Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 15. júní 2025 22:01 Í dag 15. júní eru fimm ár síðan ég fékk það staðfest sem mig hafði grunað í nokkurn tíma aðég er með Parkinson sjúkdóminn.Ég kaus að kalla það P dæmið því ég gat ekki sagt orðið. Èg vildi ekki tala um það eða að neinn nema mínir nánustu hefðu vitneskju um þessi örlög mín. Hvað þá að ganga í Parkinson félagið. Það er ekki einfalt fyrir 52 ára konu í fullu fjöri að fá slíka greiningu og þurfa að hugsa seinni hálfleikinn uppà nýtt.Ég hafði fundið skjálfta í hvíld í nokkurn tíma vinstra megin í kroppnum og fékk svo mikinn skjálfta með hnífinn í hendinni við vinnu mína og það er ekkert grín fyrir fæðinga og kvensjúkdómalækni.Við hjónin fórum svo í einum Covid glugganum í ferð á Snæfellsnesið og í sundlauginni í Grundarfirði tekur Hjörtur eftir því að ég lyfti ekki vinstri hendinni jafnt og þeirri hægri. Þeir sem þekkja mig vita að èg syndi daglega og því var Covid vesen og þá fórum við að ganga og aftur var það húsbóndinn sem tók eftir því að vinstri hendin hreyfðist nánast ekkert og göngulagið var öðruvísi. Því vissi ég innst inni að ég væri með Parkinson sem er ólæknandi hrörnunarsjúkdómur en hefur vissulega mismunandi birtingarmyndir og herjar mismunandi hratt á fórnarlömb sín. En hvernigtekst kona á besta aldri við slík örlög þegar hulstrið er skaddað en hugurinn skarpur? Öflug kona á framabraut ákveður að fara í felur til að tryggja að skjólstæðingar hennar hlaupi ekki á brott. En það er líka erfitt að vera að fela hreyfiskerðingu og skjálfta fyrir öllum nema þeim sem þú treystir fyrir þessari greiningu. Og þjóð veit þá þrír vita. Hef verið spurð að því í sundi hvort ég sé slæm í öxlinni, eða fengið kurteislegar ábendingar umhvort ég fari hægt eða hratt. Á oft erfitt með að fara í fötin og er lengur í gang á morgnana þegar stirðleikinn ræður för. Sumir dagar eru verri en aðrir en flestir eru bara mjög góðir. Það hjálpar mikið að vera jákvæð og sjá ljósu hliðina á málum, lausnarmiðuð og með húmorfyrri eigin vanmætti. Hef verið hreinskilin og finnst gaman að tjá mig um málefni líðandi stundar með pistlum á Vísi.is sem nú telja á þriðja tug. Opinská um allt nema P dæmið kannski stundum svo sumum þyki nóg um. En nú er komið að kaflaskilum, èg er hætt í feluleik. Fimm ár í þeim leik eru meira en nóg. Þetta hafa margir bent mér á, fjölskylda mín og læknirinn minn. Það var aftur Hjörtur minn besti vinur og félagisem með sinni hegðun benti mér á þetta. Hann fékk greininguna krabbamein fyrir ári síðan og bara segir öllum það. Hefur ekkert að fela og tekst á við sín örlög með reisn. En ég var ekki tilbúin og gat ekki sagt orðið. Var kannski ekki tilbúin að sætta mig við þessi döpru örlög. Það er erfiðara að fela hreyfiskerðingu og skjálfta eftir því sem tíminn líður. Ekkert gaman að taka töflur á 3 klst fresti og finnast allt stefna í eina átt, verða verri í dag en í gær. Dagurinn í gær var töff en hann er betri í dag eftir að ég útrýmdi túnfíflum úr lóðinni og sló garðinn. Sönnun á því að hreyfing og endorfín losun hjálpar. Nú eru fegurstu og lengstu dagar ársins og náttúra okkar fallega lands sýnir sínar bestu hliðar. Við fögnum afmæli lýðveldisins Íslands og EM í fótbolta kvenna er innan seilingar og kætir þá sem það elska. Þess vegna ætla ég að hætta í fimm ára feluleik og vera bjartsýn um veikindi okkar hjóna. Njóta hvers dags og þakka fyrir allt það góða sem lífið hefur gefið okkur. Við viljum ekki vorkun og við erum ekki hætt að skoða konur, skrifa pistla og skíra, gifta og jarða þó pakka tilboðið skurður og skírn sè ekki lengur í boði. Þökkumfallegar hugsanir og fyrirbænir. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar en ljóð hafa verið að koma til mín að undanförnu. Hér er ljóð um P sem segir allt ; P Hver ertu Hvað viltu mér Hvers vegna ertu hér Læddist í líf mitt eins og ljótur þjófur að nóttu Fyrir löngum fimm árum síðan Langar ekki að kynnast þér Hægir á mér Hristir mig Hrekkjóttur gerir mig stirða og stífa Rænir mig sundinu mínu Ruglar svefninn minn Reynir að stjórna lífi mínu og þínu Truflar taktinn Tefur mig Tekur kraftinn Hugann hryggir Heftir hann Hjarta mitt syrgir Tekur völdin Hægt og hljótt Löng verða kvöldin Reyni að skilja Örlögin Öfug við minn vilja Uppgjöf er ekki í boði Enda ég ávallt seig Áfram það við mig loði Bið góðan Guð að hjálpa mér Að kynnast þér Þannig að enginn sér Veit ekki hvernig þetta fer Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í dag 15. júní eru fimm ár síðan ég fékk það staðfest sem mig hafði grunað í nokkurn tíma aðég er með Parkinson sjúkdóminn.