Nemandinn sem stakk Ingunni nítján sinnum: Segir „tæknilega séð mögulegt“ að hann geri það aftur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 10:50 Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði, var ítrekað stungin af nemenda sínum í Óslóarháskóla. Ótrulegt þykir að hún hafi haft árásina af. Ingunn Björnsdóttir Norski stúdentinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur dósent við Óslóarháskóla nítján sinnum í fólskulegri árás á skrifstofu hennar segist ekki hafa átt annarra kosta völ. Hann var ósáttur með kennslu Ingunnar og hafði áhyggjur af því að aðrir nemendur þyrftu að sitja hjá henni kennslustundir. Aðalmeðferð í málinu fór fram í lögmannsréttinum í Borgarþingi í Ósló í lok maí. Stúdentinn, sem er 24 ára gamall og var nemandi Ingunnar, áfrýjaði dóm sem féll á síðasta ári sem kvað á um sjö og hálfs árs „forvaring“ svokallað sem er norskt refsiúrræði sem heimilar yfirvöldum að halda afbrotamönnum í vistun eftir afplánun fangelsisdóms. Hann var auk stunguárásarinnar fólskulegu dæmdur fyrir grófa líkamsárás gegn lektor í háskólanum. Viðmót kennarans eftir skróp átyllan Fyrir lögmannsréttinum sagði stúdentinn, sem ekki hefur verið nafngreindur, að stunguárásin hafi verið „eina undankomuleiðin.“ Hann hafði lengi haft óbeit á Ingunni. Kennslan og viðmót hennar eftir að hann hafði skrópað í próf og endurtökupróf í fagi sem Ingunn kenndi fóru fyrir brjóstið á honum. „Ég var hræddur um að Ingunn yrði þarna í margar annir í viðbót. Það fór ekki gott orð af henni, líka meðal samnemenda sem ég spjallaði við, og mér fannst ég ekki geta leyft þessu að halda áfram,“ sagði hann. Samkvæmt umfjöllun Khrono fór hann á fund Ingunnar á skrifstofu hennar með tvo hnífa, einn stærri og einn minni. Þann síðarnefnda notaði hann til að stinga Ingunni nítján sinnum. Fyrir dómi sagði stúdentinn að hann hefði ekki ætlað sér að beita hnífunum en að hann hefði vitað að það myndi róa hann að hafa þá á sér. Gæti „tæknilega séð“ gert það aftur Áfrýjunardómurinn tekur það aðeins fyrir að hann hafi verið dæmdur í öryggisvistun, þessa fyrrnefndu forvaring, og ekki málsatvikin sjálf. Miklum tíma var því varið í að komast að því hvort stúdentinn væri fær um að fremja slíkan verknað aftur. Hann sjálfur sagði það ekki skipta hann öllu máli hvort hann verði dæmdur í öryggisvistun eða ekki. Það hafi ekki verið þess vegna sem hann áfrýjaði dómnum sem hann hlaut. „Í dómnum er ýmislegt fullyrt sem er ekki rétt eins og að ég hafi sagt að það sem gerðist væri réttlætanlegt. Það sagði ég ekki. Það stendur líka að ég hafi ekki beðist afsökunar. Það er augljóslega ekki satt því ég hef verið samvinnufús í gegnum allt ferlið,“ sagði hann. Bataferli Ingunnar hefur verið langt og erfitt.Vísir/Steingrímur Dúi Stúdentinn var spurður blátt áfram hvort mögulegt væri að hann fremdi slíkan verknað aftur. „Ég ætla að gera allt til þess að koma í veg fyrir það að gera þetta aftur. En ég hélt heldur ekki að ég myndi gera það þá, þannig tæknilega séð get ég ekki sagt neitt um hvort ég komi til með að gera það aftur því það veit ég ekki fyrir víst. En mig langar ekki að gera það aftur,“ sagði hann. „En ég myndi segja að líkurnar séu næstum engar, en það er tæknilegur möguleiki,“ sagði hann svo. „Ég er með svarta beltið í tækvandó“ Ingunn lýsti atburðarásinni þennan örlagaríka dag í ágúst 2023 fyrir áfrýjunardómstólnum. Hún sagðist ekki hafa verið hrædd við árásarmanninn og að hún áleit hann vera rólyndan mann allt þar til árásin átti sér stað. Hún lýsti því að þegar hún gaf það til kynna að fundi hennar og nemandans væri slitið og stóð upp frá stól sínum hefði nemandi hennar mundað hníf og haldið upp að hálsi hennar. Þá hefði lektor við háskólann sem var einnig viðstödd fundinn stokkið á bak árásarmannsins og reynt að ná af honum hnífnum. Stúdentinn sagðist hafa valið hvar hann hafi stungið hana til að koma í veg fyrir að hún myndi láta lífið. „Þegar ég ákvað að munda hnífinn sá ég bara búkinn hennar og höfuð. Ég hugsaði ekki mikið um útlimina. Ég mat það sem svo að neðri hluti búksins væri minnst hættulegi staður sem ég gæti stungið. Ég hef reynslu af bardagaíþróttum og svarta beltið í tækvandó, þannig að ég veit hvað ég þarf að gera til að fá hann almennilega inn,“ sagði hann. Finnst fínt að vera í fangelsi Sálfræðingarnir Torgeir Husby og Alexander Rønningsdalen Flaata báru vitni fyrir dómi en þeir lögðu mat á sakhæfi árásarmannsins. Eftir að hafa heyrt framsögn árásarmannsins sögðu þeir lítið hafa breyst frá því að þeir mátu sálarástand árásarmannsins haustið 2023. „Hann hefur ekki raunverulegan skilning á því að hann er ekki bara hluti af vandamálinu heldur er hann vandamálið. Þannig upplifir hann þetta ekk. Hann áttar sig á einhverjum atriði en ég vil meina að hann finni ekki fyrir raunverulegri eftirsjá,“ sagði Husby. Sjá einnig: Árásarmaður Ingunnar iðrast einskis Árásarmaðurinn var greindur með Aspergersheilkenni þegar hann var metinn sálfræðilega eftir handtöku hans. Sálfræðingarnir bentu á það að það auki ekki líkurnar á ofbeldisfullri hegðun. Því veldur það þó að hann er ekki fær um að ljúga eða sníða málflutning sinn fyrir dómi af neinni kænsku. Líkt og fyrr segir skiptir það árásarmanninn ekki miklu hvort hann sæti öryggisvistun eður ei. „Honum finnst raunar fínt að vera í fangelsi. Hann gæti verið eins lengi og hægt er. Það er ansi dæmigert reglufasti hversdagurinn henti einhverfu fólki vel og að það kunni betur að meta það en óreiðan utan veggjanna,“ sagði læknirinn Håkon Moen Schjelle sem bar vitni fyrir dómi. Sefur illa eftir árásina Ingunn Björnsdóttir sagði eftirmála hnífstunguárásarinnar umfangsmikla og trámatíska. Hún verji stærsta hluta tímans síns á Íslandi þrátt fyrir að starfa áfram við Óslóarháskóla. „Ég sef illa. Ég fæ martraðir. Ég man það ekki en vakna sveitt. Einbeitingin mín er skert og athyglisgáfan. Ég á í erfiðleikum með hnífa,“ sagði hún. Hún lýsti jafnframt líkamlegum eftirmálum árásarinnar. Vinstri handleggur hennar er dofinn þar sem hún var ítrekað stunginn, sama gildir um hægri fótlegg. Hún glímir einnig við mikla verki í lærvöðvanum sem hún telur stafa af því að hún beiti sér öðruvísi eftir árásina. Hún sagði að það væri hræðilegt að koma aftur fyrir dóm og endurupplifa árásina. „Þess hef ég ekki hlakkað til,“ sagði Ingunn Björnsdóttir. Erlend sakamál Íslendingar erlendis Noregur Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu fór fram í lögmannsréttinum í Borgarþingi í Ósló í lok maí. Stúdentinn, sem er 24 ára gamall og var nemandi Ingunnar, áfrýjaði dóm sem féll á síðasta ári sem kvað á um sjö og hálfs árs „forvaring“ svokallað sem er norskt refsiúrræði sem heimilar yfirvöldum að halda afbrotamönnum í vistun eftir afplánun fangelsisdóms. Hann var auk stunguárásarinnar fólskulegu dæmdur fyrir grófa líkamsárás gegn lektor í háskólanum. Viðmót kennarans eftir skróp átyllan Fyrir lögmannsréttinum sagði stúdentinn, sem ekki hefur verið nafngreindur, að stunguárásin hafi verið „eina undankomuleiðin.“ Hann hafði lengi haft óbeit á Ingunni. Kennslan og viðmót hennar eftir að hann hafði skrópað í próf og endurtökupróf í fagi sem Ingunn kenndi fóru fyrir brjóstið á honum. „Ég var hræddur um að Ingunn yrði þarna í margar annir í viðbót. Það fór ekki gott orð af henni, líka meðal samnemenda sem ég spjallaði við, og mér fannst ég ekki geta leyft þessu að halda áfram,“ sagði hann. Samkvæmt umfjöllun Khrono fór hann á fund Ingunnar á skrifstofu hennar með tvo hnífa, einn stærri og einn minni. Þann síðarnefnda notaði hann til að stinga Ingunni nítján sinnum. Fyrir dómi sagði stúdentinn að hann hefði ekki ætlað sér að beita hnífunum en að hann hefði vitað að það myndi róa hann að hafa þá á sér. Gæti „tæknilega séð“ gert það aftur Áfrýjunardómurinn tekur það aðeins fyrir að hann hafi verið dæmdur í öryggisvistun, þessa fyrrnefndu forvaring, og ekki málsatvikin sjálf. Miklum tíma var því varið í að komast að því hvort stúdentinn væri fær um að fremja slíkan verknað aftur. Hann sjálfur sagði það ekki skipta hann öllu máli hvort hann verði dæmdur í öryggisvistun eða ekki. Það hafi ekki verið þess vegna sem hann áfrýjaði dómnum sem hann hlaut. „Í dómnum er ýmislegt fullyrt sem er ekki rétt eins og að ég hafi sagt að það sem gerðist væri réttlætanlegt. Það sagði ég ekki. Það stendur líka að ég hafi ekki beðist afsökunar. Það er augljóslega ekki satt því ég hef verið samvinnufús í gegnum allt ferlið,“ sagði hann. Bataferli Ingunnar hefur verið langt og erfitt.Vísir/Steingrímur Dúi Stúdentinn var spurður blátt áfram hvort mögulegt væri að hann fremdi slíkan verknað aftur. „Ég ætla að gera allt til þess að koma í veg fyrir það að gera þetta aftur. En ég hélt heldur ekki að ég myndi gera það þá, þannig tæknilega séð get ég ekki sagt neitt um hvort ég komi til með að gera það aftur því það veit ég ekki fyrir víst. En mig langar ekki að gera það aftur,“ sagði hann. „En ég myndi segja að líkurnar séu næstum engar, en það er tæknilegur möguleiki,“ sagði hann svo. „Ég er með svarta beltið í tækvandó“ Ingunn lýsti atburðarásinni þennan örlagaríka dag í ágúst 2023 fyrir áfrýjunardómstólnum. Hún sagðist ekki hafa verið hrædd við árásarmanninn og að hún áleit hann vera rólyndan mann allt þar til árásin átti sér stað. Hún lýsti því að þegar hún gaf það til kynna að fundi hennar og nemandans væri slitið og stóð upp frá stól sínum hefði nemandi hennar mundað hníf og haldið upp að hálsi hennar. Þá hefði lektor við háskólann sem var einnig viðstödd fundinn stokkið á bak árásarmannsins og reynt að ná af honum hnífnum. Stúdentinn sagðist hafa valið hvar hann hafi stungið hana til að koma í veg fyrir að hún myndi láta lífið. „Þegar ég ákvað að munda hnífinn sá ég bara búkinn hennar og höfuð. Ég hugsaði ekki mikið um útlimina. Ég mat það sem svo að neðri hluti búksins væri minnst hættulegi staður sem ég gæti stungið. Ég hef reynslu af bardagaíþróttum og svarta beltið í tækvandó, þannig að ég veit hvað ég þarf að gera til að fá hann almennilega inn,“ sagði hann. Finnst fínt að vera í fangelsi Sálfræðingarnir Torgeir Husby og Alexander Rønningsdalen Flaata báru vitni fyrir dómi en þeir lögðu mat á sakhæfi árásarmannsins. Eftir að hafa heyrt framsögn árásarmannsins sögðu þeir lítið hafa breyst frá því að þeir mátu sálarástand árásarmannsins haustið 2023. „Hann hefur ekki raunverulegan skilning á því að hann er ekki bara hluti af vandamálinu heldur er hann vandamálið. Þannig upplifir hann þetta ekk. Hann áttar sig á einhverjum atriði en ég vil meina að hann finni ekki fyrir raunverulegri eftirsjá,“ sagði Husby. Sjá einnig: Árásarmaður Ingunnar iðrast einskis Árásarmaðurinn var greindur með Aspergersheilkenni þegar hann var metinn sálfræðilega eftir handtöku hans. Sálfræðingarnir bentu á það að það auki ekki líkurnar á ofbeldisfullri hegðun. Því veldur það þó að hann er ekki fær um að ljúga eða sníða málflutning sinn fyrir dómi af neinni kænsku. Líkt og fyrr segir skiptir það árásarmanninn ekki miklu hvort hann sæti öryggisvistun eður ei. „Honum finnst raunar fínt að vera í fangelsi. Hann gæti verið eins lengi og hægt er. Það er ansi dæmigert reglufasti hversdagurinn henti einhverfu fólki vel og að það kunni betur að meta það en óreiðan utan veggjanna,“ sagði læknirinn Håkon Moen Schjelle sem bar vitni fyrir dómi. Sefur illa eftir árásina Ingunn Björnsdóttir sagði eftirmála hnífstunguárásarinnar umfangsmikla og trámatíska. Hún verji stærsta hluta tímans síns á Íslandi þrátt fyrir að starfa áfram við Óslóarháskóla. „Ég sef illa. Ég fæ martraðir. Ég man það ekki en vakna sveitt. Einbeitingin mín er skert og athyglisgáfan. Ég á í erfiðleikum með hnífa,“ sagði hún. Hún lýsti jafnframt líkamlegum eftirmálum árásarinnar. Vinstri handleggur hennar er dofinn þar sem hún var ítrekað stunginn, sama gildir um hægri fótlegg. Hún glímir einnig við mikla verki í lærvöðvanum sem hún telur stafa af því að hún beiti sér öðruvísi eftir árásina. Hún sagði að það væri hræðilegt að koma aftur fyrir dóm og endurupplifa árásina. „Þess hef ég ekki hlakkað til,“ sagði Ingunn Björnsdóttir.
Erlend sakamál Íslendingar erlendis Noregur Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira