Veðrið setti strik í reikninginn en Lóa öðlast framhaldslíf Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júní 2025 14:42 Síðasta útihátíð sem fór fram í Laugardal var hátíðin Secret Solstice. Von er á tilkynningu frá fyrirsvarsmönnum hátíðarinnar fyrir lok vikunnar um næstu skref Secret Solstice. vísir/jóhanna Tónlistarhátíðinni Lóu sem átti að fara fram um helgina í Laugardal hefur verið aflýst. Einn af skipuleggjendum Lóu segir slæmt veður í byrjun júní og ófyrirséðan kostnað hafa sett strik í reikninginn en hátíðin öðlast þó framhaldslíf í formi minni viðburða á næsta ári. Tónlistar- og matarhátíðin Lóa átti að fara fram á laugardaginn í Laugardal. Fjöldi innlendra og elrendra listamanna voru bókaðir á hátíðina en henni hefur nú verið aflýst með nokkra daga fyrirvara. Vonda veðrið í júní dró dilk á eftir sér Benedikt Freyr Jónsson, eigandi Liveproject og annar skipuleggjandi hátíðarinnar ásamt Guðjóni Böðvarssyni, segir dræma miðasölu síðustu tvær vikur hafa gert það að verkum að nauðsynlegt hafi verið að aflýsa hátíðinni. Ófyrirséður kostnaður og veður í upphafi mánaðar hafi einnig sett strik í reikninginn. „Það sem að gerðist hérna þegar við vorum að upplifa feels like mínus ellefu gráður þá semsagt fraus miðasalan í nokkra daga við það og eðlilega. Fólk var bara að hugsa hvort það eigi að standa úti í mikilli rigningu og horfa á atriði. Það var ýmislegt sem kom fram á veginn þegar við vorum að fara framkvæma. Við vorum búnir að fá allan helstan kostnað. Vona á fleiri smærri viðburðum Hann tekur þó fram að Lóa heyri ekki sögunni til heldur öðlast hún nú framhaldslíf í formi smærri viðburða sem munu dreifast yfir næsta ár. Fyrstur á dagskrá er stórstjarnan Mos Def sem verður með tónleika níunda maí á næsta ári. „Í rauninni ætlum við bara að halda áfram að gera það sem við erum góðir í sem eru þessir minni viðburðir.“ Hátíðinni hafi verið vel tekið af flestum og allir skipuleggjendur haft tröllatrú á hugmyndinni. Það sé hagur allra að breyta um útfærslu þó að erfitt sé að kveðja hugmyndina að útihátíð. „Þetta hefði náttúrulega verið mjög falleg stund fyrir alla að upplifa og búið snemma. Það var það sem við lögðum upp með að búa til fjölskylduvæna stemmningu.“ Í upprunalegri frétt kom fram að Secret Solstice sem var áður með útihátíð í Laugardalnum væri búin að leggja upp laupana. Von er á tilkynningu frá fyrirsvarsmönnum hátíðarinnar í lok viku um næstu skref hjá Secret Solstice. Tónlist Matur Menning Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Tónlistar- og matarhátíðin Lóa átti að fara fram á laugardaginn í Laugardal. Fjöldi innlendra og elrendra listamanna voru bókaðir á hátíðina en henni hefur nú verið aflýst með nokkra daga fyrirvara. Vonda veðrið í júní dró dilk á eftir sér Benedikt Freyr Jónsson, eigandi Liveproject og annar skipuleggjandi hátíðarinnar ásamt Guðjóni Böðvarssyni, segir dræma miðasölu síðustu tvær vikur hafa gert það að verkum að nauðsynlegt hafi verið að aflýsa hátíðinni. Ófyrirséður kostnaður og veður í upphafi mánaðar hafi einnig sett strik í reikninginn. „Það sem að gerðist hérna þegar við vorum að upplifa feels like mínus ellefu gráður þá semsagt fraus miðasalan í nokkra daga við það og eðlilega. Fólk var bara að hugsa hvort það eigi að standa úti í mikilli rigningu og horfa á atriði. Það var ýmislegt sem kom fram á veginn þegar við vorum að fara framkvæma. Við vorum búnir að fá allan helstan kostnað. Vona á fleiri smærri viðburðum Hann tekur þó fram að Lóa heyri ekki sögunni til heldur öðlast hún nú framhaldslíf í formi smærri viðburða sem munu dreifast yfir næsta ár. Fyrstur á dagskrá er stórstjarnan Mos Def sem verður með tónleika níunda maí á næsta ári. „Í rauninni ætlum við bara að halda áfram að gera það sem við erum góðir í sem eru þessir minni viðburðir.“ Hátíðinni hafi verið vel tekið af flestum og allir skipuleggjendur haft tröllatrú á hugmyndinni. Það sé hagur allra að breyta um útfærslu þó að erfitt sé að kveðja hugmyndina að útihátíð. „Þetta hefði náttúrulega verið mjög falleg stund fyrir alla að upplifa og búið snemma. Það var það sem við lögðum upp með að búa til fjölskylduvæna stemmningu.“ Í upprunalegri frétt kom fram að Secret Solstice sem var áður með útihátíð í Laugardalnum væri búin að leggja upp laupana. Von er á tilkynningu frá fyrirsvarsmönnum hátíðarinnar í lok viku um næstu skref hjá Secret Solstice.
Tónlist Matur Menning Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira