Ótrúlega skrýtið að sjá Val: „Þetta er andlegt þrot“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2025 17:30 Valur er með þrautreyndar landsliðskonur í sínum röðum en ekkert hefur gengið upp hjá liðinu í Bestu deildinni í sumar. vísir/Jón Gautur „Það er bara eitthvað andlegt þrot í gangi þarna,“ sagði Mist Edvardsdóttir, fyrrverandi leikmaður Vals, um skelfilega stöðu Valsliðsins sem var til umræðu í nýjasta þætti Bestu markanna. Eftir mikla velmegun síðastliðinn áratug eru Valskonur núna í sjöunda sæti Bestu deildarinnar með aðeins níu stig eftir níu leiki, tveimur stigum frá fallsæti en heilum þrettán frá toppliðunum Breiðabliki, FH og Þrótti. Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við Valsliðinu í vetur og þrátt fyrir að vera komnir með liðið í undanúrslit Mjólkurbikarsins er gengið í Bestu deildinni svo afleitt að staða þeirra hlýtur í það minnsta að vera til skoðunar, að mati sérfræðinga Bestu markanna. Umræðuna um Val má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andlegt þrot Valskvenna Valur tapaði 2-1 á heimavelli gegn nýliðum Fram á sunnudaginn og þarf að vinna spútniklið FH á laugardaginn til þess að þurfa ekki að sitja í fallhluta deildarinnar allt EM-hléið, fram til 24. júlí. „Þær voru bara fínar í fyrri hálfleik, ekkert frábærar, en með yfirhöndina. Þær enduðu fyrri hálfleikinn sterkt. Fanndís með skot í stöng og svo áttu þær klárlega að fá víti. Eftir fyrri hálfleikinn var maður með þá tilfinningu að þær væru að fara að sigla þessu heim. Svo byrja þær seinni hálfleikinn illa og það er eins og þær brotni gjörsamlega andlega. Þær spila ítrekað frá sér í dauðafæri, sjálfar, og maður sér vonleysið í þeim öllum,“ sagði Mist. „Ótrúlega skrýtið að horfa á þetta“ Þess ber að geta að þó að Valur hafi látið sterka leikmenn fara í Katie Cousins og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur þá eru til að mynda í liðinu tvær sem fara á EM í sumar, þær Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir, og svo Fanndís Friðriksdóttir og Elísa Viðarsdóttir sem voru afar nálægt því. „Þær eru í stökustu vandræðum allan seinni hálfleikinn, bara í að spila sig út. Þær finna engar lausnir. Engin svör. Sendingafeilar… Það er ótrúlegt að horfa á þetta,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem er vön því að keppa um titla við Val með Breiðabliki. „Það er ótrúlega skrýtið að horfa á þetta. Liðið er í sjöunda sæti. Þetta er andlegt þrot, og eflaust líkamlegt líka. Þetta er mjög áhugavert. Þær eru að fá nýliða á sinn heimavöll. Það er ekkert auðvelt að mæta á Hlíðarenda,“ sagði Ásta og Mist greip inn í: „Valur er með tíu mörk skoruð! Næstminnst af öllum liðum!“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Sjá meira
Eftir mikla velmegun síðastliðinn áratug eru Valskonur núna í sjöunda sæti Bestu deildarinnar með aðeins níu stig eftir níu leiki, tveimur stigum frá fallsæti en heilum þrettán frá toppliðunum Breiðabliki, FH og Þrótti. Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við Valsliðinu í vetur og þrátt fyrir að vera komnir með liðið í undanúrslit Mjólkurbikarsins er gengið í Bestu deildinni svo afleitt að staða þeirra hlýtur í það minnsta að vera til skoðunar, að mati sérfræðinga Bestu markanna. Umræðuna um Val má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andlegt þrot Valskvenna Valur tapaði 2-1 á heimavelli gegn nýliðum Fram á sunnudaginn og þarf að vinna spútniklið FH á laugardaginn til þess að þurfa ekki að sitja í fallhluta deildarinnar allt EM-hléið, fram til 24. júlí. „Þær voru bara fínar í fyrri hálfleik, ekkert frábærar, en með yfirhöndina. Þær enduðu fyrri hálfleikinn sterkt. Fanndís með skot í stöng og svo áttu þær klárlega að fá víti. Eftir fyrri hálfleikinn var maður með þá tilfinningu að þær væru að fara að sigla þessu heim. Svo byrja þær seinni hálfleikinn illa og það er eins og þær brotni gjörsamlega andlega. Þær spila ítrekað frá sér í dauðafæri, sjálfar, og maður sér vonleysið í þeim öllum,“ sagði Mist. „Ótrúlega skrýtið að horfa á þetta“ Þess ber að geta að þó að Valur hafi látið sterka leikmenn fara í Katie Cousins og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur þá eru til að mynda í liðinu tvær sem fara á EM í sumar, þær Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir, og svo Fanndís Friðriksdóttir og Elísa Viðarsdóttir sem voru afar nálægt því. „Þær eru í stökustu vandræðum allan seinni hálfleikinn, bara í að spila sig út. Þær finna engar lausnir. Engin svör. Sendingafeilar… Það er ótrúlegt að horfa á þetta,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem er vön því að keppa um titla við Val með Breiðabliki. „Það er ótrúlega skrýtið að horfa á þetta. Liðið er í sjöunda sæti. Þetta er andlegt þrot, og eflaust líkamlegt líka. Þetta er mjög áhugavert. Þær eru að fá nýliða á sinn heimavöll. Það er ekkert auðvelt að mæta á Hlíðarenda,“ sagði Ásta og Mist greip inn í: „Valur er með tíu mörk skoruð! Næstminnst af öllum liðum!“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Sjá meira