„Það er komin aðeins skýrari mynd“ Árni Sæberg skrifar 16. júní 2025 15:27 Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ívar Fannar Skýrari mynd er komin á atburði á Edition-hótelinu aðfaranótt laugardags, þegar tveir franskir ferðamenn fundust látnir. Ferðmennirnir voru búsettir á Írlandi. Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann ítrekar þó að rannsókn málsins sé á frumstigi og mikil vinna sé fram undan. Franska lögreglan kom þeirri íslensku í samband við aðstandendur Í dag var greint frá því að lögreglumenn hefðu sett sig í samband við kollega sína í Frakklandi. Ævar Pálmi segir það hafa verið gert með fulltingi franska sendiráðsins á Íslandi. Franska lögreglan hafi aðstoðað þá íslensku við að komast í samband við aðstandendur þeirra látnu. Hin látnu og konan sem grunuð er um að hafa ráðið þeim bana, hafi þó verið búsett á Írlandi og hafi komið þaðan í frí hér á landi. Líkt og greint hefur verið frá er konan móðir sem grunuð er um að bana eiginmanni sínum og dóttur. Konan og maður hennar voru á sextugsaldri en dóttirin um þrítugt. Fundust inni á herbergi Ævar Pálmi segir að lík hinna látnu hafi fundist inni á hótelherbergi fjölskyldunnar. Hann geti ekki upplýst hvort það hafi verið á sama stað inni á herberginu. Þau hafi verið úrskurðuð látin á vettvangi. Þá segir hann að stunguáverkar hafi verið á líkunum sem og á konunni en hann geti ekki upplýst hvers konar eggvopni var beitt. Þá geti hann ekkert gefið upp um eðli áverkanna á konunni. Konan hefur réttarstöðu sakbornings í málinu og hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til og með föstudegi. Manndráp á Reykjavík Edition Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Andlát frönsku ferðamannanna vekur eftirtekt erlendis Andlát frönsku ferðamannanna á Edition hótelinu í Reykjavík hafa vakið athygli út fyrir landsteinana, en víða er fjallað um málið í erlendum miðlum, sér í lagi frönskum. 15. júní 2025 19:53 „Þetta eru alvarlegir stunguáverkar“ Frönsk kona er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var flutt af vettvangi með stunguáverka. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en rannsókn málsins er á frumstigi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 14. júní 2025 19:22 Hin grunaða með stunguáverka og blindflug án samræmds námsmats Frönsk kona er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur á þrítugsaldri að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var flutt af vettvangi með stunguáverka. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en rannsókn málsins er á frumstigi. 14. júní 2025 18:19 Frönsk kona grunuð um að bana dóttur sinni og eiginmanni Frönsk kona á sextugsaldri er með stöðu sakbornings grunuð um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var með alvarlega stunguáverka þegar lögreglu bar að garði. Hún er í haldi lögreglu. 14. júní 2025 16:43 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Sjá meira
Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann ítrekar þó að rannsókn málsins sé á frumstigi og mikil vinna sé fram undan. Franska lögreglan kom þeirri íslensku í samband við aðstandendur Í dag var greint frá því að lögreglumenn hefðu sett sig í samband við kollega sína í Frakklandi. Ævar Pálmi segir það hafa verið gert með fulltingi franska sendiráðsins á Íslandi. Franska lögreglan hafi aðstoðað þá íslensku við að komast í samband við aðstandendur þeirra látnu. Hin látnu og konan sem grunuð er um að hafa ráðið þeim bana, hafi þó verið búsett á Írlandi og hafi komið þaðan í frí hér á landi. Líkt og greint hefur verið frá er konan móðir sem grunuð er um að bana eiginmanni sínum og dóttur. Konan og maður hennar voru á sextugsaldri en dóttirin um þrítugt. Fundust inni á herbergi Ævar Pálmi segir að lík hinna látnu hafi fundist inni á hótelherbergi fjölskyldunnar. Hann geti ekki upplýst hvort það hafi verið á sama stað inni á herberginu. Þau hafi verið úrskurðuð látin á vettvangi. Þá segir hann að stunguáverkar hafi verið á líkunum sem og á konunni en hann geti ekki upplýst hvers konar eggvopni var beitt. Þá geti hann ekkert gefið upp um eðli áverkanna á konunni. Konan hefur réttarstöðu sakbornings í málinu og hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til og með föstudegi.
Manndráp á Reykjavík Edition Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Andlát frönsku ferðamannanna vekur eftirtekt erlendis Andlát frönsku ferðamannanna á Edition hótelinu í Reykjavík hafa vakið athygli út fyrir landsteinana, en víða er fjallað um málið í erlendum miðlum, sér í lagi frönskum. 15. júní 2025 19:53 „Þetta eru alvarlegir stunguáverkar“ Frönsk kona er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var flutt af vettvangi með stunguáverka. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en rannsókn málsins er á frumstigi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 14. júní 2025 19:22 Hin grunaða með stunguáverka og blindflug án samræmds námsmats Frönsk kona er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur á þrítugsaldri að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var flutt af vettvangi með stunguáverka. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en rannsókn málsins er á frumstigi. 14. júní 2025 18:19 Frönsk kona grunuð um að bana dóttur sinni og eiginmanni Frönsk kona á sextugsaldri er með stöðu sakbornings grunuð um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var með alvarlega stunguáverka þegar lögreglu bar að garði. Hún er í haldi lögreglu. 14. júní 2025 16:43 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Sjá meira
Andlát frönsku ferðamannanna vekur eftirtekt erlendis Andlát frönsku ferðamannanna á Edition hótelinu í Reykjavík hafa vakið athygli út fyrir landsteinana, en víða er fjallað um málið í erlendum miðlum, sér í lagi frönskum. 15. júní 2025 19:53
„Þetta eru alvarlegir stunguáverkar“ Frönsk kona er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var flutt af vettvangi með stunguáverka. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en rannsókn málsins er á frumstigi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 14. júní 2025 19:22
Hin grunaða með stunguáverka og blindflug án samræmds námsmats Frönsk kona er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur á þrítugsaldri að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var flutt af vettvangi með stunguáverka. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en rannsókn málsins er á frumstigi. 14. júní 2025 18:19
Frönsk kona grunuð um að bana dóttur sinni og eiginmanni Frönsk kona á sextugsaldri er með stöðu sakbornings grunuð um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var með alvarlega stunguáverka þegar lögreglu bar að garði. Hún er í haldi lögreglu. 14. júní 2025 16:43