„Ég held samt að hann sé að bulla“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2025 11:30 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, komst ekki upp með þá froðu að hann horfi ekki á töfluna. Ásta Eir Árnadóttir, sérfræðingur Bestu markanna, kom upp um hann þar. Sýn Þróttarakonur byrjuðu tímabilið frábærlega, töpuðu ekki í fyrstu átta leikjum sínum í Bestu deildinni og komust í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Liðið tapaði síðan tveimur leikjum með nokkra daga millibili. Bestu mörkin fóru yfir stöðuna í Laugardalnum. Þróttur tapaði 2-1 á móti Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins 11. júní og svo fyrir Stjörnunni í Bestu deildinni aðeins fjórum dögum síðar. Ekkert tap í tvo mánuði og svo tvö töp á fimm dögum. Bestu mörkin sýndu viðtal við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Þróttar, sem var mjög jákvæður þrátt fyrir töpin tvö og taldi það mikilvægast hvernig liðið myndi rísa upp í framhaldinu. Væri fáránlegt að segja eitthvað annað „Við horfum ekkert í töfluna. Við söfnum bara stigum og til að safna stigum þarftu góða frammistöðu. Við náðum því ekki í dag. Frammistaða okkar var ekki nægilega til að vinna og verðskuldaður Stjörnusigur. Svo er þetta bara með töfluna. Þú mátt ekki ef þú ert neðarlega að fara í “panic” eða ef þú ert ofarlega að vera ofsa kátur,” sagði Ólaftur við Vísi eftir tapleikinn á móti Stjörnunni. Klippa: Bestu mörkin ræddu stöðuna á Þrótti eftir tvö töp á fimm dögum „Bara halda áfram að sigla í gegnum tímabilið og muna hvað gefur þér stigin. Það er svona það sem við þurfum að vinna en það er geysileg tilhlökkun fyrir restinni af sumrinu og væri fáránlegt að segja eitthvað annað og leggjast í eitthvað þunglyndi. Auðvitað er maður fúll að tapa leik en það kemur fyrir bestu lið að tapa leikjum. Það er eins og maðurinn sagði það er hvernig maður kemur út úr tapinu. Hvernig þú reisir þig en ekki að tapið skilgreini mann,” sagði Ólaftur. Þetta kallaði á umræðu í Bestu mörkunum. „Ég hef pínu áhyggjur því þetta er ekki reynslumikið lið. Þetta er ekki lið sem hefur unnið titla. Þær hafa verið á fljúgandi starti og voru voða spenntar fyrir vikuna áður en þær fóru í bikarleikinn, svo áttu þær að fara í þennan Stjörnuleik og svo í erfiðan næsta leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Bjóst við meiru af þeim í þessum leik Helena velti því fyrir sér hvort það væri aðvörun fyrir Þrótt að tapa tveimur leikjum á stuttum tíma. „Þú getur lent í þessu síki að tapa fleiri leikjum,“ sagði Helena. „Ég bjóst við meiru af þeim í þessum leik eftir tapið í bikarnum. Þær komu á óvart og ég held að það þær hafi ekki búist við þessu frá Stjörnunni,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Leikmenn voru ólíkir sér en áhyggjur? Nei, ekki eins og Óli segir: Lið tapa. Bestu liðin tapa. Ég held að það sé engin örvænting þarna og ég held að hann (Ólafur Kristjánsson) sé með mjög góðan stjórn á því,“ sagði Ásta Eir. „Ég held samt að hann sé að bulla þegar hann segir að hann kíki ekkert á töfluna. Ég held að það séu allir að fylgjast með töflunni,“ sagði Ásta Eir. Það má sjá umræðuna um Þrótt hér fyrir ofan. Bestu mörkin Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Þróttur tapaði 2-1 á móti Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins 11. júní og svo fyrir Stjörnunni í Bestu deildinni aðeins fjórum dögum síðar. Ekkert tap í tvo mánuði og svo tvö töp á fimm dögum. Bestu mörkin sýndu viðtal við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Þróttar, sem var mjög jákvæður þrátt fyrir töpin tvö og taldi það mikilvægast hvernig liðið myndi rísa upp í framhaldinu. Væri fáránlegt að segja eitthvað annað „Við horfum ekkert í töfluna. Við söfnum bara stigum og til að safna stigum þarftu góða frammistöðu. Við náðum því ekki í dag. Frammistaða okkar var ekki nægilega til að vinna og verðskuldaður Stjörnusigur. Svo er þetta bara með töfluna. Þú mátt ekki ef þú ert neðarlega að fara í “panic” eða ef þú ert ofarlega að vera ofsa kátur,” sagði Ólaftur við Vísi eftir tapleikinn á móti Stjörnunni. Klippa: Bestu mörkin ræddu stöðuna á Þrótti eftir tvö töp á fimm dögum „Bara halda áfram að sigla í gegnum tímabilið og muna hvað gefur þér stigin. Það er svona það sem við þurfum að vinna en það er geysileg tilhlökkun fyrir restinni af sumrinu og væri fáránlegt að segja eitthvað annað og leggjast í eitthvað þunglyndi. Auðvitað er maður fúll að tapa leik en það kemur fyrir bestu lið að tapa leikjum. Það er eins og maðurinn sagði það er hvernig maður kemur út úr tapinu. Hvernig þú reisir þig en ekki að tapið skilgreini mann,” sagði Ólaftur. Þetta kallaði á umræðu í Bestu mörkunum. „Ég hef pínu áhyggjur því þetta er ekki reynslumikið lið. Þetta er ekki lið sem hefur unnið titla. Þær hafa verið á fljúgandi starti og voru voða spenntar fyrir vikuna áður en þær fóru í bikarleikinn, svo áttu þær að fara í þennan Stjörnuleik og svo í erfiðan næsta leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Bjóst við meiru af þeim í þessum leik Helena velti því fyrir sér hvort það væri aðvörun fyrir Þrótt að tapa tveimur leikjum á stuttum tíma. „Þú getur lent í þessu síki að tapa fleiri leikjum,“ sagði Helena. „Ég bjóst við meiru af þeim í þessum leik eftir tapið í bikarnum. Þær komu á óvart og ég held að það þær hafi ekki búist við þessu frá Stjörnunni,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Leikmenn voru ólíkir sér en áhyggjur? Nei, ekki eins og Óli segir: Lið tapa. Bestu liðin tapa. Ég held að það sé engin örvænting þarna og ég held að hann (Ólafur Kristjánsson) sé með mjög góðan stjórn á því,“ sagði Ásta Eir. „Ég held samt að hann sé að bulla þegar hann segir að hann kíki ekkert á töfluna. Ég held að það séu allir að fylgjast með töflunni,“ sagði Ásta Eir. Það má sjá umræðuna um Þrótt hér fyrir ofan.
Bestu mörkin Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira