft eftir Sánchez að hann sé ekki að reyna að gera NATO ráðstefnu næstu viku erfiðari en að hann vilji meiri sveigjanleika sem geri markmiðið valkvætt eða að Spánn geti sagt sig frá því. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lagði þetta markmið til sem svar við kröfu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að varnarframlög aðildarríkja verði hækkuð í fimm prósent. Tillaga Rutte gerir ráð fyrir að varnarframlög verði 3,5 prósent af vergri landsframleiðslu og aðildarríkin skuldbindi sig til að verja 1,5 prósentum í öryggismál. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Í frétt Guardian segir að í bréfi til Rutte hafi Sánchez sett spurningar við hækkunina og mögulegar afleiðingar. Þá sagði hann hækkunina ekki í samræmi við velferðarstefnu Spánar og sýn þeirra á heiminn. Þá sagði hann það rétt hvers ríkis að taka sjálfstæða ákvörðun um þessi mál og að sem fullvalda ríki ætli Spánn ekki að taka þátt. Í frétt Guardian segir að Spánn verji töluvert minna í varnarmál en önnur vestræn ríki. Um 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu fari í varnarmál sem sé minna en takmark NATO um tvö prósent. Spánn hefur lagt til að takmark NATO verði hækkað í 2,1 prósent. Þá segir að Sánchez hafi fyrir tveimur mánuðum tilkynnt um hækkun framlags fyrir lok árs og sagði við það tilefni að það væri augljóst að aðeins Evrópa myndi verja Evrópu héðan í frá. Í frétt Guardian segir að NATO hafi sagt viðræður í gangi meðal aðildarríkja og að þau hafi ekki viljað svara frekar fyrir bréf Sánchez. Trump lagði hækkunina til í janúar. Hann sagði alla þurfa að leggja hönd á plóg og að Bandaríkin hefðu borið of þungar byrðar of lengi þegar kemur að varnarmálum heimsins. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði á dögunum að Ísland þurfi að byggja upp innviði á borð við flugvelli og hafnir til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. Hún fundaði með Rutte í lok síðasta mánaðar og nefndi Rutte þá framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi innviða sem Ísland bjóði öðrum aðildarríkjum. Spánn Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Í frétt Guardian er haft eftir Sánchez að hann sé ekki að reyna að gera NATO ráðstefnu næstu viku erfiðari en að hann vilji meiri sveigjanleika sem geri markmiðið valkvætt eða að Spánn geti sagt sig frá því. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lagði þetta markmið til sem svar við kröfu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að varnarframlög aðildarríkja verði hækkuð í fimm prósent. Tillaga Rutte gerir ráð fyrir að varnarframlög verði 3,5 prósent af vergri landsframleiðslu og aðildarríkin skuldbindi sig til að verja 1,5 prósentum í öryggismál. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Í frétt Guardian segir að í bréfi til Rutte hafi Sánchez sett spurningar við hækkunina og mögulegar afleiðingar. Þá sagði hann hækkunina ekki í samræmi við velferðarstefnu Spánar og sýn þeirra á heiminn. Þá sagði hann það rétt hvers ríkis að taka sjálfstæða ákvörðun um þessi mál og að sem fullvalda ríki ætli Spánn ekki að taka þátt. Í frétt Guardian segir að Spánn verji töluvert minna í varnarmál en önnur vestræn ríki. Um 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu fari í varnarmál sem sé minna en takmark NATO um tvö prósent. Spánn hefur lagt til að takmark NATO verði hækkað í 2,1 prósent. Þá segir að Sánchez hafi fyrir tveimur mánuðum tilkynnt um hækkun framlags fyrir lok árs og sagði við það tilefni að það væri augljóst að aðeins Evrópa myndi verja Evrópu héðan í frá. Í frétt Guardian segir að NATO hafi sagt viðræður í gangi meðal aðildarríkja og að þau hafi ekki viljað svara frekar fyrir bréf Sánchez. Trump lagði hækkunina til í janúar. Hann sagði alla þurfa að leggja hönd á plóg og að Bandaríkin hefðu borið of þungar byrðar of lengi þegar kemur að varnarmálum heimsins. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði á dögunum að Ísland þurfi að byggja upp innviði á borð við flugvelli og hafnir til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. Hún fundaði með Rutte í lok síðasta mánaðar og nefndi Rutte þá framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi innviða sem Ísland bjóði öðrum aðildarríkjum.
Spánn Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira