Fækka hefðbundnum kennslustundum um þriðjung Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. júní 2025 14:57 Karl Frímannsson er skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Vísir Nýtt kennslufyrirkomulag verður tekið upp í Menntaskólanum á Akureyri í haust þar sem þriðjungi hefðbundinna kennslustunda verður skipt út fyrir vinnustundir nemenda. Skólameistarinn segir nemendur læra að bera ábyrgð á sínu eigin námi. MA útskrifaði 184 nemendur úr skólanum á þjóðhátíðardaginn líkt og venjan er. Þar tók Karl Frímannsson skólameistari til máls og útskýrði meðal annars grundvallarbreytingu á kennsluháttum skólans sem tekur gildi í haust. „Frá og með næsta hausti verður stundaskráin okkar tvískipt. Fyrripart dags verða hefðbundnar kennslustundir undir stjórn kennara en seinni hluta dags munu nemendur vinna sjálfstætt að sínum verkefnum en hafa aðgang að kennurum á þeim tíma,“ er haft eftir Karli í umfjöllun akureyri.net um málið. „Aðdragandinn er sá að eftir samstarf við kennara hér í skólanum kom skýrt fram að það væri þörf á því að auka sveigjanleikann í námi og auka ábyrgð nemenda á eigin námi, að námið væri nemendastýrðara,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Niðurstaðan varð sú að þriðjungi kennslustunda verði skipt út fyrir sjálfstæðar vinnustundir nemenda. Í byrjun vikunnar verði skipulagsstund þar sem nemendur ákveða sjálfir hver markmið vikunnar eru. Kennarar í öllum fögum verði svo til staðar á meðan vinnustundum stendur til aðstoðar. „Hver bekkur á sér sína heimastofu þar sem þau hafa vinnuaðstöðu,“ segir Karl. „Hvort sem það er kennslustund eða heimanám, heimanám er ríkjandi í framhaldsskólum almennt þannig þetta er að hluta til að reyna fá þau til að taka meiri ábyrgð og vinna þau verkefni sem þau þurfa að vinna.“ Áður fyrr hafi nemendurnir verið í um fjörutíu kennslustundum á viku og því lítið svigrúm fyrir nemendur til að taka ábyrgð á eigin námi á skólatíma. „Það gengur gegn því að við ætlum að ala þau upp í að taka ábyrgð á eigin námi, að í 43 kennslustundum.“ Karl segir aðra skóla hafa einnig tekið upp einhvers konar útfærslu á þessu fyrirkomulagi. Nefnir hann Menntaskólann á Egilsstöðum og Fjölbrautaskólann í Mosfellsbæ. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
MA útskrifaði 184 nemendur úr skólanum á þjóðhátíðardaginn líkt og venjan er. Þar tók Karl Frímannsson skólameistari til máls og útskýrði meðal annars grundvallarbreytingu á kennsluháttum skólans sem tekur gildi í haust. „Frá og með næsta hausti verður stundaskráin okkar tvískipt. Fyrripart dags verða hefðbundnar kennslustundir undir stjórn kennara en seinni hluta dags munu nemendur vinna sjálfstætt að sínum verkefnum en hafa aðgang að kennurum á þeim tíma,“ er haft eftir Karli í umfjöllun akureyri.net um málið. „Aðdragandinn er sá að eftir samstarf við kennara hér í skólanum kom skýrt fram að það væri þörf á því að auka sveigjanleikann í námi og auka ábyrgð nemenda á eigin námi, að námið væri nemendastýrðara,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Niðurstaðan varð sú að þriðjungi kennslustunda verði skipt út fyrir sjálfstæðar vinnustundir nemenda. Í byrjun vikunnar verði skipulagsstund þar sem nemendur ákveða sjálfir hver markmið vikunnar eru. Kennarar í öllum fögum verði svo til staðar á meðan vinnustundum stendur til aðstoðar. „Hver bekkur á sér sína heimastofu þar sem þau hafa vinnuaðstöðu,“ segir Karl. „Hvort sem það er kennslustund eða heimanám, heimanám er ríkjandi í framhaldsskólum almennt þannig þetta er að hluta til að reyna fá þau til að taka meiri ábyrgð og vinna þau verkefni sem þau þurfa að vinna.“ Áður fyrr hafi nemendurnir verið í um fjörutíu kennslustundum á viku og því lítið svigrúm fyrir nemendur til að taka ábyrgð á eigin námi á skólatíma. „Það gengur gegn því að við ætlum að ala þau upp í að taka ábyrgð á eigin námi, að í 43 kennslustundum.“ Karl segir aðra skóla hafa einnig tekið upp einhvers konar útfærslu á þessu fyrirkomulagi. Nefnir hann Menntaskólann á Egilsstöðum og Fjölbrautaskólann í Mosfellsbæ.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira