Tók sjúkrabíla þrjú korter að mæta á vettvang banaslyss Agnar Már Másson skrifar 18. júní 2025 09:39 Áreksturinn varð skammt frá afleggjarnum að þjóðgarðinum í Skaftafelli. Vísir/Vilhelm Það tók viðbragðsaðila 44 mínútur að mæta á vettvang banaslyss sem varð við Skaftafell í janúar 2024, þegar tveimur bílum var ekið á hvor annan úr sitthvorri áttinni. Afar hált var á veginum sem varð til þess að annar bílstjórinn missti stjórn á ökutækinu, sem rann þá yfir á hinn vegarhelminginn. Rannsóknarnefnd samgönguslysa birti í dag skýrslu um umferðarslys á Suðurlandi hinn 12. janúar 2024, þegar tveir ferðamenn létust þegar tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman á hringveginum skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Í skýrslunni kemur fram að talsverðan tíma hafi tekið að mæta á vettvang enda sé Skaftafell staðsett á svæði þar sem 200 kílómterar eru milli sjúkrabílastöðva. Rannsóknarnefndin leggur því til við sjúkrabílaþjónustu HSU að fjölga staðsetningum sjúkrabíla á Suðausturlandi allt árið í þeim tilgangi að stytta viðbragðstíma. Það tók sjúkrabíla 44 mínútur að mæta á vettvang.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Missti stjórn í hálku Alls voru átta í bílnum; fimm í Audi Q7 og þrír í Dacia Duster, þar á meðal ferðamennirnir tveir sem létust. Sex voru fluttir minna slasaðir til aðhlynningar á sjúkrastofnanir á Suðurlandi og Reykjavík. Í skýrslunni kemur fram að meginorsök slyssins sé að ökumaður Audi-bílsins hafi misst stjórn í glerhálku og farið yfir á rangan vegarhelming. Aðrar orsakir sem eru útlistaðar eru að slag hafi verið í hægri afturhjólalegu Audi-bílsins og viðgerð á ABS tengi hafi verið biluð við sama hjól. Einnig geti mismunandi fjöldi nagla í hjólbörðum Audi-bílsins hafa haft áhrif á aksturseiginleika. Þá kemur einnig fram að framfarþegasæti í Dacia-bílnum hafi gefið sig og þrengt að farþega þegar áreksturinn varð og öryggispúðinn sprakk út. Aftursætisfarþeginn í Dacia-bílnum sat auk þess framarlega og lenti harkalega á sætisbaki, segir í skýrslunni. Ekki hafi verið mögulegt að sannreyna ökuhraða ökutækjanna þar sem ekki hafi verið hægt að lesa gögn úr árekstrareftirlitskerfi bifreiðanna, né hafi önnur mæling aðgengileg. Þá er bent á að vegurinn á slysstað hafði ekki verið hálkuvarinn þegar áreksturinn varð, og hálkuvarnir ekki hafist á slysstað fyrr en eftir slysið. Vegurinn var með bundnu slitlagi, 5,9 m breiður, en samkvæmt veghönnunarreglum hefði vegurinn átt að vera breiðari (C8 í stað C7) að teknu tilliti til umferðarþunga. Leggja til aukna sjúkrabílaþjónustu Sem fyrr segir leið talsvert langur tími þar til fyrsta sjúkrabifreið kom á vettvang en starfsstöðvar sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru sex talsins og telur allt viðbragðssvæði sjúkrabílaþjónustunnar um 480 km vegalengd á Suður- og Suðausturlandi. Björgunarsveitin Kári í Öræfum hafi verið fyrst á staðinn. Skaftafell er aftur á móti staðsett á svæði þar sem lengst er á milli sjúkrabílastöðva, eða 200 km. Sjúkrabílaþjónusta HSU var með starfsstöð á svæðinu yfir sumartíma en slysið gerðist um vetur. Áætlað er að staðsetja sjúkrabifreið aftur við Skaftafell yfir sumartímann 2025, segir í skýrslunni. Umferð á svæðinu um vetrartíma er að meðaltali 770 bifreiðar á sólarhring og á sumartíma fer fjöldinn í 2000 bifreiðar á sólarhring. Tölfræði umferðarslysa sýnir þó að litlu færri umferðarslys verða að meðaltali yfir 8 mánuði vetrartíma (62%) en þegar umferðin er tæplega þreföld yfir 4 mánuði sumartíma (38%). Ætla má að akstursaðstæður eigi þar hlut að máli. Nefndin segir enn fremur að ökumenn eigi að vera sérstaklega á varðbergi þegar lofthiti er undir 4°C og vegur virðist blautur. Daginn sem slysið við Skaftafell varð hafði hitastig verið lækkandi og komið í 3°C um það leyti sem áreksturinn varð. Samgönguslys Sjúkraflutningar Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa birti í dag skýrslu um umferðarslys á Suðurlandi hinn 12. janúar 2024, þegar tveir ferðamenn létust þegar tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman á hringveginum skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Í skýrslunni kemur fram að talsverðan tíma hafi tekið að mæta á vettvang enda sé Skaftafell staðsett á svæði þar sem 200 kílómterar eru milli sjúkrabílastöðva. Rannsóknarnefndin leggur því til við sjúkrabílaþjónustu HSU að fjölga staðsetningum sjúkrabíla á Suðausturlandi allt árið í þeim tilgangi að stytta viðbragðstíma. Það tók sjúkrabíla 44 mínútur að mæta á vettvang.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Missti stjórn í hálku Alls voru átta í bílnum; fimm í Audi Q7 og þrír í Dacia Duster, þar á meðal ferðamennirnir tveir sem létust. Sex voru fluttir minna slasaðir til aðhlynningar á sjúkrastofnanir á Suðurlandi og Reykjavík. Í skýrslunni kemur fram að meginorsök slyssins sé að ökumaður Audi-bílsins hafi misst stjórn í glerhálku og farið yfir á rangan vegarhelming. Aðrar orsakir sem eru útlistaðar eru að slag hafi verið í hægri afturhjólalegu Audi-bílsins og viðgerð á ABS tengi hafi verið biluð við sama hjól. Einnig geti mismunandi fjöldi nagla í hjólbörðum Audi-bílsins hafa haft áhrif á aksturseiginleika. Þá kemur einnig fram að framfarþegasæti í Dacia-bílnum hafi gefið sig og þrengt að farþega þegar áreksturinn varð og öryggispúðinn sprakk út. Aftursætisfarþeginn í Dacia-bílnum sat auk þess framarlega og lenti harkalega á sætisbaki, segir í skýrslunni. Ekki hafi verið mögulegt að sannreyna ökuhraða ökutækjanna þar sem ekki hafi verið hægt að lesa gögn úr árekstrareftirlitskerfi bifreiðanna, né hafi önnur mæling aðgengileg. Þá er bent á að vegurinn á slysstað hafði ekki verið hálkuvarinn þegar áreksturinn varð, og hálkuvarnir ekki hafist á slysstað fyrr en eftir slysið. Vegurinn var með bundnu slitlagi, 5,9 m breiður, en samkvæmt veghönnunarreglum hefði vegurinn átt að vera breiðari (C8 í stað C7) að teknu tilliti til umferðarþunga. Leggja til aukna sjúkrabílaþjónustu Sem fyrr segir leið talsvert langur tími þar til fyrsta sjúkrabifreið kom á vettvang en starfsstöðvar sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru sex talsins og telur allt viðbragðssvæði sjúkrabílaþjónustunnar um 480 km vegalengd á Suður- og Suðausturlandi. Björgunarsveitin Kári í Öræfum hafi verið fyrst á staðinn. Skaftafell er aftur á móti staðsett á svæði þar sem lengst er á milli sjúkrabílastöðva, eða 200 km. Sjúkrabílaþjónusta HSU var með starfsstöð á svæðinu yfir sumartíma en slysið gerðist um vetur. Áætlað er að staðsetja sjúkrabifreið aftur við Skaftafell yfir sumartímann 2025, segir í skýrslunni. Umferð á svæðinu um vetrartíma er að meðaltali 770 bifreiðar á sólarhring og á sumartíma fer fjöldinn í 2000 bifreiðar á sólarhring. Tölfræði umferðarslysa sýnir þó að litlu færri umferðarslys verða að meðaltali yfir 8 mánuði vetrartíma (62%) en þegar umferðin er tæplega þreföld yfir 4 mánuði sumartíma (38%). Ætla má að akstursaðstæður eigi þar hlut að máli. Nefndin segir enn fremur að ökumenn eigi að vera sérstaklega á varðbergi þegar lofthiti er undir 4°C og vegur virðist blautur. Daginn sem slysið við Skaftafell varð hafði hitastig verið lækkandi og komið í 3°C um það leyti sem áreksturinn varð.
Samgönguslys Sjúkraflutningar Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira