Segir ásakanir SFS um blekkingu og afvegaleiðingu alvarlegar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. júní 2025 14:09 Hanna Katrín Friðriksson segir það sorglegt að fylgjast með „árásum SFS á starfsfólk stjórnsýslunnar.“ Vísir/Vilhelm Atvinnuvegaráðherra segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi ráðast á stofnanir ríkisins til að „þvinga fram aðra niðurstöðu“ vegna fyrirhugaðra breytinga á veiðigjöldum. Hún kærir sig lítið um ásakanir um blekkingar. Eftir þrjár breytingartillögur frá atvinnuveganefnd sé frumvarpið nú tilbúið í aðra umræðu. „Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp mitt um breytingu á lögum um veiðigjöld þar sem markmiðið er að tryggja þjóðinni sanngjarnari hlutdeild í ágóðanum af nýtingu á fiskveiðiauðlind sinni,“ skrifar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, í aðsendri grein á Vísi. „Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er hlynntur þessum breytingum en kunnugleg varðstaða hefur sést frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og þeim flokkum sem nú skipa minnihluta á þingi.“ Hanna Katrín og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjöld í lok mars og var það lagt fyrir Alþingi 1. maí. Nokkrum klukkustundum áður en frumvarpið var kynnt höfðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sent út tilkynningu þar sem fyrirhugaðar breytingar voru gagnrýndar. Á kynningarfundinum sagði Hanna Katrín breytingarnar á lögunum snúast „eingöngu um uppfært mat á aflaverðmæti.“ Þjóðin fengi einn þriðja af hagnaði útgerðanna en útgerðin tvo þriðju. Veiðigjöldin hefðu átt að vera mun hærri á árum áður og sé verið að leiðrétta þau. Reiknað er með því að allt að tvöfalt hærri upphæð verði innheimt á ári miðað við eldra fyrirkomulag. „Frumvarpið byggir á einföldum og réttlátum grunni: Að þeir sem nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar greiði sanngjarnt gjald fyrir það. Í áraraðir hefur veiðigjaldið byggst á undirverðlagningu úr innri viðskiptum fyrirtækja sem hafa þannig sjálf ráðið þeim grunni sem gjaldið er reiknað út frá. Sú nálgun verður nú leiðrétt,“ segir Hanna Katrín. Hækka frítekjumark til að vernda minni aðila Þegar tillagan fór í fyrstu umræðu fyrir Alþingi var slegið met en ekkert frumvarp hefur verið lengur rætt í fyrstu umræðu. Fór svo þannig að hún var samþykkt og fór málið til atvinnuveganefndar þingsins. Frumvarpið er nú tilbúið í aðra umræðu. „Á grundvelli þessarar vinnu hefur meirihluti nefndarinnar nú afgreitt málið út til annarrar umræðu í þingsal með tillögum um mikilvægar breytingar sem styrkja málið enn frekar,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín segir atvinnuveganefnd hafi lagt fram þrjár breytingartillögur á frumvarpinu. Fyrst hafi aðferðafræði útreikninganna verið gerð skýrari og frítekjumark hækkað til að vernda minni fyrirtæki. Miðað verði við áttatíu prósent af norsku markaðsverði við útreikninga veiðigjalds á makríl. „Tekið var undir þau rök að íslenskar makrílafurðir væru ekki að öllu leyti af sömu gæðum og þær sem eru unnar í Noregi þótt fjárfestingar í vinnslu og tæknibúnaði hér á landi hafi aukið verðmæti íslensks makríls til muna,“ segir Hanna Katrín. Haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða þingið SFS hefur verið fremst í flokki hvað varðar gagnrýni á frumvarpinu. Til að mynda létu fulltrúar SFS útbúa auglýsingu þar sem norskir athafnamenn furða sig á fyriráætlunum. Ráðmenn gagnrýndu auglýsinguna harðlega og sagði Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hana lýsa firringu. „Hvert sem sjónarhornið er, er með miklum ólíkindum að fylgjast með framgöngu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem ráðast að sérfræðingum atvinnuvegaráðuneytisins með dylgjum um vankunnáttu og ásökunum um blekkingar,“ segir Hanna Katrín. „Síðasta sendingin er sú versta en þar er því bókstaflega haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða Alþingi. Þær gerast varla alvarlegri ásakanirnar og þeim verður svarað á öðrum vettvangi.“ Hún segir það sorglegt að fylgjast með „árásum SFS á starfsfólk stjórnsýslunnar.“ Þar sé einungis fólk sem vinni störf sín af fagmennsku og heilindum. „Það er hins vegar grafalvarlegt mál þegar viðbragð þessara sömu hagsmunaafla er að ráðast að stofnunum ríkisins að því er virðist í þeim tilgangi að þvinga fram aðra niðurstöðu. Við því verður brugðist af fullum þunga.“ Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp mitt um breytingu á lögum um veiðigjöld þar sem markmiðið er að tryggja þjóðinni sanngjarnari hlutdeild í ágóðanum af nýtingu á fiskveiðiauðlind sinni,“ skrifar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, í aðsendri grein á Vísi. „Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er hlynntur þessum breytingum en kunnugleg varðstaða hefur sést frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og þeim flokkum sem nú skipa minnihluta á þingi.“ Hanna Katrín og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjöld í lok mars og var það lagt fyrir Alþingi 1. maí. Nokkrum klukkustundum áður en frumvarpið var kynnt höfðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sent út tilkynningu þar sem fyrirhugaðar breytingar voru gagnrýndar. Á kynningarfundinum sagði Hanna Katrín breytingarnar á lögunum snúast „eingöngu um uppfært mat á aflaverðmæti.“ Þjóðin fengi einn þriðja af hagnaði útgerðanna en útgerðin tvo þriðju. Veiðigjöldin hefðu átt að vera mun hærri á árum áður og sé verið að leiðrétta þau. Reiknað er með því að allt að tvöfalt hærri upphæð verði innheimt á ári miðað við eldra fyrirkomulag. „Frumvarpið byggir á einföldum og réttlátum grunni: Að þeir sem nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar greiði sanngjarnt gjald fyrir það. Í áraraðir hefur veiðigjaldið byggst á undirverðlagningu úr innri viðskiptum fyrirtækja sem hafa þannig sjálf ráðið þeim grunni sem gjaldið er reiknað út frá. Sú nálgun verður nú leiðrétt,“ segir Hanna Katrín. Hækka frítekjumark til að vernda minni aðila Þegar tillagan fór í fyrstu umræðu fyrir Alþingi var slegið met en ekkert frumvarp hefur verið lengur rætt í fyrstu umræðu. Fór svo þannig að hún var samþykkt og fór málið til atvinnuveganefndar þingsins. Frumvarpið er nú tilbúið í aðra umræðu. „Á grundvelli þessarar vinnu hefur meirihluti nefndarinnar nú afgreitt málið út til annarrar umræðu í þingsal með tillögum um mikilvægar breytingar sem styrkja málið enn frekar,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín segir atvinnuveganefnd hafi lagt fram þrjár breytingartillögur á frumvarpinu. Fyrst hafi aðferðafræði útreikninganna verið gerð skýrari og frítekjumark hækkað til að vernda minni fyrirtæki. Miðað verði við áttatíu prósent af norsku markaðsverði við útreikninga veiðigjalds á makríl. „Tekið var undir þau rök að íslenskar makrílafurðir væru ekki að öllu leyti af sömu gæðum og þær sem eru unnar í Noregi þótt fjárfestingar í vinnslu og tæknibúnaði hér á landi hafi aukið verðmæti íslensks makríls til muna,“ segir Hanna Katrín. Haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða þingið SFS hefur verið fremst í flokki hvað varðar gagnrýni á frumvarpinu. Til að mynda létu fulltrúar SFS útbúa auglýsingu þar sem norskir athafnamenn furða sig á fyriráætlunum. Ráðmenn gagnrýndu auglýsinguna harðlega og sagði Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hana lýsa firringu. „Hvert sem sjónarhornið er, er með miklum ólíkindum að fylgjast með framgöngu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem ráðast að sérfræðingum atvinnuvegaráðuneytisins með dylgjum um vankunnáttu og ásökunum um blekkingar,“ segir Hanna Katrín. „Síðasta sendingin er sú versta en þar er því bókstaflega haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða Alþingi. Þær gerast varla alvarlegri ásakanirnar og þeim verður svarað á öðrum vettvangi.“ Hún segir það sorglegt að fylgjast með „árásum SFS á starfsfólk stjórnsýslunnar.“ Þar sé einungis fólk sem vinni störf sín af fagmennsku og heilindum. „Það er hins vegar grafalvarlegt mál þegar viðbragð þessara sömu hagsmunaafla er að ráðast að stofnunum ríkisins að því er virðist í þeim tilgangi að þvinga fram aðra niðurstöðu. Við því verður brugðist af fullum þunga.“
Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira