Börnin vilja sjá þá sænsku blóðga Eriku Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 14:31 Norah Guzlander er klár í að mæta Eriku Nótt í kvöld. Vísir/Bjarni Hin sænska Norah Guzlander, sem Erika Nótt ætlar að lumbra á í Kaplakrika í kvöld, veigrar sér að sjálfsögðu ekki við því að berjast við svo ungan andstæðing. Börnin hennar verða á svæðinu og gera skýra kröfu um að mamma „kýli meira og fastar“. Icebox hnefaleikaveislan verður haldin í áttunda sinn í Kaplakrika í kvöld og hefst bein útsending á Sýn Sport klukkan 20:20. Einn af hápunktum kvöldsins er uppgjör hinn 18 ára gömlu Eriku við hina sænsku Noruh sem hæglega gæti verið mamma hennar. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Noruh í Sportpakkanum á Sýn eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Eins og fyrr segir er Norah ekkert annað en spennt fyrir að mæta Eriku þó að aldursmunurinn á þeim sé mjög mikill: „Það er málið með hnefaleika, þeir eru svo töfrandi því allt getur gerst. Ég vanmet aldrei andstæðinga mína, sama hver aldur þeirra er eða hvaðan þeir koma,“ sagði sú sænska. Norah kom til Íslands með allri fjölskyldunni. Eiginmaður hennar hefur verið þjálfari hennar allan ferilinn og saman kenna þau börnum sínum tveimur að boxa. Krakkarnir verða á meðal áhorfenda í Kaplakrika í kvöld: „Já, þau verða það. Þau hafa séð marga bardaga og eru vön. Þau ólust upp í æfingasalnum. Ég tók þau með þegar þau voru ungabörn svo að þetta verður ekki vandamál,“ sagði Norah og kvað það ekki erfitt fyrir börnin að sjá mömmu sína taka við höggum og jafnvel blóðgast: „Nei, alls ekki. Þau öskra nú bara að ég eigi að kýla meira og fastar, og láta andstæðingnum blæða,“ sagði Norah lauflétt en viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Bein útsending frá Icebox hefst klukkan 20:20 á Sýn Sport í kvöld. Hægt er að kaupa stakan viðburð í myndlyklum Sýnar og Símans. Einnig má kaupa viðburðinn hjá Livey. Upphitunarbardagarnir verða í beinni á Vísi klukkan 19.15. Box Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Sjá meira
Icebox hnefaleikaveislan verður haldin í áttunda sinn í Kaplakrika í kvöld og hefst bein útsending á Sýn Sport klukkan 20:20. Einn af hápunktum kvöldsins er uppgjör hinn 18 ára gömlu Eriku við hina sænsku Noruh sem hæglega gæti verið mamma hennar. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Noruh í Sportpakkanum á Sýn eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Eins og fyrr segir er Norah ekkert annað en spennt fyrir að mæta Eriku þó að aldursmunurinn á þeim sé mjög mikill: „Það er málið með hnefaleika, þeir eru svo töfrandi því allt getur gerst. Ég vanmet aldrei andstæðinga mína, sama hver aldur þeirra er eða hvaðan þeir koma,“ sagði sú sænska. Norah kom til Íslands með allri fjölskyldunni. Eiginmaður hennar hefur verið þjálfari hennar allan ferilinn og saman kenna þau börnum sínum tveimur að boxa. Krakkarnir verða á meðal áhorfenda í Kaplakrika í kvöld: „Já, þau verða það. Þau hafa séð marga bardaga og eru vön. Þau ólust upp í æfingasalnum. Ég tók þau með þegar þau voru ungabörn svo að þetta verður ekki vandamál,“ sagði Norah og kvað það ekki erfitt fyrir börnin að sjá mömmu sína taka við höggum og jafnvel blóðgast: „Nei, alls ekki. Þau öskra nú bara að ég eigi að kýla meira og fastar, og láta andstæðingnum blæða,“ sagði Norah lauflétt en viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Bein útsending frá Icebox hefst klukkan 20:20 á Sýn Sport í kvöld. Hægt er að kaupa stakan viðburð í myndlyklum Sýnar og Símans. Einnig má kaupa viðburðinn hjá Livey. Upphitunarbardagarnir verða í beinni á Vísi klukkan 19.15.
Box Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Sjá meira