Ég kaus að kalla það P dæmið því ég gat ekki sagt orðið. Èg vildi ekki tala um það eða að neinn nema mínir nánustu hefðu vitneskju um þessi örlög mín. Hvað þá að ganga í Parkinson félagið. Það er ekki einfalt fyrir 52 ára konu í fullu fjöri að fá slíka greiningu og þurfa að hugsa seinni hálfleikinn uppà nýtt.Ég hafði fundið skjálfta í hvíld í nokkurn tíma vinstra megin í kroppnum og fékk svo mikinn skjálfta með hnífinn í hendinni við vinnu mína og það er ekkert grín fyrir fæðinga og kvensjúkdómalækni.Við hjónin fórum svo í einum Covid glugganum í ferð á Snæfellsnesið og í sundlauginni í Grundarfirði tekur Hjörtur eftir því að ég lyfti ekki vinstri hendinni jafnt og þeirri hægri. Þeir sem þekkja mig vita að èg syndi daglega og því var Covid vesen og þá fórum við að ganga og aftur var það húsbóndinn sem tók eftir því að vinstri hendin hreyfðist nánast ekkert og göngulagið var öðruvísi. Því vissi ég innst inni að ég væri með Parkinson sem er ólæknandi hrörnunarsjúkdómur en hefur vissulega mismunandi birtingarmyndir og herjar mismunandi hratt á fórnarlömb sín. En hvernigtekst kona á besta aldri við slík örlög þegar hulstrið er skaddað en hugurinn skarpur? Öflug kona á framabraut ákveður að fara í felur til að tryggja að skjólstæðingar hennar hlaupi ekki á brott. En það er líka erfitt að vera að fela hreyfiskerðingu og skjálfta fyrir öllum nema þeim sem þú treystir fyrir þessari greiningu. Og þjóð veit þá þrír vita. Hef verið spurð að því í sundi hvort ég sé slæm í öxlinni, eða fengið kurteislegar ábendingar umhvort ég fari hægt eða hratt. Á oft erfitt með að fara í fötin og er lengur í gang á morgnana þegar stirðleikinn ræður för. Sumir dagar eru verri en aðrir en flestir eru bara mjög góðir. Það hjálpar mikið að vera jákvæð og sjá ljósu hliðina á málum, lausnarmiðuð og með húmorfyrri eigin vanmætti. Hef verið hreinskilin og finnst gaman að tjá mig um málefni líðandi stundar með pistlum á Vísi.is sem nú telja á þriðja tug. Opinská um allt nema P dæmið kannski stundum svo sumum þyki nóg um. En nú er komið að kaflaskilum, èg er hætt í feluleik. Fimm ár í þeim leik eru meira en nóg. Þetta hafa margir bent mér á, fjölskylda mín og læknirinn minn. Það var aftur Hjörtur minn besti vinur og félagisem með sinni hegðun benti mér á þetta. Hann fékk greininguna krabbamein fyrir ári síðan og bara segir öllum það. Hefur ekkert að fela og tekst á við sín örlög með reisn. En ég var ekki tilbúin og gat ekki sagt orðið. Var kannski ekki tilbúin að sætta mig við þessi döpru örlög. Það er erfiðara að fela hreyfiskerðingu og skjálfta eftir því sem tíminn líður. Ekkert gaman að taka töflur á 3 klst fresti og finnast allt stefna í eina átt, verða verri í dag en í gær. Dagurinn í gær var töff en hann er betri í dag eftir að ég útrýmdi túnfíflum úr lóðinni og sló garðinn. Sönnun á því að hreyfing og endorfín losun hjálpar. Nú eru fegurstu og lengstu dagar ársins og náttúra okkar fallega lands sýnir sínar bestu hliðar. Við fögnum afmæli lýðveldisins Íslands og EM í fótbolta kvenna er innan seilingar og kætir þá sem það elska. Þess vegna ætla ég að hætta í fimm ára feluleik og vera bjartsýn um veikindi okkar hjóna. Njóta hvers dags og þakka fyrir allt það góða sem lífið hefur gefið okkur. Við viljum ekki vorkun og við erum ekki hætt að skoða konur, skrifa pistla og skíra, gifta og jarða þó pakka tilboðið skurður og skírn sè ekki lengur í boði. Þökkumfallegar hugsanir og fyrirbænir. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar en ljóð hafa verið að koma til mín að undanförnu. Hér er ljóð um P sem segir allt ; P Hver ertu Hvað viltu mér Hvers vegna ertu hér Læddist í líf mitt eins og ljótur þjófur að nóttu Fyrir löngum fimm árum síðan Langar ekki að kynnast þér Hægir á mér Hristir mig Hrekkjóttur gerir mig stirða og stífa Rænir mig sundinu mínu Ruglar svefninn minn Reynir að stjórna lífi mínu og þínu Truflar taktinn Tefur mig Tekur kraftinn Hugann hryggir Heftir hann Hjarta mitt syrgir Tekur völdin Hægt og hljótt Löng verða kvöldin Reyni að skilja Örlögin Öfug við minn vilja Uppgjöf er ekki í boði Enda ég ávallt seig Áfram það við mig loði Bið góðan Guð að hjálpa mér Að kynnast þér Þannig að enginn sér Veit ekki hvernig þetta fer Höfundur er læknir
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun