Guðmundur í Brim hættir hjá SFS Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2025 18:34 Guðmundur Kristjánsson, fostjóri Brims og fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Einar Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur sagt af sér sem formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Það tilkynnti hann í dag en hann segir áherslur hans í starfi samtakanna ekki njóta stuðnings framkvæmdastjóra né annarra í forystu SFS. „Þar af leiðandi tel ég best fyrir samtökin að ég segi mig úr forystu þeirra,“ segir Guðmundur í yfirlýsingu. Hann var kjörinn formaður SFS þann 3. apríl. Í yfirlýsingunni segist Guðmundur telja það hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning og fulltrúa þeirra á hverjum tíma í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu um aðstæður til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. „Til þess þarf öflugt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem er gott fyrir íslenskan sjávarútveg er gott fyrir samfélag okkar í heild. Slíkt samtal á sér ekki stað í dag,“ segir Guðmundur. Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld. Sjá einnig: Segir ásakanir SFS um blekkingu og afvegaleiðingu alvarlegar Þá segir Guðmundur að því sé það áhyggjuefni að stjórnvöld stefni nú á „umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs á Íslandi án þess að fyrir liggi sameiginlegur skilningur allra þeirra sem málið varðar á því hvaða afleiðingar breytingarnar hafa í för með sér.“ Yfirlýsingu Guðmundar í heil má lesa hér að neðan: Tilkynning: Á fundi í framkvæmdaráði Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í dag tilkynnti ég um afsögn mína sem formaður samtakanna. Ástæðan er sú að áherslur mínar í starfi samtakanna njóta ekki stuðnings framkvæmdastjóra né heldur félaga minna í forystu samtakanna. Þar af leiðandi tel ég best fyrir samtökin að ég segi mig úr forystu þeirra. Ég tel það hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning og fulltrúa þeirra á hverjum tíma í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu um aðstæður til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Til þess þarf öflugt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem er gott fyrir íslenskan sjávarútveg er gott fyrir samfélag okkar í heild. Slíkt samtal á sér ekki stað í dag. Í ljósi þess er það áhyggjuefni að stjórnvöld stefna nú á umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs á Íslandi án þess að fyrir liggi sameiginlegur skilningur allra þeirra sem málið varðar á því hvaða afleiðingar breytingarnar hafa í för með sér. Guðmundur Kristjánsson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Atvinnurekendur Tengdar fréttir Sjávarútvegurinn standi höllum fæti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútvegi þessa dagana. Samdráttur í ráðgjöf til veiða á þorski kosti þjóðina milljarða króna. 6. júní 2025 18:55 Höggin dynji á sjávarútveginum og áhugi kvenna á iðnstörfum minnkar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútveginum þessa dagana. Hafrannsóknarstofnun hefur ráðlagt samdrátt til veiða á þorski á næsta ári um fjögur prósent. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 6. júní 2025 18:11 Aflamark þorsks lækkað og reiknað með að stofninn minnki áfram Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. 6. júní 2025 10:42 „Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Sjá meira
„Þar af leiðandi tel ég best fyrir samtökin að ég segi mig úr forystu þeirra,“ segir Guðmundur í yfirlýsingu. Hann var kjörinn formaður SFS þann 3. apríl. Í yfirlýsingunni segist Guðmundur telja það hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning og fulltrúa þeirra á hverjum tíma í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu um aðstæður til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. „Til þess þarf öflugt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem er gott fyrir íslenskan sjávarútveg er gott fyrir samfélag okkar í heild. Slíkt samtal á sér ekki stað í dag,“ segir Guðmundur. Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld. Sjá einnig: Segir ásakanir SFS um blekkingu og afvegaleiðingu alvarlegar Þá segir Guðmundur að því sé það áhyggjuefni að stjórnvöld stefni nú á „umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs á Íslandi án þess að fyrir liggi sameiginlegur skilningur allra þeirra sem málið varðar á því hvaða afleiðingar breytingarnar hafa í för með sér.“ Yfirlýsingu Guðmundar í heil má lesa hér að neðan: Tilkynning: Á fundi í framkvæmdaráði Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í dag tilkynnti ég um afsögn mína sem formaður samtakanna. Ástæðan er sú að áherslur mínar í starfi samtakanna njóta ekki stuðnings framkvæmdastjóra né heldur félaga minna í forystu samtakanna. Þar af leiðandi tel ég best fyrir samtökin að ég segi mig úr forystu þeirra. Ég tel það hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning og fulltrúa þeirra á hverjum tíma í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu um aðstæður til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Til þess þarf öflugt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem er gott fyrir íslenskan sjávarútveg er gott fyrir samfélag okkar í heild. Slíkt samtal á sér ekki stað í dag. Í ljósi þess er það áhyggjuefni að stjórnvöld stefna nú á umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs á Íslandi án þess að fyrir liggi sameiginlegur skilningur allra þeirra sem málið varðar á því hvaða afleiðingar breytingarnar hafa í för með sér. Guðmundur Kristjánsson
Tilkynning: Á fundi í framkvæmdaráði Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í dag tilkynnti ég um afsögn mína sem formaður samtakanna. Ástæðan er sú að áherslur mínar í starfi samtakanna njóta ekki stuðnings framkvæmdastjóra né heldur félaga minna í forystu samtakanna. Þar af leiðandi tel ég best fyrir samtökin að ég segi mig úr forystu þeirra. Ég tel það hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning og fulltrúa þeirra á hverjum tíma í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu um aðstæður til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Til þess þarf öflugt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem er gott fyrir íslenskan sjávarútveg er gott fyrir samfélag okkar í heild. Slíkt samtal á sér ekki stað í dag. Í ljósi þess er það áhyggjuefni að stjórnvöld stefna nú á umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs á Íslandi án þess að fyrir liggi sameiginlegur skilningur allra þeirra sem málið varðar á því hvaða afleiðingar breytingarnar hafa í för með sér. Guðmundur Kristjánsson
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Atvinnurekendur Tengdar fréttir Sjávarútvegurinn standi höllum fæti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútvegi þessa dagana. Samdráttur í ráðgjöf til veiða á þorski kosti þjóðina milljarða króna. 6. júní 2025 18:55 Höggin dynji á sjávarútveginum og áhugi kvenna á iðnstörfum minnkar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútveginum þessa dagana. Hafrannsóknarstofnun hefur ráðlagt samdrátt til veiða á þorski á næsta ári um fjögur prósent. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 6. júní 2025 18:11 Aflamark þorsks lækkað og reiknað með að stofninn minnki áfram Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. 6. júní 2025 10:42 „Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Sjá meira
Sjávarútvegurinn standi höllum fæti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútvegi þessa dagana. Samdráttur í ráðgjöf til veiða á þorski kosti þjóðina milljarða króna. 6. júní 2025 18:55
Höggin dynji á sjávarútveginum og áhugi kvenna á iðnstörfum minnkar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútveginum þessa dagana. Hafrannsóknarstofnun hefur ráðlagt samdrátt til veiða á þorski á næsta ári um fjögur prósent. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 6. júní 2025 18:11
Aflamark þorsks lækkað og reiknað með að stofninn minnki áfram Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. 6. júní 2025 10:42
„Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03