Litla systir Duplantis með besta árangur ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2025 15:17 Armand „Mondo“ Duplantis er 25 ára en systir hans Johanna er þremur árum yngri @johannaduplantis/Getty/Maja Hitij Armand „Mondo“ Duplantis fór í 106. skiptið yfir sex metrana á Demantamóti á Bislett leikvanginum í Osló í gærkvöldi og tryggði sér sigur. Hann var þó ekki sá eini úr fjölskyldunni sem fagnaði góðum árangri í gær. Duplantis fór að lokum yfir 6,15 metra sem er mótsmet en heimsmet hans er 6,27 metrar. Enginn annar í keppninni í gær var nálægt því að fara yfir sex metrana. Systir hans Johanna Duplantis er þremur árum yngri og hún er líka á fullu í stangarstökki. Hún setti nýtt persónulegt met í gær með því að fara yfir 4,39 metra á meistaramóti bandarísku háskólanna. Þetta er áttundi besti árangurinn í sögu sænskra stangarstökkskvenna og sá besti hjá sænskri konu á þessu ári. Armand var spurður út í litlu systur eftir sigur sinn í gær. „Það er erfitt að lýsa því hvað hún hefur bætt sig ótrúlega mikið á þessu tímabili. Ég er svo ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Armand Duplantis. Duplantis sjálfur hefur sett ellefu heimsmet á ferlinum og hefur unnið tvö síðustu Ólympíugull í greininni auk þess að vera fimm sinnum heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari. Meiri yfirburðamann er nánast vonlaust að finna. Hin 22 ára gamla Johanna Duplantis er á hraðri uppleið í bókstaflegri merkingu og það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort hún geti bætt sig enn frekar. View this post on Instagram A post shared by Sportbibeln (@sportbibeln.se) Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Sjá meira
Duplantis fór að lokum yfir 6,15 metra sem er mótsmet en heimsmet hans er 6,27 metrar. Enginn annar í keppninni í gær var nálægt því að fara yfir sex metrana. Systir hans Johanna Duplantis er þremur árum yngri og hún er líka á fullu í stangarstökki. Hún setti nýtt persónulegt met í gær með því að fara yfir 4,39 metra á meistaramóti bandarísku háskólanna. Þetta er áttundi besti árangurinn í sögu sænskra stangarstökkskvenna og sá besti hjá sænskri konu á þessu ári. Armand var spurður út í litlu systur eftir sigur sinn í gær. „Það er erfitt að lýsa því hvað hún hefur bætt sig ótrúlega mikið á þessu tímabili. Ég er svo ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Armand Duplantis. Duplantis sjálfur hefur sett ellefu heimsmet á ferlinum og hefur unnið tvö síðustu Ólympíugull í greininni auk þess að vera fimm sinnum heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari. Meiri yfirburðamann er nánast vonlaust að finna. Hin 22 ára gamla Johanna Duplantis er á hraðri uppleið í bókstaflegri merkingu og það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort hún geti bætt sig enn frekar. View this post on Instagram A post shared by Sportbibeln (@sportbibeln.se)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Sjá meira