„Það er trú, power, orka og bara gæði í þessu Fram liði“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 15. júní 2025 16:33 Óskar Smári á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Fram gerðu sér góða ferð niður á Hlíðarenda þar sem þær heimsóttu Val í níundu umferð Bestu deild kvenna. Eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik snéru Fram taflinu við í þeim síðari og fóru með sterkan sigur af hólmi 1-2. „Seinni hálfleikur gjörsamlega geggjaður hjá okkur. Við hlupum yfir þær í seinni hálfleik“ sagði Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram eftir sigurinn í dag. „Kannski spilar það svolítið inn í að leikurinn á miðvikudaginn hafi setið smá í Valskonum. Þær voru þreyttar og við vorum með orkustigið hátt“ Valur var með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en hvað var sagt í hálfleik til þess að snúa þessu við? „Ég sagði ekkert voðalega mikið. Við breyttum í tígulinn aftur og settum smá áherslubreytingar sem heppnuðust vel“ Fram skoraði snemma í síðari hálfleiknum og það gaf þeim mikið sjálfstraust. „Geggjað mark, frábært mark hjá Unu. Spólar sig í gegn, frábært mark og 1-0 undir á móti Val á útivelli er erfið staða að vera í. Erfitt að koma tilbaka á móti svona góðu liði eins og Val“ „Það er bara trú, power, orka og bara gæði í þessu Fram liði. Stelpurnar eiga bara skilið sigurinn að mínu mati og voru bara betri heilt yfir í 90 mínútur“ Fram var nálægt því að skora þriðja markið alveg í blálok leiks en Kamila Pickett var þá sloppin ein í gegn og reyndi að lyfta boltanum yfir Tinnu Brá í marki Vals. „Við eigum skot í stöngina, slánna og svo eiga Valur auðvitað sín færi líka. Við erum að spila á móti frábæru Valsliði. Auðvitað hefði verið gott að ná þriðja markinu. Þú getur aldrei verið rólegur að spila á móti liði eins og Val“ „Tölfræðilega eiga þær að vera í öðru sæti í deildinni. Þessi sigur er því risastór fyrir okkur en á sama tíma verðskuldaður“ Það er stutt á milli leikja en þetta gefur liðinu mikið fyrir framhaldið. „Nú er Þróttur bara á föstudaginn, stutt á milli leikja og við þurfum að passa vel upp á þreytta skrokka. Við fáum Þróttara, toppliðið í heimsókn og það verður bara mjög gaman að fá Óla og hans stúlkur í heimsókn og taka á móti þeim í síðasta leik fyrir pásu“ Fram Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Sjá meira
„Seinni hálfleikur gjörsamlega geggjaður hjá okkur. Við hlupum yfir þær í seinni hálfleik“ sagði Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram eftir sigurinn í dag. „Kannski spilar það svolítið inn í að leikurinn á miðvikudaginn hafi setið smá í Valskonum. Þær voru þreyttar og við vorum með orkustigið hátt“ Valur var með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en hvað var sagt í hálfleik til þess að snúa þessu við? „Ég sagði ekkert voðalega mikið. Við breyttum í tígulinn aftur og settum smá áherslubreytingar sem heppnuðust vel“ Fram skoraði snemma í síðari hálfleiknum og það gaf þeim mikið sjálfstraust. „Geggjað mark, frábært mark hjá Unu. Spólar sig í gegn, frábært mark og 1-0 undir á móti Val á útivelli er erfið staða að vera í. Erfitt að koma tilbaka á móti svona góðu liði eins og Val“ „Það er bara trú, power, orka og bara gæði í þessu Fram liði. Stelpurnar eiga bara skilið sigurinn að mínu mati og voru bara betri heilt yfir í 90 mínútur“ Fram var nálægt því að skora þriðja markið alveg í blálok leiks en Kamila Pickett var þá sloppin ein í gegn og reyndi að lyfta boltanum yfir Tinnu Brá í marki Vals. „Við eigum skot í stöngina, slánna og svo eiga Valur auðvitað sín færi líka. Við erum að spila á móti frábæru Valsliði. Auðvitað hefði verið gott að ná þriðja markinu. Þú getur aldrei verið rólegur að spila á móti liði eins og Val“ „Tölfræðilega eiga þær að vera í öðru sæti í deildinni. Þessi sigur er því risastór fyrir okkur en á sama tíma verðskuldaður“ Það er stutt á milli leikja en þetta gefur liðinu mikið fyrir framhaldið. „Nú er Þróttur bara á föstudaginn, stutt á milli leikja og við þurfum að passa vel upp á þreytta skrokka. Við fáum Þróttara, toppliðið í heimsókn og það verður bara mjög gaman að fá Óla og hans stúlkur í heimsókn og taka á móti þeim í síðasta leik fyrir pásu“
Fram Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Sjá meira