Sænsk „sorpdrottning“ hlaut þungan fangelsisdóm fyrir umhverfisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2025 09:10 Fariba Vancor, sem áður hét Bella Nilsson, við réttarhöldin vegna lögbrota sorphirðufyrirtækisins Think Pink. Vísir/EPA Stjórnendur sænsks sorphirðufyrirtækis hlutu þunga fangelsisdóma fyrir að urða eitraðan úrgangs á nokkrum stöðum í Svíþjóð, þar á meðal fyrrverandi forstjóri sem kallaði sig „sorpdrottninguna“. Málinu hefur verið lýst sem mesta umhverfishneyksli í samtímasögu Svíþjóðar. Fariba Vancor, fyrrverandi forstjóri sorphirðufyrirtækisins Think Pink, hlaut sex ára fangelsisdóm og Thomas Nilsson, fyrrverandi eiginmaður hennar, tveggja ára dóm. Átta aðrir hlutu refsidóma fyrir brot á umhverfislögum. Þá var þeim gert að greiða milljarða króna í bætur til þess að fjármagna hreinsunarstarf við sorphauga fyrirtækisins. Think Pink var með samninga við ýmis sveitarfélög, verktakafyrirtæki og einstaklinga um sorphirðu. Í stað þess að farga úrgangi eins og lög gerðu ráð fyrir hrúgaði fyrirtækið óflokkuðum úrgangi eða urðaði á nítján stöðum, alls um 200.000 tonnum frá 2015 til 2020. Í úrganginum var meðal annars að finna eiturefni eins og arsen, blý og kvikasilfur. Eldur kviknaði í sorphaugi á vegum Think Pink í Botkyrka suður af Stokkhólmi og brann í tvo mánuði. Hjón sem bjuggu í nágrenninu fá greiddar bætur vegna eldsins en eitraðan reyk lagði yfir heimili þeirra. Telur sig alsaklausa Allir sakborningarnir neituðu sök og lögmenn bæði Vancor og Nilsson hafa sagt að þau ætli að áfrýja dómnum. „Hún ber auðvitað ábyrgð en hún telur sig ekki hafa gert neitt rangt,“ sagði Jan Tibbling, verjandi Vancor við sænska ríkisútvarpið eftir að dómurinn féll. Vancor hélt því fram við réttarhöldin að fyrirtæki hennar hefði farið að lögum og að mistök hefðu verið orsök lögbrota. Saksóknarar fullyrtu aftur á móti að Think Pink hafi hvorki getað né ætlað sér að meðhöndla úrganginn samkvæmt lögum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Think Pink hefðu sýnt af sér vítavert gáleysi og beitt blekkingum. Þeir hefðu gerst sekir um skipulagða glæpi sem hefðu leitt af sér umhverfisskaða og veruleg óþægindi fyrir nágranna sorphauganna. Svíþjóð Erlend sakamál Umhverfismál Sorphirða Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Fariba Vancor, fyrrverandi forstjóri sorphirðufyrirtækisins Think Pink, hlaut sex ára fangelsisdóm og Thomas Nilsson, fyrrverandi eiginmaður hennar, tveggja ára dóm. Átta aðrir hlutu refsidóma fyrir brot á umhverfislögum. Þá var þeim gert að greiða milljarða króna í bætur til þess að fjármagna hreinsunarstarf við sorphauga fyrirtækisins. Think Pink var með samninga við ýmis sveitarfélög, verktakafyrirtæki og einstaklinga um sorphirðu. Í stað þess að farga úrgangi eins og lög gerðu ráð fyrir hrúgaði fyrirtækið óflokkuðum úrgangi eða urðaði á nítján stöðum, alls um 200.000 tonnum frá 2015 til 2020. Í úrganginum var meðal annars að finna eiturefni eins og arsen, blý og kvikasilfur. Eldur kviknaði í sorphaugi á vegum Think Pink í Botkyrka suður af Stokkhólmi og brann í tvo mánuði. Hjón sem bjuggu í nágrenninu fá greiddar bætur vegna eldsins en eitraðan reyk lagði yfir heimili þeirra. Telur sig alsaklausa Allir sakborningarnir neituðu sök og lögmenn bæði Vancor og Nilsson hafa sagt að þau ætli að áfrýja dómnum. „Hún ber auðvitað ábyrgð en hún telur sig ekki hafa gert neitt rangt,“ sagði Jan Tibbling, verjandi Vancor við sænska ríkisútvarpið eftir að dómurinn féll. Vancor hélt því fram við réttarhöldin að fyrirtæki hennar hefði farið að lögum og að mistök hefðu verið orsök lögbrota. Saksóknarar fullyrtu aftur á móti að Think Pink hafi hvorki getað né ætlað sér að meðhöndla úrganginn samkvæmt lögum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Think Pink hefðu sýnt af sér vítavert gáleysi og beitt blekkingum. Þeir hefðu gerst sekir um skipulagða glæpi sem hefðu leitt af sér umhverfisskaða og veruleg óþægindi fyrir nágranna sorphauganna.
Svíþjóð Erlend sakamál Umhverfismál Sorphirða Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira