Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi Páll Snævar Brynjarsson, Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Bryndís Fiona Ford, Ingunn Jónsdóttir, Berglind Kristinsdóttir og Páll Björgvin Guðmundsson skrifa 19. júní 2025 08:32 Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar. Hvað eru Sóknaráætlanir? Sóknaráætlanir eru stefnumótandi áætlanir sem unnar eru í átta skilgreindum landshlutum — allt frá Vestfjörðum og hringinn í kringum landið til Vesturlands. Þær eru unnar í samstarfi heimamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga og annarra hagaðila. Markmið þeirra er að greina stuðla að jákvæðri og sjálfbærri samfélags- og byggðaþróun og auka samráð, skilgreina tækifæri og setja fram raunhæfar aðgerðir til að efla byggð, atvinnu og lífsgæði. Þetta er lifandi ferli sem mótast af þörfum íbúanna sjálfra. Og það skiptir máli, því hver landshluti hefur sín sérkenni og þarf sínar eigin lausnir, eins og kemur skýrt fram í nýjum sóknaráætlunum sem unnar voru á síðasta ári. Þar má þó líka glöggt sjá að landshlutarnir deila mörgum helstu markmiðunum, einkum er varðar atvinnu og nýsköpun, menningu og skapandi greinar, umhverfis- og loftlagsmál, mannauð og samfélag. Hvers vegna skipta þær máli? Sóknaráætlanir skapa sameiginlega sýn fyrir hvern landshluta, sem einfaldar forgangsröðun verkefna og leiðir til skynsamlegri nýtingu fjármagns. Þær eru einnig mikilvægur vettvangur til að eiga samtal við ríkið — um stuðning, verkefni og fjármagn, því þær skapa góðan og greiðan farveg fyrir stuðning stjórnvalda við ýmiskonar uppbyggingu um land allt. Farveg sem er þegar til staðar og mótaður af íbúum sjálfum. Samvinna – ekki stjórn ofan frá Flestöll viljum við taka þátt í mótun samfélags okkar og Sóknaráætlanir eru dæmi um þegar stjórnvöld treysta heimafólki til að leggja línurnar. Það skiptir máli. Þegar ákvarðanir eru teknar nær fólki sem þekkir aðstæður best, eru meiri líkur á að úrræðin virki og styðji raunverulega við uppbyggingu. Landshlutasamtök sveitarfélaganna sjá um umsýslu og framkvæmd Sóknaráætlana í hverjum landshluta en fjárveitingar koma frá innviðaráðuneyti, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem og sveitarfélögunum. Þá hafa verið gerðir samningar á grunni Sóknaráætlana við mennta- og barnamálaráðuneytið um svæðisbundin farsældarráð. Við hvetjum stjórnvöld, einkum önnur ráðuneyti, til að nýta þetta frábæra tæki enn betur til að vinna að framgangi málaflokka sinna um land allt. Sóknaráætlanir eru í raun samstarfsvettvangur sveitarfélaga, ríkisstofnana, atvinnulífs, menningarlífs, fræðasamfélags auk annarra haghafa í hverjum landshluta og það væri glapræði að nýta hann ekki. Niðurstaðan: Sóknaráætlanir eru tækifæri Sóknaráætlunum er ætlað að skapa farveg fyrir fjármagn og tækifæri til uppbyggingar um allt land, þar sem heimafólki er treyst til þess að vinna faglega og úthluta fjármunum til þeirra verkefna sem það hefur trú á til uppbyggingar í landshlutanum. Til að hrinda sóknaráætlunum í framkvæmd eru fyrst og fremst tvær leiðir. Annars vegar eru mótuð áhersluverkefni út frá helstu markmiðum þeirra og hins vegar eru uppbyggingarsjóðir. Raunin hefur orðið sú að með Sóknaráætlunum landshlutanna hefur traust vaxið – innan landshluta sem utan, á milli sveitarfélaga og ríkis. Sóknaráætlanir eru fyrirtaks grunnur að ákvörðunum stjórnvalda um hvað skuli gera og hvar, og eru kjörinn vettvangur til að taka við verkefnum og fjármagni frá ríkinu — til að tryggja að þau skili raunverulegum árangri í uppbyggingu um land allt. Það er einfaldlega skynsamlegt og góð leið til að tryggja sterka og sjálfbæra framtíð fyrir allt Ísland. Höfundar eru: Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélagi á Norðurlandi eystra Bryndís Fiona Ford, framkvæmdastjóri Austurbrúar Ingunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar. Hvað eru Sóknaráætlanir? Sóknaráætlanir eru stefnumótandi áætlanir sem unnar eru í átta skilgreindum landshlutum — allt frá Vestfjörðum og hringinn í kringum landið til Vesturlands. Þær eru unnar í samstarfi heimamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga og annarra hagaðila. Markmið þeirra er að greina stuðla að jákvæðri og sjálfbærri samfélags- og byggðaþróun og auka samráð, skilgreina tækifæri og setja fram raunhæfar aðgerðir til að efla byggð, atvinnu og lífsgæði. Þetta er lifandi ferli sem mótast af þörfum íbúanna sjálfra. Og það skiptir máli, því hver landshluti hefur sín sérkenni og þarf sínar eigin lausnir, eins og kemur skýrt fram í nýjum sóknaráætlunum sem unnar voru á síðasta ári. Þar má þó líka glöggt sjá að landshlutarnir deila mörgum helstu markmiðunum, einkum er varðar atvinnu og nýsköpun, menningu og skapandi greinar, umhverfis- og loftlagsmál, mannauð og samfélag. Hvers vegna skipta þær máli? Sóknaráætlanir skapa sameiginlega sýn fyrir hvern landshluta, sem einfaldar forgangsröðun verkefna og leiðir til skynsamlegri nýtingu fjármagns. Þær eru einnig mikilvægur vettvangur til að eiga samtal við ríkið — um stuðning, verkefni og fjármagn, því þær skapa góðan og greiðan farveg fyrir stuðning stjórnvalda við ýmiskonar uppbyggingu um land allt. Farveg sem er þegar til staðar og mótaður af íbúum sjálfum. Samvinna – ekki stjórn ofan frá Flestöll viljum við taka þátt í mótun samfélags okkar og Sóknaráætlanir eru dæmi um þegar stjórnvöld treysta heimafólki til að leggja línurnar. Það skiptir máli. Þegar ákvarðanir eru teknar nær fólki sem þekkir aðstæður best, eru meiri líkur á að úrræðin virki og styðji raunverulega við uppbyggingu. Landshlutasamtök sveitarfélaganna sjá um umsýslu og framkvæmd Sóknaráætlana í hverjum landshluta en fjárveitingar koma frá innviðaráðuneyti, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem og sveitarfélögunum. Þá hafa verið gerðir samningar á grunni Sóknaráætlana við mennta- og barnamálaráðuneytið um svæðisbundin farsældarráð. Við hvetjum stjórnvöld, einkum önnur ráðuneyti, til að nýta þetta frábæra tæki enn betur til að vinna að framgangi málaflokka sinna um land allt. Sóknaráætlanir eru í raun samstarfsvettvangur sveitarfélaga, ríkisstofnana, atvinnulífs, menningarlífs, fræðasamfélags auk annarra haghafa í hverjum landshluta og það væri glapræði að nýta hann ekki. Niðurstaðan: Sóknaráætlanir eru tækifæri Sóknaráætlunum er ætlað að skapa farveg fyrir fjármagn og tækifæri til uppbyggingar um allt land, þar sem heimafólki er treyst til þess að vinna faglega og úthluta fjármunum til þeirra verkefna sem það hefur trú á til uppbyggingar í landshlutanum. Til að hrinda sóknaráætlunum í framkvæmd eru fyrst og fremst tvær leiðir. Annars vegar eru mótuð áhersluverkefni út frá helstu markmiðum þeirra og hins vegar eru uppbyggingarsjóðir. Raunin hefur orðið sú að með Sóknaráætlunum landshlutanna hefur traust vaxið – innan landshluta sem utan, á milli sveitarfélaga og ríkis. Sóknaráætlanir eru fyrirtaks grunnur að ákvörðunum stjórnvalda um hvað skuli gera og hvar, og eru kjörinn vettvangur til að taka við verkefnum og fjármagni frá ríkinu — til að tryggja að þau skili raunverulegum árangri í uppbyggingu um land allt. Það er einfaldlega skynsamlegt og góð leið til að tryggja sterka og sjálfbæra framtíð fyrir allt Ísland. Höfundar eru: Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélagi á Norðurlandi eystra Bryndís Fiona Ford, framkvæmdastjóri Austurbrúar Ingunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun