Búinn að græða 149 milljónir á því að setja heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2025 16:31 Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis fagnar síðasta heimsmeti sínu með áhorfendum. Hann sló þá heimsmetið í fyrst sinn á heimavelli. Getty/Maja Hitij Svíinn Armand „Mondo“ Duplantis virðist nánast getað bætt heimsmetið í stangarstökki þegar hann vill en Svíinn er líka með peningavit þegar kemur að því að bæta heimsmetið. Duplantis sló heimsmetið í tólfta sinn um síðustu helgi þegar hann fór yfir 6,28 metra á heimavelli í Stokkhólmi. Duplantis sló metið um einn sentimetra frá því að hann fór yfir 6,27 metra í lok febrúar. Duplantis hefur örugglega getað stokkið mun hærra á síðustu árum en hækkar sig þó bara um einn sentimetra í einu. Ástæðan er að hann fær hundrað þúsund dollara bónus frá mótshöldurum fyrir að bæta heimsmetið en það gera um 12,4 milljónir íslenskar krónur. Það þýðir jafnframt að hann er búinn að græða 1,2 milljónir dollara eða 149 milljónir króna á því að bæta heimsmetið tólf sinnum frá árinu 2020. Duplantis fer sömu leið og Sergey Bubka gerði á sínum tíma. Bubka var einnig yfirburðamaður og sló heimsmetið sautján sinnum frá 1984 til 1994. Bubka fór hæst yfir 6,14 metra en flestir eru sannfærðir um að hann hefði farið mun hærra ef hann hefði ekki bara hækkað um einn sentimetra í einu. Það verður því fróðlegt að sjá hversu hátt Duplantis kemst. Það er ekki eins og það sé einhver á hælum hans því fáir eru að fara yfir sex metrana. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Frjálsar íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjá meira
Duplantis sló heimsmetið í tólfta sinn um síðustu helgi þegar hann fór yfir 6,28 metra á heimavelli í Stokkhólmi. Duplantis sló metið um einn sentimetra frá því að hann fór yfir 6,27 metra í lok febrúar. Duplantis hefur örugglega getað stokkið mun hærra á síðustu árum en hækkar sig þó bara um einn sentimetra í einu. Ástæðan er að hann fær hundrað þúsund dollara bónus frá mótshöldurum fyrir að bæta heimsmetið en það gera um 12,4 milljónir íslenskar krónur. Það þýðir jafnframt að hann er búinn að græða 1,2 milljónir dollara eða 149 milljónir króna á því að bæta heimsmetið tólf sinnum frá árinu 2020. Duplantis fer sömu leið og Sergey Bubka gerði á sínum tíma. Bubka var einnig yfirburðamaður og sló heimsmetið sautján sinnum frá 1984 til 1994. Bubka fór hæst yfir 6,14 metra en flestir eru sannfærðir um að hann hefði farið mun hærra ef hann hefði ekki bara hækkað um einn sentimetra í einu. Það verður því fróðlegt að sjá hversu hátt Duplantis kemst. Það er ekki eins og það sé einhver á hælum hans því fáir eru að fara yfir sex metrana. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjá meira