Leita „fjandskapar“ á samfélagsmiðlum námsmanna Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2025 10:00 Frá útskrift við Harvard. EPA/CJ GUNTHER Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla í framtíðinni að skoða samfélagsmiðla erlendra námsmanna og fræðimanna sem sækja um vegabréfsáritun og dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Markmiðið er að leita að fjandskap í garð Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær (miðvikudag) segir að þeir sem sækja um vegabréfsáritun í Bandaríkjunum verði beðnir um að veita aðgang að samfélagsmiðlum sínum og að það sé skilyrði fyrir veitingu áritunar og dvalarleyfis. Samkvæmt frétt New York Times mun þetta eiga við allar umsóknir námsmanna og fræðimanna um vegabréfsáritanir og dvalarleyfi í framtíðinni en lokað hefur verið á þessar umsóknir í tæpan mánuð. Til stendur að opna á þær aftur á næstunni og hefur starfsmönnum sendiráða og ræðismannsskrifstofa Bandaríkjanna í heiminum verið skipað að skima eftir „fjandskap í garð Bandaríkjamanna, bandarískrar menningar, stjórnvalda, stofnanna og grunngilda“. Utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um hvernig fjandskapur er skilgreindur. Í áðurnefndri tilkynningu segir þó að hver veiting vegabréfsáritunar snúi að þjóðaröryggi Bandaríkjanna og þörf sé á árvekni í þessum efnum. Tryggja þurfi að fólk sem sæki um vegabréfsáritun ætli sér ekki að skaða Bandaríkjamenn eða hagsmuni þeirra. Í hart gegn menntastofnunum Ríkisstjórn Donalds Trumps hefur farið í hart gegn mörgum menntastofnunum í Bandaríkjunum en deilur ríkisstjórnarinnar við Harvard eru líklega þær sem hafa vakið mesta athygli á heimsvísu. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Harvard hefur verið meinað að taka við nemendum erlendis og hefur ríkisstjórnin fryst opinberar fjárveitingar til skólans. Dómari kom þó í veg fyrir að Harvard mætti ekki taka við erlendum nemendum fyrr í þessum mánuði. Sjá einnig: Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Erlendur nemendur háskóla Bandaríkjanna hafa lengi borgað stærri hluta skólagjalda og hafa þannig verið mikilvæg tekjulind fyrir skólana. Þessi nýju viðmið utanríkisráðuneytisins þykja líkleg til að draga úr vilja námsmanna og fræðimanna til að sækjast eftir námi í Bandaríkjunum. Þá segir í grein NYT að samfélagsmiðlaskoðunin hafi strax verið harðlega gagnrýnd á þeim grundvelli að hún fari gegn málfrelsi í Bandaríkjunum. Skoðuninni og óljósum viðmiðum sé ætlað að ritskoða erlenda nemendur í Bandaríkjunum og láta þá gangast einhvers konar próf varðandi stjórnmálaskoðanir þeirra. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær (miðvikudag) segir að þeir sem sækja um vegabréfsáritun í Bandaríkjunum verði beðnir um að veita aðgang að samfélagsmiðlum sínum og að það sé skilyrði fyrir veitingu áritunar og dvalarleyfis. Samkvæmt frétt New York Times mun þetta eiga við allar umsóknir námsmanna og fræðimanna um vegabréfsáritanir og dvalarleyfi í framtíðinni en lokað hefur verið á þessar umsóknir í tæpan mánuð. Til stendur að opna á þær aftur á næstunni og hefur starfsmönnum sendiráða og ræðismannsskrifstofa Bandaríkjanna í heiminum verið skipað að skima eftir „fjandskap í garð Bandaríkjamanna, bandarískrar menningar, stjórnvalda, stofnanna og grunngilda“. Utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um hvernig fjandskapur er skilgreindur. Í áðurnefndri tilkynningu segir þó að hver veiting vegabréfsáritunar snúi að þjóðaröryggi Bandaríkjanna og þörf sé á árvekni í þessum efnum. Tryggja þurfi að fólk sem sæki um vegabréfsáritun ætli sér ekki að skaða Bandaríkjamenn eða hagsmuni þeirra. Í hart gegn menntastofnunum Ríkisstjórn Donalds Trumps hefur farið í hart gegn mörgum menntastofnunum í Bandaríkjunum en deilur ríkisstjórnarinnar við Harvard eru líklega þær sem hafa vakið mesta athygli á heimsvísu. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Harvard hefur verið meinað að taka við nemendum erlendis og hefur ríkisstjórnin fryst opinberar fjárveitingar til skólans. Dómari kom þó í veg fyrir að Harvard mætti ekki taka við erlendum nemendum fyrr í þessum mánuði. Sjá einnig: Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Erlendur nemendur háskóla Bandaríkjanna hafa lengi borgað stærri hluta skólagjalda og hafa þannig verið mikilvæg tekjulind fyrir skólana. Þessi nýju viðmið utanríkisráðuneytisins þykja líkleg til að draga úr vilja námsmanna og fræðimanna til að sækjast eftir námi í Bandaríkjunum. Þá segir í grein NYT að samfélagsmiðlaskoðunin hafi strax verið harðlega gagnrýnd á þeim grundvelli að hún fari gegn málfrelsi í Bandaríkjunum. Skoðuninni og óljósum viðmiðum sé ætlað að ritskoða erlenda nemendur í Bandaríkjunum og láta þá gangast einhvers konar próf varðandi stjórnmálaskoðanir þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira