Lengdist um níu sentímetra og lærði að ganga upp á nýtt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júní 2025 20:00 Svona var bak Brynju fyrir aðgerðina en hún þurfti að læra að ganga upp á nýtt að henni lokinni. Aðsend Kona á þrítugsaldri sem greindist með hryggskekkju fimmtán ára segir mikilvægt að fólk taki tillit til þeirra sem þjást af kvillanum. Júnímánuður er tileinkaður vitundarvakningu um hryggskekkju en hún lengdist sjálf um níu sentímetra eftir tíu klukkutíma aðgerð það sem bak hennar var spengt með 23 skrúfum. Brynja Dögg Árnadóttir var fimmtán ára þegar hún greindist með 40 gráðu hryggskekkju. Þrátt fyrir það segist hún ekki hafa verið verkjuð og var því leitað annarra leiða en aðgerðar til að vinna úr skekkjunni. Það gekk ágætlega þangað til fyrir ári síðan þegar verkir fóru að gera vart við sig. Skekkjan var þá orðin 70 gráður. 23 skrúfur og tvær plötur í bakinu „Það var orðinn svo mikill snúningur að það var akkúrat þumall á milli neðsta rifbeinsins og mjaðmabeinsins. Og þetta er í rauninni að hafa áhrif á allt. Ég gat alveg verið að gera ýmsa hluti en ég þurfti kannski meiri orku í þá en aðrir á mínum aldri sem voru ekki með þessa skekkju,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Í byrjun árs var ekkert annað í stöðunni en að leggjast undir hnífinn. Tveir læknar sjái um spengingar hér á landi og býr annar þeirra í Svíþjóð. „Aðgerðin átti að taka þrjá klukkutíma en það lengdist eitthvað hjá þeim því þetta var svo mikið eða eitthvað. Aðgerðin var allavega í tíu klukkutíma og ég er með 23 skrúfur í bakinu og tvær plötur til að halda við. Brynja Dögg Árnadóttir, 23 ára.vísir/sigurjón Að öðru leyti gekk aðgerðin vel og var skekkjan minnkuð í fjórar gráður sem telst vart skekkja að sögn Brynju. „Ég var 166 sentímetrar þegar ég fór í aðgerðina en þegar ég kom úr aðgerðinni þá var ég 175 sentímetrar. Ég þurfti að fara kaupa mikið af nýjum fötum, því fötin pössuðu ekkert á mig þegar ég var með skekkjuna.“ Finnur fyrir öllum skrúfunum í köldu veðri Langt og strembið endurhæfingarferli tók þá við og stendur enn yfir. „Þetta var alveg mjög vont fyrstu daganna á spítalanum. Ég átti að vera inniliggjandi á spítalanum í tvo til fimm daga, sögðu þeir en ég var í þrjár vikur. Og ég þurfti náttúrulega bara að læra að labba upp á nýtt og beita mér og svona.“ Brynja var verulega verkjuð eftir aðgerðina og dvaldi á spítalanum í þrjár vikur.aðsend Upphaflega hafi hún fundið mikið fyrir spengingunni en það vandist síðan að mestu leyti. „Ef það er mjög kalt úti og ef ég er ekki nægilega vel klædd þá finn ég fyrir öllum skrúfunum.“ Heilbrigðismál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Brynja Dögg Árnadóttir var fimmtán ára þegar hún greindist með 40 gráðu hryggskekkju. Þrátt fyrir það segist hún ekki hafa verið verkjuð og var því leitað annarra leiða en aðgerðar til að vinna úr skekkjunni. Það gekk ágætlega þangað til fyrir ári síðan þegar verkir fóru að gera vart við sig. Skekkjan var þá orðin 70 gráður. 23 skrúfur og tvær plötur í bakinu „Það var orðinn svo mikill snúningur að það var akkúrat þumall á milli neðsta rifbeinsins og mjaðmabeinsins. Og þetta er í rauninni að hafa áhrif á allt. Ég gat alveg verið að gera ýmsa hluti en ég þurfti kannski meiri orku í þá en aðrir á mínum aldri sem voru ekki með þessa skekkju,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Í byrjun árs var ekkert annað í stöðunni en að leggjast undir hnífinn. Tveir læknar sjái um spengingar hér á landi og býr annar þeirra í Svíþjóð. „Aðgerðin átti að taka þrjá klukkutíma en það lengdist eitthvað hjá þeim því þetta var svo mikið eða eitthvað. Aðgerðin var allavega í tíu klukkutíma og ég er með 23 skrúfur í bakinu og tvær plötur til að halda við. Brynja Dögg Árnadóttir, 23 ára.vísir/sigurjón Að öðru leyti gekk aðgerðin vel og var skekkjan minnkuð í fjórar gráður sem telst vart skekkja að sögn Brynju. „Ég var 166 sentímetrar þegar ég fór í aðgerðina en þegar ég kom úr aðgerðinni þá var ég 175 sentímetrar. Ég þurfti að fara kaupa mikið af nýjum fötum, því fötin pössuðu ekkert á mig þegar ég var með skekkjuna.“ Finnur fyrir öllum skrúfunum í köldu veðri Langt og strembið endurhæfingarferli tók þá við og stendur enn yfir. „Þetta var alveg mjög vont fyrstu daganna á spítalanum. Ég átti að vera inniliggjandi á spítalanum í tvo til fimm daga, sögðu þeir en ég var í þrjár vikur. Og ég þurfti náttúrulega bara að læra að labba upp á nýtt og beita mér og svona.“ Brynja var verulega verkjuð eftir aðgerðina og dvaldi á spítalanum í þrjár vikur.aðsend Upphaflega hafi hún fundið mikið fyrir spengingunni en það vandist síðan að mestu leyti. „Ef það er mjög kalt úti og ef ég er ekki nægilega vel klædd þá finn ég fyrir öllum skrúfunum.“
Heilbrigðismál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira