Tók sjúkrabíla þrjú korter að mæta á vettvang banaslyss Agnar Már Másson skrifar 18. júní 2025 09:39 Áreksturinn varð skammt frá afleggjarnum að þjóðgarðinum í Skaftafelli. Vísir/Vilhelm Það tók viðbragðsaðila 44 mínútur að mæta á vettvang banaslyss sem varð við Skaftafell í janúar 2024, þegar tveimur bílum var ekið á hvor annan úr sitthvorri áttinni. Afar hált var á veginum sem varð til þess að annar bílstjórinn missti stjórn á ökutækinu, sem rann þá yfir á hinn vegarhelminginn. Rannsóknarnefnd samgönguslysa birti í dag skýrslu um umferðarslys á Suðurlandi hinn 12. janúar 2024, þegar tveir ferðamenn létust þegar tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman á hringveginum skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Í skýrslunni kemur fram að talsverðan tíma hafi tekið að mæta á vettvang enda sé Skaftafell staðsett á svæði þar sem 200 kílómterar eru milli sjúkrabílastöðva. Rannsóknarnefndin leggur því til við sjúkrabílaþjónustu HSU að fjölga staðsetningum sjúkrabíla á Suðausturlandi allt árið í þeim tilgangi að stytta viðbragðstíma. Það tók sjúkrabíla 44 mínútur að mæta á vettvang.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Missti stjórn í hálku Alls voru átta í bílnum; fimm í Audi Q7 og þrír í Dacia Duster, þar á meðal ferðamennirnir tveir sem létust. Sex voru fluttir minna slasaðir til aðhlynningar á sjúkrastofnanir á Suðurlandi og Reykjavík. Í skýrslunni kemur fram að meginorsök slyssins sé að ökumaður Audi-bílsins hafi misst stjórn í glerhálku og farið yfir á rangan vegarhelming. Aðrar orsakir sem eru útlistaðar eru að slag hafi verið í hægri afturhjólalegu Audi-bílsins og viðgerð á ABS tengi hafi verið biluð við sama hjól. Einnig geti mismunandi fjöldi nagla í hjólbörðum Audi-bílsins hafa haft áhrif á aksturseiginleika. Þá kemur einnig fram að framfarþegasæti í Dacia-bílnum hafi gefið sig og þrengt að farþega þegar áreksturinn varð og öryggispúðinn sprakk út. Aftursætisfarþeginn í Dacia-bílnum sat auk þess framarlega og lenti harkalega á sætisbaki, segir í skýrslunni. Ekki hafi verið mögulegt að sannreyna ökuhraða ökutækjanna þar sem ekki hafi verið hægt að lesa gögn úr árekstrareftirlitskerfi bifreiðanna, né hafi önnur mæling aðgengileg. Þá er bent á að vegurinn á slysstað hafði ekki verið hálkuvarinn þegar áreksturinn varð, og hálkuvarnir ekki hafist á slysstað fyrr en eftir slysið. Vegurinn var með bundnu slitlagi, 5,9 m breiður, en samkvæmt veghönnunarreglum hefði vegurinn átt að vera breiðari (C8 í stað C7) að teknu tilliti til umferðarþunga. Leggja til aukna sjúkrabílaþjónustu Sem fyrr segir leið talsvert langur tími þar til fyrsta sjúkrabifreið kom á vettvang en starfsstöðvar sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru sex talsins og telur allt viðbragðssvæði sjúkrabílaþjónustunnar um 480 km vegalengd á Suður- og Suðausturlandi. Björgunarsveitin Kári í Öræfum hafi verið fyrst á staðinn. Skaftafell er aftur á móti staðsett á svæði þar sem lengst er á milli sjúkrabílastöðva, eða 200 km. Sjúkrabílaþjónusta HSU var með starfsstöð á svæðinu yfir sumartíma en slysið gerðist um vetur. Áætlað er að staðsetja sjúkrabifreið aftur við Skaftafell yfir sumartímann 2025, segir í skýrslunni. Umferð á svæðinu um vetrartíma er að meðaltali 770 bifreiðar á sólarhring og á sumartíma fer fjöldinn í 2000 bifreiðar á sólarhring. Tölfræði umferðarslysa sýnir þó að litlu færri umferðarslys verða að meðaltali yfir 8 mánuði vetrartíma (62%) en þegar umferðin er tæplega þreföld yfir 4 mánuði sumartíma (38%). Ætla má að akstursaðstæður eigi þar hlut að máli. Nefndin segir enn fremur að ökumenn eigi að vera sérstaklega á varðbergi þegar lofthiti er undir 4°C og vegur virðist blautur. Daginn sem slysið við Skaftafell varð hafði hitastig verið lækkandi og komið í 3°C um það leyti sem áreksturinn varð. Samgönguslys Sjúkraflutningar Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa birti í dag skýrslu um umferðarslys á Suðurlandi hinn 12. janúar 2024, þegar tveir ferðamenn létust þegar tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman á hringveginum skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Í skýrslunni kemur fram að talsverðan tíma hafi tekið að mæta á vettvang enda sé Skaftafell staðsett á svæði þar sem 200 kílómterar eru milli sjúkrabílastöðva. Rannsóknarnefndin leggur því til við sjúkrabílaþjónustu HSU að fjölga staðsetningum sjúkrabíla á Suðausturlandi allt árið í þeim tilgangi að stytta viðbragðstíma. Það tók sjúkrabíla 44 mínútur að mæta á vettvang.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Missti stjórn í hálku Alls voru átta í bílnum; fimm í Audi Q7 og þrír í Dacia Duster, þar á meðal ferðamennirnir tveir sem létust. Sex voru fluttir minna slasaðir til aðhlynningar á sjúkrastofnanir á Suðurlandi og Reykjavík. Í skýrslunni kemur fram að meginorsök slyssins sé að ökumaður Audi-bílsins hafi misst stjórn í glerhálku og farið yfir á rangan vegarhelming. Aðrar orsakir sem eru útlistaðar eru að slag hafi verið í hægri afturhjólalegu Audi-bílsins og viðgerð á ABS tengi hafi verið biluð við sama hjól. Einnig geti mismunandi fjöldi nagla í hjólbörðum Audi-bílsins hafa haft áhrif á aksturseiginleika. Þá kemur einnig fram að framfarþegasæti í Dacia-bílnum hafi gefið sig og þrengt að farþega þegar áreksturinn varð og öryggispúðinn sprakk út. Aftursætisfarþeginn í Dacia-bílnum sat auk þess framarlega og lenti harkalega á sætisbaki, segir í skýrslunni. Ekki hafi verið mögulegt að sannreyna ökuhraða ökutækjanna þar sem ekki hafi verið hægt að lesa gögn úr árekstrareftirlitskerfi bifreiðanna, né hafi önnur mæling aðgengileg. Þá er bent á að vegurinn á slysstað hafði ekki verið hálkuvarinn þegar áreksturinn varð, og hálkuvarnir ekki hafist á slysstað fyrr en eftir slysið. Vegurinn var með bundnu slitlagi, 5,9 m breiður, en samkvæmt veghönnunarreglum hefði vegurinn átt að vera breiðari (C8 í stað C7) að teknu tilliti til umferðarþunga. Leggja til aukna sjúkrabílaþjónustu Sem fyrr segir leið talsvert langur tími þar til fyrsta sjúkrabifreið kom á vettvang en starfsstöðvar sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru sex talsins og telur allt viðbragðssvæði sjúkrabílaþjónustunnar um 480 km vegalengd á Suður- og Suðausturlandi. Björgunarsveitin Kári í Öræfum hafi verið fyrst á staðinn. Skaftafell er aftur á móti staðsett á svæði þar sem lengst er á milli sjúkrabílastöðva, eða 200 km. Sjúkrabílaþjónusta HSU var með starfsstöð á svæðinu yfir sumartíma en slysið gerðist um vetur. Áætlað er að staðsetja sjúkrabifreið aftur við Skaftafell yfir sumartímann 2025, segir í skýrslunni. Umferð á svæðinu um vetrartíma er að meðaltali 770 bifreiðar á sólarhring og á sumartíma fer fjöldinn í 2000 bifreiðar á sólarhring. Tölfræði umferðarslysa sýnir þó að litlu færri umferðarslys verða að meðaltali yfir 8 mánuði vetrartíma (62%) en þegar umferðin er tæplega þreföld yfir 4 mánuði sumartíma (38%). Ætla má að akstursaðstæður eigi þar hlut að máli. Nefndin segir enn fremur að ökumenn eigi að vera sérstaklega á varðbergi þegar lofthiti er undir 4°C og vegur virðist blautur. Daginn sem slysið við Skaftafell varð hafði hitastig verið lækkandi og komið í 3°C um það leyti sem áreksturinn varð.
Samgönguslys Sjúkraflutningar Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira