Opið bréf til ráðherra Flokks fólksins, vegna vanda söngnáms Aileen Soffía Svensdóttir skrifar 17. júní 2025 07:02 Vorið 2023 útskrifaðist ég með burtfararpróf frá Söngskóla Sigurðar Demetz. Þar fékk ég tækifæri til að stunda söngnám, sem mig hafði alltaf langað til, á mínum forsendum án þess þó að slegið væri af námskröfum. Þetta hefur reynst mér afar dýrmætt þar sem ég bý við fötlun sem lýsir sér i kvíðaröskun og einbeitingarskorti. Að sigrast á öllu þeim þröskuldum sem fólust í náminu hefur nýst mér beint og óbeint við að takast á við önnur verkefni. Að frétta nú af því að Söngskóli Sigurðar Demetz þurfi að selja flygil skólans til þess að eiga fyrir sumarlaunum kennara er alveg fáránlegt. Skólinn festi kaup á þessu flygli árið 2018, en hann hafði áður verið eigu Jórunnar Viðar tónskálds. Að ríkið komi ekki til móts við skólann til þess að standa undir umsömdum hækkunum á launum kennara við síðustu kjarasamninga stuðlar hægt og bítandi að því að starfsemi hans hætti. Það er vanvirðing við kennara og skólastjórnendur sem hafa helgað sér þennan starfsvettvang að þurfa að búa við síendurtekið óöryggi um það hvernig eigi að fjármagna skólann. Svarið er ekki að hækka skólagjöld endalaust til að mæta kostnaði. Með því er sér í lagi fólki með einhverfu, ADHD og aðrar raskanir svipt möguleikum á að þroska sína hæfileika eins og mér auðnaðist. Það eiga allir að eiga jöfn tækifæri til þess að stunda það nám sem hugur þeirra stendur til. Nú er líka í umræðunni að stofna Þjóðaróperu, en hvert er þá hugsað að sækja söngvara ef söngskólarnir sem eru grasrótin að slíkri starfsemi eru sveltir. Ég skora á menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra úr Flokki fólksins, þeim flokki sem vill stuðla á jafnræði, að svara neyðarkalli Söngskóla Sigurðar Demetz svo flygillinn fái að vera þar sem hann a heima. Höfundur er félagsliði og annar stjórnandi hlaðvarpsins Mannréttindi fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Skóla- og menntamál Tónlistarnám Flokkur fólksins Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Vorið 2023 útskrifaðist ég með burtfararpróf frá Söngskóla Sigurðar Demetz. Þar fékk ég tækifæri til að stunda söngnám, sem mig hafði alltaf langað til, á mínum forsendum án þess þó að slegið væri af námskröfum. Þetta hefur reynst mér afar dýrmætt þar sem ég bý við fötlun sem lýsir sér i kvíðaröskun og einbeitingarskorti. Að sigrast á öllu þeim þröskuldum sem fólust í náminu hefur nýst mér beint og óbeint við að takast á við önnur verkefni. Að frétta nú af því að Söngskóli Sigurðar Demetz þurfi að selja flygil skólans til þess að eiga fyrir sumarlaunum kennara er alveg fáránlegt. Skólinn festi kaup á þessu flygli árið 2018, en hann hafði áður verið eigu Jórunnar Viðar tónskálds. Að ríkið komi ekki til móts við skólann til þess að standa undir umsömdum hækkunum á launum kennara við síðustu kjarasamninga stuðlar hægt og bítandi að því að starfsemi hans hætti. Það er vanvirðing við kennara og skólastjórnendur sem hafa helgað sér þennan starfsvettvang að þurfa að búa við síendurtekið óöryggi um það hvernig eigi að fjármagna skólann. Svarið er ekki að hækka skólagjöld endalaust til að mæta kostnaði. Með því er sér í lagi fólki með einhverfu, ADHD og aðrar raskanir svipt möguleikum á að þroska sína hæfileika eins og mér auðnaðist. Það eiga allir að eiga jöfn tækifæri til þess að stunda það nám sem hugur þeirra stendur til. Nú er líka í umræðunni að stofna Þjóðaróperu, en hvert er þá hugsað að sækja söngvara ef söngskólarnir sem eru grasrótin að slíkri starfsemi eru sveltir. Ég skora á menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra úr Flokki fólksins, þeim flokki sem vill stuðla á jafnræði, að svara neyðarkalli Söngskóla Sigurðar Demetz svo flygillinn fái að vera þar sem hann a heima. Höfundur er félagsliði og annar stjórnandi hlaðvarpsins Mannréttindi fatlaðra.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun