„Þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júní 2025 21:00 Jákob Csongor Losonc, kokkur á fosshótel á Hellnum. vísir/oliverhoesch Maður sem lék sér á sjóbretti í gær segist ekki hafa orðið skelkaður þegar hann var skyndilega umkringdur níu háhyrningum. Hann og háhyrningarnir séu orðnir góðir félagar eftir fjölmarga klukkutíma úti á sjó. Myndskeið af manni sem lék sér á sjóbretti með hjörð háhyrninga í gærkvöldi hjá Hellnum á Snæfellsnesi fór eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlinum TikTok og er nú komið með hátt í níutíu þúsund áhorf. Jákob og háhyrningarnir orðnir góðir félagar Maðurinn sjálfur segist nánast vera orðinn vanur háhyrningunum. Hann heitir Jákob Csongor Losonc og kemur frá Ungverjalandi en hefur starfað sem kokkur á svæðinu í um ár. „Í fyrra og líka á þessu ári hef ég rekist á háhyrninga og mér finnst við þekkjast, eins og þeir þekki mig. Stundum þegar við hittumst er þeim alveg sama um mig. Þeir heilsa mér og þeir vita að ég er þarna.“ Allt að níu háhyrningar í kringum hann Gærkvöldið hafi þó verið sérstakt og telur hann að allt að níu háhyrningar hafi verið í kringum sig þegar mest lét. „Þeir voru margir og kálfarnir voru um hálfan metra frá mér. Einn var undir brettinu, innan við einum metra undir brettinu.“ Spurður hvort hann verði aldrei skelfdur í kringum stærðarinnar háhyrninga segir hann: „Auðvitað. Í fyrra þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig. Ég varð eins og barn. Ég grét ekki en ég var nálægt því. Ég var í áfalli. Það er sama þótt maður hafi séð myndbönd á Youtube um hvað þeir séu sætir, ef maður er einn á pínulitlu bretti og sér svona stórar skepnur heldur maður að dagar manns séu taldir.“ @paddletheworld The world of Orcas! What greater gift could there be on Iceland’s National Day than a visit from an orca family during a paddle? #orca #orcas #iceland #icelandadventure #paddletheworld #ocean #stunduppaddle #icelandtiktok #supboard #standuppaddle #killerwhale @Visit Iceland @The Orca Man @freeorcas @Guide to Iceland @SCUBA DAN 🦈 @WHALES_FOREX @Whale and Dolphin Conservation @Earthwatch @Whale Wise @Ocean Missions @Oceanic Expeditions ♬ eredeti hang - paddletheworld Stundar sjóbretti allan ársins hring Jákob ver að minnsta kosti klukkutíma á sjónum daglega og hefur einnig rekist á aðra hvali og höfrunga. Hann lætur ekki kuldann stöðva sig og stundar áhugamálið allan ársins hring. „Yfirleitt er ég bara að róa. Þetta er nokkurs konar hugleiðsla. Þetta er tími fyrir mig. Sumir hafa hunda, sumir hafa ketti. Nú finnst mér ég hafa háhyrninga.“ Jákob vinnur nú að gerð heimildarmyndar en stikluna fyrir hana má berja augum í spilaranum hér að neðan. Hvalir Dýr Snæfellsbær Brimbretti Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fleiri fréttir Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Sjá meira
Myndskeið af manni sem lék sér á sjóbretti með hjörð háhyrninga í gærkvöldi hjá Hellnum á Snæfellsnesi fór eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlinum TikTok og er nú komið með hátt í níutíu þúsund áhorf. Jákob og háhyrningarnir orðnir góðir félagar Maðurinn sjálfur segist nánast vera orðinn vanur háhyrningunum. Hann heitir Jákob Csongor Losonc og kemur frá Ungverjalandi en hefur starfað sem kokkur á svæðinu í um ár. „Í fyrra og líka á þessu ári hef ég rekist á háhyrninga og mér finnst við þekkjast, eins og þeir þekki mig. Stundum þegar við hittumst er þeim alveg sama um mig. Þeir heilsa mér og þeir vita að ég er þarna.“ Allt að níu háhyrningar í kringum hann Gærkvöldið hafi þó verið sérstakt og telur hann að allt að níu háhyrningar hafi verið í kringum sig þegar mest lét. „Þeir voru margir og kálfarnir voru um hálfan metra frá mér. Einn var undir brettinu, innan við einum metra undir brettinu.“ Spurður hvort hann verði aldrei skelfdur í kringum stærðarinnar háhyrninga segir hann: „Auðvitað. Í fyrra þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig. Ég varð eins og barn. Ég grét ekki en ég var nálægt því. Ég var í áfalli. Það er sama þótt maður hafi séð myndbönd á Youtube um hvað þeir séu sætir, ef maður er einn á pínulitlu bretti og sér svona stórar skepnur heldur maður að dagar manns séu taldir.“ @paddletheworld The world of Orcas! What greater gift could there be on Iceland’s National Day than a visit from an orca family during a paddle? #orca #orcas #iceland #icelandadventure #paddletheworld #ocean #stunduppaddle #icelandtiktok #supboard #standuppaddle #killerwhale @Visit Iceland @The Orca Man @freeorcas @Guide to Iceland @SCUBA DAN 🦈 @WHALES_FOREX @Whale and Dolphin Conservation @Earthwatch @Whale Wise @Ocean Missions @Oceanic Expeditions ♬ eredeti hang - paddletheworld Stundar sjóbretti allan ársins hring Jákob ver að minnsta kosti klukkutíma á sjónum daglega og hefur einnig rekist á aðra hvali og höfrunga. Hann lætur ekki kuldann stöðva sig og stundar áhugamálið allan ársins hring. „Yfirleitt er ég bara að róa. Þetta er nokkurs konar hugleiðsla. Þetta er tími fyrir mig. Sumir hafa hunda, sumir hafa ketti. Nú finnst mér ég hafa háhyrninga.“ Jákob vinnur nú að gerð heimildarmyndar en stikluna fyrir hana má berja augum í spilaranum hér að neðan.
Hvalir Dýr Snæfellsbær Brimbretti Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fleiri fréttir Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Sjá meira