Regluverk setur langborðinu stólinn fyrir dyrnar Agnar Már Másson skrifar 15. júní 2025 10:37 Langborðinu hefur yfirleitt verið komið fyrir á Laugavegi í kringum sumarsólstöður. Reykjavíkurborg Veitingastaðir í Reykjavík hafa þurft fresta hinu árlega langborði um nokkrar vikur þar sem regluverk hjá heilbrigðiseftirlitinu gerir það að verkum að auglýsa þurfi starfsleyfi í fjórar vikur áður en það er veitt. Fjöldi veitingamanna hefur að undanförnu brennt sig á regluverki sem tók gildi í maí sem kveður á um að öll starfsleyfi þurfi að auglýsa á vef Reykjavíkurborgar í fjórar vikur. Síðustu fimm ár hafa veitingahúsin Sumac, Tíu sopar og Public house staðið fyrir svokölluðu langborði í kringum sumarsólstöður. Því verður aftur á móti frestað um að minnsta kosti tvær vikur í ár. Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumeistari og eigandi Sumac, segist hafa síðustu fimm ár sent umsókn um leyfi um þremur vikum fyrir viðburðinn. En í þetta skipti bárust honum þau svör frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar að Sumac þyrfti auglýsa leyfisveitinguna í fjórar vikur, en þá voru um þrjár vikur í viðburðinn. „Ég var ekki nógu upplýstur um það og við gátum ekki haldið þetta tuttugasta og fyrsta [júní] en fáum vonandi að halda þetta fimmta júlí,“ segir Þráinn í samtali við Vísi. Leyfið er aftur á móti enn í auglýsingu á vef Reykjavíkurborgar. „Þetta er viðburður sem er búinn að vera haldinn í fjögur til fimm ár, og þetta hefur verið eins allt árin. En það eru ansi margar loopholes sem þarf að hoppa í gegnum til að halda einu grilli fyrir utan veitingastaðinn og eitt langborð.“ Hann vill að regluverkið sé einfaldað. „Þetta er mikið bákn sem við erum að díla við. Það mætti heldur betur einfalda þetta mikið til.“ Afnumið að hluta Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis orku- og lofstslagsráðherra, hefur nú afnumið hluta reglugerðarinnar sem snýr að því að auglýsa drög að starfsleyfi þegar nýr starfsleyfishafi tekur við starfsleyfisskyldum rekstri, jafnvel þó engar breytingar verði á starfseminni. Sú reglugerð hafði sett veitingahúsinu Kastrup stólinn fyrir dyrnar þegar eigendaskipti urðu þar nýlega. Jóhann Páll hefur sagst vilja létta um regluverkið enn frekar. Hann hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingu á reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Með boðuðum breytingum er lagt til að starfsleyfisskyldu sé létt af 23 tegundum atvinnustarfsemi og að í staðinn sé einvörðungu gerð krafa um skráningu. Hygge enn í óvissu Axel Þorsteinsson, annar eigandi bakarísins Hygge sem hefur nú beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna við Barónsstíg, segir við Vísi að þær breytingar sem ráðherra boðar auðveldi sér ekki endilega að fá leyfi. Hann segist hafa fengið þau svör frá heilbrigðiseftirlitinu að breytingarnar gætu þvert á móti gert þeim að sækja annars vegar um leyfi fyrir matvælahluta rekstursins og hins vegar sérstaka skráningu fyrir hollustuhætti. Framkvæmd boðaðra breytinga liggur þó ekki fyrir. Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Fjöldi veitingamanna hefur að undanförnu brennt sig á regluverki sem tók gildi í maí sem kveður á um að öll starfsleyfi þurfi að auglýsa á vef Reykjavíkurborgar í fjórar vikur. Síðustu fimm ár hafa veitingahúsin Sumac, Tíu sopar og Public house staðið fyrir svokölluðu langborði í kringum sumarsólstöður. Því verður aftur á móti frestað um að minnsta kosti tvær vikur í ár. Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumeistari og eigandi Sumac, segist hafa síðustu fimm ár sent umsókn um leyfi um þremur vikum fyrir viðburðinn. En í þetta skipti bárust honum þau svör frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar að Sumac þyrfti auglýsa leyfisveitinguna í fjórar vikur, en þá voru um þrjár vikur í viðburðinn. „Ég var ekki nógu upplýstur um það og við gátum ekki haldið þetta tuttugasta og fyrsta [júní] en fáum vonandi að halda þetta fimmta júlí,“ segir Þráinn í samtali við Vísi. Leyfið er aftur á móti enn í auglýsingu á vef Reykjavíkurborgar. „Þetta er viðburður sem er búinn að vera haldinn í fjögur til fimm ár, og þetta hefur verið eins allt árin. En það eru ansi margar loopholes sem þarf að hoppa í gegnum til að halda einu grilli fyrir utan veitingastaðinn og eitt langborð.“ Hann vill að regluverkið sé einfaldað. „Þetta er mikið bákn sem við erum að díla við. Það mætti heldur betur einfalda þetta mikið til.“ Afnumið að hluta Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis orku- og lofstslagsráðherra, hefur nú afnumið hluta reglugerðarinnar sem snýr að því að auglýsa drög að starfsleyfi þegar nýr starfsleyfishafi tekur við starfsleyfisskyldum rekstri, jafnvel þó engar breytingar verði á starfseminni. Sú reglugerð hafði sett veitingahúsinu Kastrup stólinn fyrir dyrnar þegar eigendaskipti urðu þar nýlega. Jóhann Páll hefur sagst vilja létta um regluverkið enn frekar. Hann hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingu á reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Með boðuðum breytingum er lagt til að starfsleyfisskyldu sé létt af 23 tegundum atvinnustarfsemi og að í staðinn sé einvörðungu gerð krafa um skráningu. Hygge enn í óvissu Axel Þorsteinsson, annar eigandi bakarísins Hygge sem hefur nú beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna við Barónsstíg, segir við Vísi að þær breytingar sem ráðherra boðar auðveldi sér ekki endilega að fá leyfi. Hann segist hafa fengið þau svör frá heilbrigðiseftirlitinu að breytingarnar gætu þvert á móti gert þeim að sækja annars vegar um leyfi fyrir matvælahluta rekstursins og hins vegar sérstaka skráningu fyrir hollustuhætti. Framkvæmd boðaðra breytinga liggur þó ekki fyrir.
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira