Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi Páll Snævar Brynjarsson, Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Bryndís Fiona Ford, Ingunn Jónsdóttir, Berglind Kristinsdóttir og Páll Björgvin Guðmundsson skrifa 19. júní 2025 08:32 Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar. Hvað eru Sóknaráætlanir? Sóknaráætlanir eru stefnumótandi áætlanir sem unnar eru í átta skilgreindum landshlutum — allt frá Vestfjörðum og hringinn í kringum landið til Vesturlands. Þær eru unnar í samstarfi heimamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga og annarra hagaðila. Markmið þeirra er að greina stuðla að jákvæðri og sjálfbærri samfélags- og byggðaþróun og auka samráð, skilgreina tækifæri og setja fram raunhæfar aðgerðir til að efla byggð, atvinnu og lífsgæði. Þetta er lifandi ferli sem mótast af þörfum íbúanna sjálfra. Og það skiptir máli, því hver landshluti hefur sín sérkenni og þarf sínar eigin lausnir, eins og kemur skýrt fram í nýjum sóknaráætlunum sem unnar voru á síðasta ári. Þar má þó líka glöggt sjá að landshlutarnir deila mörgum helstu markmiðunum, einkum er varðar atvinnu og nýsköpun, menningu og skapandi greinar, umhverfis- og loftlagsmál, mannauð og samfélag. Hvers vegna skipta þær máli? Sóknaráætlanir skapa sameiginlega sýn fyrir hvern landshluta, sem einfaldar forgangsröðun verkefna og leiðir til skynsamlegri nýtingu fjármagns. Þær eru einnig mikilvægur vettvangur til að eiga samtal við ríkið — um stuðning, verkefni og fjármagn, því þær skapa góðan og greiðan farveg fyrir stuðning stjórnvalda við ýmiskonar uppbyggingu um land allt. Farveg sem er þegar til staðar og mótaður af íbúum sjálfum. Samvinna – ekki stjórn ofan frá Flestöll viljum við taka þátt í mótun samfélags okkar og Sóknaráætlanir eru dæmi um þegar stjórnvöld treysta heimafólki til að leggja línurnar. Það skiptir máli. Þegar ákvarðanir eru teknar nær fólki sem þekkir aðstæður best, eru meiri líkur á að úrræðin virki og styðji raunverulega við uppbyggingu. Landshlutasamtök sveitarfélaganna sjá um umsýslu og framkvæmd Sóknaráætlana í hverjum landshluta en fjárveitingar koma frá innviðaráðuneyti, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem og sveitarfélögunum. Þá hafa verið gerðir samningar á grunni Sóknaráætlana við mennta- og barnamálaráðuneytið um svæðisbundin farsældarráð. Við hvetjum stjórnvöld, einkum önnur ráðuneyti, til að nýta þetta frábæra tæki enn betur til að vinna að framgangi málaflokka sinna um land allt. Sóknaráætlanir eru í raun samstarfsvettvangur sveitarfélaga, ríkisstofnana, atvinnulífs, menningarlífs, fræðasamfélags auk annarra haghafa í hverjum landshluta og það væri glapræði að nýta hann ekki. Niðurstaðan: Sóknaráætlanir eru tækifæri Sóknaráætlunum er ætlað að skapa farveg fyrir fjármagn og tækifæri til uppbyggingar um allt land, þar sem heimafólki er treyst til þess að vinna faglega og úthluta fjármunum til þeirra verkefna sem það hefur trú á til uppbyggingar í landshlutanum. Til að hrinda sóknaráætlunum í framkvæmd eru fyrst og fremst tvær leiðir. Annars vegar eru mótuð áhersluverkefni út frá helstu markmiðum þeirra og hins vegar eru uppbyggingarsjóðir. Raunin hefur orðið sú að með Sóknaráætlunum landshlutanna hefur traust vaxið – innan landshluta sem utan, á milli sveitarfélaga og ríkis. Sóknaráætlanir eru fyrirtaks grunnur að ákvörðunum stjórnvalda um hvað skuli gera og hvar, og eru kjörinn vettvangur til að taka við verkefnum og fjármagni frá ríkinu — til að tryggja að þau skili raunverulegum árangri í uppbyggingu um land allt. Það er einfaldlega skynsamlegt og góð leið til að tryggja sterka og sjálfbæra framtíð fyrir allt Ísland. Höfundar eru: Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélagi á Norðurlandi eystra Bryndís Fiona Ford, framkvæmdastjóri Austurbrúar Ingunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar. Hvað eru Sóknaráætlanir? Sóknaráætlanir eru stefnumótandi áætlanir sem unnar eru í átta skilgreindum landshlutum — allt frá Vestfjörðum og hringinn í kringum landið til Vesturlands. Þær eru unnar í samstarfi heimamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga og annarra hagaðila. Markmið þeirra er að greina stuðla að jákvæðri og sjálfbærri samfélags- og byggðaþróun og auka samráð, skilgreina tækifæri og setja fram raunhæfar aðgerðir til að efla byggð, atvinnu og lífsgæði. Þetta er lifandi ferli sem mótast af þörfum íbúanna sjálfra. Og það skiptir máli, því hver landshluti hefur sín sérkenni og þarf sínar eigin lausnir, eins og kemur skýrt fram í nýjum sóknaráætlunum sem unnar voru á síðasta ári. Þar má þó líka glöggt sjá að landshlutarnir deila mörgum helstu markmiðunum, einkum er varðar atvinnu og nýsköpun, menningu og skapandi greinar, umhverfis- og loftlagsmál, mannauð og samfélag. Hvers vegna skipta þær máli? Sóknaráætlanir skapa sameiginlega sýn fyrir hvern landshluta, sem einfaldar forgangsröðun verkefna og leiðir til skynsamlegri nýtingu fjármagns. Þær eru einnig mikilvægur vettvangur til að eiga samtal við ríkið — um stuðning, verkefni og fjármagn, því þær skapa góðan og greiðan farveg fyrir stuðning stjórnvalda við ýmiskonar uppbyggingu um land allt. Farveg sem er þegar til staðar og mótaður af íbúum sjálfum. Samvinna – ekki stjórn ofan frá Flestöll viljum við taka þátt í mótun samfélags okkar og Sóknaráætlanir eru dæmi um þegar stjórnvöld treysta heimafólki til að leggja línurnar. Það skiptir máli. Þegar ákvarðanir eru teknar nær fólki sem þekkir aðstæður best, eru meiri líkur á að úrræðin virki og styðji raunverulega við uppbyggingu. Landshlutasamtök sveitarfélaganna sjá um umsýslu og framkvæmd Sóknaráætlana í hverjum landshluta en fjárveitingar koma frá innviðaráðuneyti, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem og sveitarfélögunum. Þá hafa verið gerðir samningar á grunni Sóknaráætlana við mennta- og barnamálaráðuneytið um svæðisbundin farsældarráð. Við hvetjum stjórnvöld, einkum önnur ráðuneyti, til að nýta þetta frábæra tæki enn betur til að vinna að framgangi málaflokka sinna um land allt. Sóknaráætlanir eru í raun samstarfsvettvangur sveitarfélaga, ríkisstofnana, atvinnulífs, menningarlífs, fræðasamfélags auk annarra haghafa í hverjum landshluta og það væri glapræði að nýta hann ekki. Niðurstaðan: Sóknaráætlanir eru tækifæri Sóknaráætlunum er ætlað að skapa farveg fyrir fjármagn og tækifæri til uppbyggingar um allt land, þar sem heimafólki er treyst til þess að vinna faglega og úthluta fjármunum til þeirra verkefna sem það hefur trú á til uppbyggingar í landshlutanum. Til að hrinda sóknaráætlunum í framkvæmd eru fyrst og fremst tvær leiðir. Annars vegar eru mótuð áhersluverkefni út frá helstu markmiðum þeirra og hins vegar eru uppbyggingarsjóðir. Raunin hefur orðið sú að með Sóknaráætlunum landshlutanna hefur traust vaxið – innan landshluta sem utan, á milli sveitarfélaga og ríkis. Sóknaráætlanir eru fyrirtaks grunnur að ákvörðunum stjórnvalda um hvað skuli gera og hvar, og eru kjörinn vettvangur til að taka við verkefnum og fjármagni frá ríkinu — til að tryggja að þau skili raunverulegum árangri í uppbyggingu um land allt. Það er einfaldlega skynsamlegt og góð leið til að tryggja sterka og sjálfbæra framtíð fyrir allt Ísland. Höfundar eru: Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélagi á Norðurlandi eystra Bryndís Fiona Ford, framkvæmdastjóri Austurbrúar Ingunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun