Forsætisráðherra Spánar biður þjóðina afsökunar á spillingarmáli Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2025 16:02 Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, á ekki sjö dagana sæla. Einn nánasti bandamaður hans er nú sakaður um mútuþægni. AP/Ng Han Guan Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, bað spænsku þjóðina afsökunar vegna náins ráðgjafa sem er grunaður um aðild að mútumáli. Nokkrir fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Sánchez eru taldir bendlaðir við spillingarmálið. Hæstiréttur Spánar sagði í gær að Santos Cerdán, þingmaður Sósíalistaflokks Sánchez og náinn ráðgjafi forsætisráðherrans, væri grunaður um þátttöku í mútugreiðslum í skiptum fyrir ríkissamninga. Cerdán sagði af sér í gær en hann var þriðji hæst setti stjórnandi flokksins, að sögn AP-fréttastofunnar. Sánchez, sem hefur verið plagaður af spillingarásökunum á hendur samflokksmanna og fjölskyldu síðustu misseri, bar sig aumlega þegar hann kom fram á blaðamannafundi síðar um daginn. „Ég vil biðja almenning afsökunar vegna þess að Sósíalistaflokkurinn og ég sem leiðtogi hans hefði ekki átt að treysta honum,“ sagði Sánchez um Cerdán. Málið væri honum mikil persónuleg vonbrigði enda hefði hann þekkt og unnið náið með Cerdán frá 2011. Sjálfur hefði hann aðeins frétt af ásökunum á hendur honum fyrr um daginn. Cerdán heldur fram sakleysi sínu en sagði af sér þingmennsku og trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Útilokaði Sánchez að málið felldi minnihlutastjórn hans og bandalags vinstriflokka. Hann ætlar hins vegar að láta fara fram óháða endurskoðun á fjármálum Sósíalistaflokksins vegna ásakananna á hendur Cerdán og öðrum flokksmönnum. Hvert vandræðamálið rekur annað Rúmt ár er liðið frá því að Sánchez tók sé fimm daga leyfir frá embættisstörfum til þess að íhuga stöðu sína eftir að eiginkona hans, var sökuð um að notfæra sér stöðu sína sem eiginkona forsætisráðherra til þess að fá bakhjarla til þess að styrkja meistaranámsbraut sem hún hafði umsjón með. Á endanum kaus Sánchez að segja ekki af sér. Sakaði hann fjölmiðla sem eru hliðhollir hægriflokkum um ófrægingarherferð gegn sér. Nú er ríkissaksóknari Spánar einnig sakaður um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum úr skattsvikamáli sem tengist kærasta Isabel Díaz Ayuso, forseti héraðsstjórnar sjálfstjórnarhéraðs Madridar, og einn helsta pólitíska keppinaut Sánchez. Hægriflokkarnir hafa nýtt sér spillingarásakanirnar á hendur ríkisstjórn Sánchez. Lýðflokkurinn stóð fyrir mótmælum gegn stjórninni um síðustu helgi sem tugir þúsunda manna sóttu undir yfirskriftinni „mafía eða lýðræði“. Það er þó ef til vill ekki úr háum söðli að falla fyrir Lýðflokkinn. Hundruð starfsmanna flokksins voru bendlaðir við eitt umfangsmesta spillingarmál sem komið hefur upp í Evrópu. Þeir voru meðal annars sakaðir um mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik. Flokkurinn sjálfur og tugir starfsmanna hans voru sakfelldir vegna svonefnds Gürtel-máls árið 2018. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Hæstiréttur Spánar sagði í gær að Santos Cerdán, þingmaður Sósíalistaflokks Sánchez og náinn ráðgjafi forsætisráðherrans, væri grunaður um þátttöku í mútugreiðslum í skiptum fyrir ríkissamninga. Cerdán sagði af sér í gær en hann var þriðji hæst setti stjórnandi flokksins, að sögn AP-fréttastofunnar. Sánchez, sem hefur verið plagaður af spillingarásökunum á hendur samflokksmanna og fjölskyldu síðustu misseri, bar sig aumlega þegar hann kom fram á blaðamannafundi síðar um daginn. „Ég vil biðja almenning afsökunar vegna þess að Sósíalistaflokkurinn og ég sem leiðtogi hans hefði ekki átt að treysta honum,“ sagði Sánchez um Cerdán. Málið væri honum mikil persónuleg vonbrigði enda hefði hann þekkt og unnið náið með Cerdán frá 2011. Sjálfur hefði hann aðeins frétt af ásökunum á hendur honum fyrr um daginn. Cerdán heldur fram sakleysi sínu en sagði af sér þingmennsku og trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Útilokaði Sánchez að málið felldi minnihlutastjórn hans og bandalags vinstriflokka. Hann ætlar hins vegar að láta fara fram óháða endurskoðun á fjármálum Sósíalistaflokksins vegna ásakananna á hendur Cerdán og öðrum flokksmönnum. Hvert vandræðamálið rekur annað Rúmt ár er liðið frá því að Sánchez tók sé fimm daga leyfir frá embættisstörfum til þess að íhuga stöðu sína eftir að eiginkona hans, var sökuð um að notfæra sér stöðu sína sem eiginkona forsætisráðherra til þess að fá bakhjarla til þess að styrkja meistaranámsbraut sem hún hafði umsjón með. Á endanum kaus Sánchez að segja ekki af sér. Sakaði hann fjölmiðla sem eru hliðhollir hægriflokkum um ófrægingarherferð gegn sér. Nú er ríkissaksóknari Spánar einnig sakaður um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum úr skattsvikamáli sem tengist kærasta Isabel Díaz Ayuso, forseti héraðsstjórnar sjálfstjórnarhéraðs Madridar, og einn helsta pólitíska keppinaut Sánchez. Hægriflokkarnir hafa nýtt sér spillingarásakanirnar á hendur ríkisstjórn Sánchez. Lýðflokkurinn stóð fyrir mótmælum gegn stjórninni um síðustu helgi sem tugir þúsunda manna sóttu undir yfirskriftinni „mafía eða lýðræði“. Það er þó ef til vill ekki úr háum söðli að falla fyrir Lýðflokkinn. Hundruð starfsmanna flokksins voru bendlaðir við eitt umfangsmesta spillingarmál sem komið hefur upp í Evrópu. Þeir voru meðal annars sakaðir um mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik. Flokkurinn sjálfur og tugir starfsmanna hans voru sakfelldir vegna svonefnds Gürtel-máls árið 2018.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira